Muninn

Árgangur

Muninn - 21.04.1972, Blaðsíða 3

Muninn - 21.04.1972, Blaðsíða 3
LEIÐARI Komið er að skuldadögum. Þetta er að líkindum síðasta btað vetrarins. Eins og sjá má á forsíðunni, er þetta blað að mestu helgað félagsfræðikjörsviði hér í MA. Aðeins lítillega er minnzt á þetta kjörsvið í Reglugerðinni, en það er hvergi í praksís hér á landi. Nemendur og kennarar hér hafa lýst þeirri skoðun sinni, að þessi skóli sé mjög heppilegur til tilrauna með nýjungar í kennslu, sökum heppilegs fjölda nemenda, lítilla vegalengda til og frá skóla og einsetningu. Það er því algjörlega í sam- ræmi við þetta álit, sem við teljum heppilegt að frumtilraun með félagsfræðikjörsvið fari fram hér. Það þarf öllu meira til stofnsetningar einnar deildar en maður gæti haldið af því einu að ganga hálfsofandi I gegnum eina slíka. En kornið hefur í ljós, að góðir möguleikar eru á að ráða kennara og jafnframt munu vera í þýðingu þrjár eða fjórar bækur, sem út munu koma í haust, og að áliti fróðra manna, munu henta ágætlega sem kennslubækur í félagsfræðikjörsviði. Þar fyrir utan er til mýgrútur greina og greinaflokka í hinum og þessum tímaritum, sem prýði- lega gætu talizt sem námsefni. En hvað er það, sem gerir þetta kjörsvið nauðsynlegt? Duga okkur ekki þessi þrjú eða fjögur, sem þegar eru við skólann? kynnu margir a ðspyrja. Því er til að svara, eins og réttilega er rakið á forsíðu blaðsins, að fjöldi nemenda er utangarðs í núverandi skipulagi. Finna hvergi í skólanum neitt við sitt hæfi, eða eins og einhver mætur maður sagði: „Lágmarkskrafa, sem nemandi gerir til skóla, er, að þar finn- ist eitthvað það, sem hann hefur áhuga á.“ Það er því komið að því, að við, nemendur, gerum kröfur til skólans. Annar sá hlutur, sem rekur á eftir stofnun þessa kjörsviðs, er sú staðreynd, að við háskólann er nú starf- rækt „Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum“, ennfrem- ur kennsla í sálfræði og áætlað að næsta vetur verði starf- rækt innan heimspekideildar deild um heimspeki. Ætla má, að nemendur úr félagsfræðikjörsviði myndu vera mun betur undirbúnir til að hefja nám í þessum greinum en úr hin- um gömlu mála- og stærðfræði-kjörsviðum. Því má segja, að háskólinn geri þær ltröfur til menntaskólanna, að félags- fræði verði tekin til kennslu. En þó svo ég tali hér um að ýmsir séu utangarðs í skól- anum, er það alls elcki álit mitt, að þetta félagsfræðikjörsvið verði þeim allra meina bót. Kemur þar margt til. En fyrst og fremst held ég, að um sé að ræða óvissu um það, hvers vegna fólk er í skóla. Erum við hér sjálfra okkar vegna, eða vegna einhverra annarra? Ég hef lýst þeirri skoðun minni áður hér í blaðinu, að við séum í skóla til að uppfylla þarfir þjóðfélagsins fyrir menntamenn. Efist einhver um þessa fullyrðingu mína, ætti hann að líta í eigin barn og spyrja sjálfan sig: „Hví er ég hér í skólanum?