Muninn

Árgangur

Muninn - 20.11.1971, Blaðsíða 1

Muninn - 20.11.1971, Blaðsíða 1
RITNEFND: F. Haukur Hallsson (aöalritslj.) Eiríkur Baldursson. Þórólfur Matthíasson. Sumarliði R. ísleifsson. Björn Garðarsson. Litli-MUNINN ÚTGEFANDI: Skólafélagið Hug- inn, MA. ÁBM.: Hermann Óskarsson F. Haukur Hallsson. 5. tbl. — 44. árg. 1971. Hernaðarbandalögin og „56 46 Þrátt fyrir gífurlega við- leitni, get ég með engu móti losnað við þá sannfæringu, að heimkynni vort, vor umkomu- lausa jörð, eigi eftir að Ienda í einhverju mjög miður æski- legu. Þá verður stórstyrjöld, sennilega kjarnorkustyrjöld, á heimsmælikvarða, eins og kom izt er að orði um slungna leik- ara, kássubrjálaða stjórnmáia- menn og heyrnardrepandi söngvara. Áðurritað ber ekki að skoða sem staðhæfingar mínar eða eitthvað, sem ég hefi fvrirfram ákveðið af illvilja mín'um til mannkynsins, heldur aðeins getgátur byggðar á bróun mál- efna jarðarkfinglunnar undan- farna áratugi, og þó einkum og sér í lagi hermála og stjórn- mála. Sú þróun stefnir aðeins á eina braut, eða kannski öllu heldur tvær. Á ég þar við kapi taliskan imperialisma, sem rek inn er af hervaldasinnum Bandaríkja Norður-Ameríku, annars vegar, og hins vega;- kommúnistískan imperialisma, rekinn af ofbeldisgjörnum kommúnistum Sovétríkjanna. Nú tel ég mig vera að kom- ast að kjarna málsins, þ. e. a. s. hvernig þessar tvær þjóðir hafa fylkt um sig smáþjóðun- um, knúið þær til undirgefni og stofnað síðan hernaðar- bandalög með þátttöku þeirra. — Hernaðarbandalögin eru stofnsett.að miklu leyti til varð veizlu friðar, að sögn þeirra, sem að þeim standa. Mín skoð Jón Giifimiinz Helv . . . konunarnir! — Nú birta þeir vitleysuna úr okkur, svo að fólk getí hlegið að henni. — Vitið þér enn, eða hvað? un á hlutverki þeirra er hins vegar allt önnur. Hún er sú, að eftir því sem herveldunum hlotnist að fá fleiri riki til móts við sig, öðlist þau í rík- ari mæli þann siðferðisle.ía styrk, sem þeim er nauðsyn- legur til að geta haldið uppi áframhaldandi íhlutun í mái- rétt afleiðing, að við íslend- ingar lánum NATO land af okkar landi undir herstöð, til að stuðla að jafn göfugu tak- marki sem þessu? NEI!!! Þeir eru að teygja sína lygaklístruðu kapitalisku arma út um allan heim, undir því yfirskyni, að þeir séu að íkj ölfar kúgunar og stríðs fylgir hungurvofan og þeir sak- lausu líða mest. efni óviðkomandi þjóða. Mark mið þeirra er augljóst: Þau stefna, sitt í hvoru lagi, að því að sölsa undir sig neimmn, og takist öðrum hvorum aðil- anum það, megum við, smæl- ingjarnir, vera vissir um það, að okkur verður sagt að sitja og standa og undið sitt á hvað, unz hver blóðdropi er fallinn í þágu þessara aðila. Er þessi staðreynd sárari en nokkrum tárum taki. Mun ég nú leitast við að gera grein fyrir helztu verkum áðurgreindra ríkja, svo sem góðgerðarstarfsemi Banda ríkjamanna í Viet-Nam, svo að maður minnist nú ekki á Tékkóslóvakíu, sem Rússar, að eigin sögn, björguðu á ell- eftu stundu frá barmi spilling- ar, með jafn lýðræðislegum að ferðum og raun bar vitni. Það vill svo til, að við ís- lendingar erum yfirlýstir, þð ekki nema yfirlýstir hlutleysis- stefnumenn, erum aðilar að annarri þessara góðgerðarstofn ana, og er það NATO. Hlutverk NATO, eins og það er túlkað af formanni her máladeildar þess, er einknm að hefta útbreiðslu kommún- ismans í Evrópu og stuðla þannig að varðveizlu friðar. Hlýtur því ekki að vera rök- hefta útbreiðslu Moskvu- kommúnismann, sem að vísu er engu betri. Við erum alis ekki skyldugir til að vera í hernaðarbandalagi á borð við NATO. Þar af leiðandi legg ég til, að við íslendingar hættum að Hggja eins og mellur undir Bandaríkjamönnum, við erum sjálfstæð þjóð með okkar eig- in sjálfsákvörðunarrétt og hann ber að nota án íhlutunar annarra. Ég er því hlynntur úrsögn íslands úr NATO og myndi hvetja til úrsagnar úr hvaða hernaðarbandalagi sem væri, því mér þykir sýnt, að smárík- in verði aldrei annað en p'eð á skákborði Nixons og Brés- neffs. Ef það þykir tilhlýðilegt, að ég færi fleiri rök fyrir máli mínu gagnvart afstöðu minni til NATO, skal það gert. Hægt er t. d. að benda á, hvernig Portúgalar halda uppi stanzlausri nýlendukúgun í Af ríku og allt undir blessun NATO, eða þegar herforingj- ar hrifsuðu til sín völdin í Grikklandi, eins og hverjir aðr ir fasistar, og fótum tróðu lýð- ræði það ,sem NATO segist þó hafa að leiðarljósi. Snúum okkur þá að kompa- níi því, er stofnað var af Sov- étmönnum 1955 til að tryggja hið svokallaða hernaðarjafn- vægi í Evrópu og varðveita á þann hátt varanlegan frið. Þarna er enn á ferðinni lyg- um prýdd áróðursstefna eins og áður greinir um hjá NATO. Varsjárbandalagið er saman- safn ríkja, sem Sovétmenn hafa beygt sér að fótum. Troða Rússar mjög á lýðræði í lönd- um þessum og er skemmst að minnast innrásarinnar í Ung- verjaland árið 1956 og nú síð- ast sorgarleiksins í Tékkóslóva kíu. Það var hinn 21. ágúst 1968, sem Sovétmenn og nokk ur leppríki þeirra ruddust inn í Tékkóslóvakíu og hindruðu fyrirhugað flokksþing tékk- neska kommúnistaflokksins. — Aðgerðir þessar voru réttlætt- ar með því, að forystumenn Tékkóslóvakíu væru ábyrgðar- lausir menn, sem ekki væri treystandi fyrir stjórnartaum- unum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að menn þessir voru að- eins frjálslyndari og lýðræðis- sinnaðri heldur en tíðkast með al Kreml-klíkunnar, og dirfist einhver að gera eitthvað upp á eigin spýtur, sem þessum í- haldssinnuðu kommúnistum geðjast ekki að, er þeim sýnt svart á hvítu, og m'eð vígvél- um, ef þurfa þykir, hver ræð- ur. Má í því sambandi nefna Dubchek og fleiri, sem hafa verið reknir úr kommúnista- flokknum með skömm. Með tilliti til framangreindra staðreynda, væri fróðlegt að glugga aðeins í friðartillögur Rússa á 24. landsþingi komm- únista. í 5. gr. tillagnanna seg- ir :,,Eytt sé leyfum nýlendukúg unar." Þetta var nú kaldhæðn- islegt í hæsta máta. Tékkó- slóvakía er í rauninni ekkert annað en kúguð nýlenda Sov- étmanna, hvað svo sem þeir segja sjálfir. Ég fer nú senn að ljúka þessu rabbi og vona ég, að mér hafi tekist að greiða úr, þó ekki sé nema hluta þess lyga- vefs, er Bandaríkjamenn og Sovétmenn reyna að flækja heiminn í. í skjóli þess vil ég leyfa mér að segja: NIÐUR MEÐ HERNAÐAR BANDALÖ'GIN OG ÞÁ MENN, SEM LEGGJAST SVO LAGT AÐ MÆLA, ÞÓ EKKI SÉ NEMA ÖÐRU ÞEIRRA BÓT. (Sbr. umræðuhóp 56). Björn Garðarsson. LEIÐARI Sú stefna var tekin upp í haust, að ritnefndarmeðlimir skiptust á um að vera ritstjórar Litla-Munins. Var þetta gert til að dreifa því óeðlilega mikla álagi, sem lá á aðal- ritsrjóra, Hauki Hallssyni. Vonum við undirritaðir, rit- stjórar þessa blaðs, að sú breyting hafi orðið til bóta. I þessu blaði kveður við nokkuð annan tón en undan- farið. Hægri menn hafa loks tekið á.sig rögg og farið að skrifa í málgagn okkar nemenda. Einnig mun flestum nefendum kunnugt um hið andlega (skepnu)fóður, sem umræðuhópur 56 hefur hrúgað á blaö, og dreii't í skjóli nætur. Þetta boðar þó varla upprisu hægri manna? Und- irrituðum þykir það vægast sagt mjög hæpið, því and- leysi þeirra er með eindæmum. Skrif í þessu blaði eða næturgöltur þeirra með áróðursplögg sín, kemur varla til með að virka sem vítamínssprauta á málefnaleg skrif þeirra í skólablaðið. Nú birtist margt af því efni, sem útundan varð í LÍM- blaðinu. Þarna er að vísu um efni að ræða, sem er nokkuð seint á ferð, en þess er vænzt að ekki komi að sök. Njótið vel. Björn Garðarsson. Sumarliði R. ísleifsson.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.