“ Og líklegt er, að svarið verði eitthvað á þá leið, að þetta hafi bara einhvern veginn atvikast svona eftir að landsprófi var lokið. En hvar var þá hinn raunverulegi hreyfivaldur? — Menntadýrkun, sú menntadýrkun, sem borgarastéttin sá sér hag í að koma af stað sölrum þess að hana skorti menntaða verkamenn, þ. e. verkfræðinga, við- sldptafræðinga o. s. frv. En einn var sá þáttur, sem borgarastéttinni sást yfir. Sumir þessara menntuðu verkamanna fóru að hugsa, og fóru að efast um gildi þess kerfis, sem þeir lifðu í, og sáu hilla undir annað betra: þjóðskipulag sósíalismans, og skipuðu sér þar með í raðir hinna ófaglærðu og höfðu í höndum sér nokkra þekkingu á aðferðum kerfisins, og voru því hæfari til skipu- lagningar baráttu gegn því, en hinir ófaglærðu. Þetta var hliðarverkun, sem borgarastéttin taldi ðheppi- lega. Því hefu rhún reynt að halda skólakerfinu innan fag- idjótismans. Og það verða fulltrúar borgarastéttarinnar, sem koma til með að berjast mest gegn félagsfræðikjörsviði, því tilgangur þess er að útskrifa menn, sem hafa vítt útsýni yfir gang þjóðfélagsins og skilning á einstaklingnum semfélags- legri veru, með sínar þarfir og kröfur á hendur félagslegu umhverfi sínu. Sem sagt: Fulltrúar borgarastéttarinnar munu verða hræddir um þann skerf kölcu sinnar, sem þeir hafa eignast, óverðskuldaðann. MEGINKRAFAN ER: Menntunin verði nemendanna vegna en ekki kerfisins. Þess vegna: FÉLAGSFRÆÐKJÖR- SVIÐ. Þ. M. LANDHELGISMÁLIÐ Hafa íslendingar rétt til að færa landhelgina út? Þetta er spurning, sem er grundvallar- leg í siðfr'æði og stjórnmálum. Rætur málsins er að finna í líffræðilegum þörfum manns- ins, sem öllum lífverum eru samejginlegar. Það fer því vel á að taka einfalt dæmi úr nátt úrunni til að sjá þjóðfélags- málíð í sem skírustu Ijósi. Athugum því vandamálið í hnotskurn, tökum til þess breiðu af túnfíflum. Við sjá- um, að einn óbreyttur fífill þeirra á meðal getur ekki ætl- að sér meira pláss en hinum, því þá gengi hann á velfarnað og framför meirihlutans, óhjá kvæmilegar líffræðilegar þarf ir þeirra allra. Hann verður því að lúta sarna rými og aðr- ir með sömu kröfur. Þetta vissum við fyrir, en gildið felst í að bera það sam- an við stjórnmálin og þjóðfé- lagsmálin. Við höldum okkur í fyrsta sjá undantekningar, að ekki séu allar breytingar réttlátar, að til séu illar þjóð- félagsbreytingar. En þær eru aðeins nýjar leiðir til að ná hagsmunum þjóðfélagsins, eft ir sömu frumlögmálum og áð- ur. Því ekki hafa neinar nýjar grundvallarhvatir komið fram hjá manninum. Allir menn geta ekki séð heildarmynd breytni sinnar, og því freist- umst við stundum til að tala um ranglæti þegar aðeins er til miskunnarlaust réttlæti. Nú getum við tengt líffræði dæmið landhelgismálinu, og sjáum eitthvað nýtt, sem kem- ur oldcur alveg á óvart. Við sjáum þá reglu, að: ,jéttur smáríkja er skammtaður al- gjörlega eftir geðþótta stór- veldanna. Til að gera okkur Ijósa gjörtækni þessarar niðurstöðu fyrir landhelgismálið, skulum við taka annað dæmi úr jurta- ríkinu: Hvað gerist ef upp vex visinn fífill, sem getur ekki staðið í sínu stykki? Hann verður að víkja alveg fyrir heilbrigðum fíflum með sömu þörfum. Þess vegna sjáum við augljóslega: Tilveruréttur smá rikja þjónar eingöngu þörfum stórveldanna. ísland hefur þannig engan sjálfstæðan rétt, öll slík hugs- un er blekking. Þannig standa málin í dag. Við þær aðstæð- ur fær ísland umboð stór- veldanna til útfærslu landhelg innar. En hlutverk þess skilj- um við ekki til hlítar fyrr en við sjáum aðstöðu íslands í heildarmyndinni. Tökum til þess þriðja dæmið-um fífl- ana: Nú vænkast hagur þeirra af því þeir hagnýta sér breytt- ar aðstæður. En af því hóp- urinn er í svo örum þroska á öðrum grundvallarbreyting- um, getur hann ekki einbeitt sér sem fyrr að útbreiðslu, og hópurinn grisjast. Nú gengur einn fífillinn á lagið og helgar sér meira rými. Hans sér- lcenni krefjast meira rýmis, og hann nýtur því góðs af þessu innhverfa þorskaskeiði ná- grannanna. En með tímanum getur fíflasamfélagið aftur ein beitt sér að þéttsldpun svæð- isins til að fulinýta nýju kraft ana. Þá verður fífíllinn enn að gæta sósíalisma og minnka við sig plássið, af því hann hefur meiri þarfir, en skilar ekki að sama skapi meiri verð mætum til heildarinnar. Ef hann af einhverjum ástæðum þrjóskast við, neytir samfélag- ið lýðræðislegs réttar síns og ryður honum úr vegi. Því út- breiðsla er afleiðing framfara allra. Við sjáum því, að: Þótt stórveldin verði að leyfa Is- landi að færa út landhelgina nú, munu þau síðar taka hana aftur með alveg sama rétti og fsland fær hana. Þau geta svipt tslandi öll- um sjálfstæðiseinkennum, — svipt okkur lífi og sökkt land- inu í sjó, ef nægilegur meiri- hluti fæst fyrir því. Á meðan er eign okkar sú falska sjálf- stæðis- og frelsiskennd, sem stórveldin sjá sér hag í að virkja okkur með. Svo fram- arlega sem eitthvað er til sem heitir réttlæti! Tryggvi V. Líndal. Fréttatilkynning frá yfirstjórn Embættisskipan innan skólafélag anna eins og hún varð að loknum kosningum fyrst í marz. Yfirstjórn skólafélagsins: Ingvar Þóroddsson, form. skólafél. Sumarliði R. ísleifsson, fors. Hags- munaráðs. Haukur Þ. Arnþórsson, fors. Fé- lagsmálaráðs. Hagsmunaráð: Sumarliði R. Isleifsson, forseti. Þorsteinn Gunnarsson, 5.-6. b. Stefán Stefánsson, 4.-5. b. Sverrir Haraldsson, 3.-4. b. Félagsmálaráð: Haukur Þ. Arnþórsson, forseti. Tónlistardeild: Hörður Áskelsson. Guðmundur Bárðarson. Jón Pétursson. Árni Ámason. Friðrik Ágústsson. Kvikmy ndadeild: Arinbjörn Jóhannsson. Rannveig Einarsdóttir. Heiðdís Valdemarsdóttir. Hólmgrímur Heiðreksson. Aðalbjörg Jónsdóttir. Þjóðmáladeild: Þröstur Ásmundsson. Magnús Snædal. Hrönn Pálsdóttir. Hjörtur Gíslason. Erlingur Ingvarsson. Málfundadeild: Björg Óladóttir. Kristinn Ólafsson. Steinunn Hjartardóttir. Olga B. Jónsdóttir. Raunvísindadeild: Hreinn Vilhjálmsson. Pétur Jónsson. Tryggvi Líndal. Kári Húnfjörð. Bókmenntadeild: Kristinn Ólafsson. Valgerður Bjarnadóttir. Eggert Isberg. Skúli Elíasson. Hörður Högnason. Sigriður Stefánsdóttir. Myndlistadeild: Þorsteinn Jónsson. Páll Sólnes. Óskar Einarsson. Guðmundur Magnússon. Muninn, skólablaðið: Þórólfur Matthíasson, ritstj. Bergþóra Karlsdóttir, 5.-6. b. Atli Rúnar Halldórsson, 4.-5. b. Björn Garðarsson, 3.-4. b. Gjaldkerl: Bergur Steingrímsson. Endurskoðendur reiknlnga skólafél. Snæbjörn Friðriksson. Þorsteinn Sigurðsson. Eftirtalin embætti heyra ekki beint undir skólafélagið: Skólaráð: Rúnar Sigþórsson. Ingibergur Guðmundsson. Stjóra LlM: Hjörtur Gíslason. Björn Garðarsson. Formenn bekkjarráða: Jón Gauti Jónsson, 6. bekk. Gunnar Jónsson, 5.-6. b. Teitur Gunnarsson, 4.-5. b. Einar Pálsson, 3.-4. b. LITLI-MUNINN - 3

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.