Muninn

Árgangur

Muninn - 21.04.1972, Blaðsíða 1

Muninn - 21.04.1972, Blaðsíða 1
12. tölublað. LITLI MUNINN Föstudagur 21. apríl 1972. 4&** Félags- fræðideild I verkfallinu var það ein meginkrafa nemenda hér við skól- ann, að komið yrði á fót félagsvísindadeild. Öþarft er að fara náið út í rökstuðning fyrir þessari kröfu, en nefna má, að sú skoðun hefur lengi verið uppi, að þeir valkostir, sem nemend- um eru nú gefnir, séu alls ekki fullnægjandi; þeir spanni mjög þröngt svið, þ. e. a. s. annars vegar raunvísinda- og hins veg- ar málanám. Hér vantar að sjálfsögðu millideild, félagsfræði- deild. Þessari augljósu staðreynd til viðbótar, gefur mjög auk- inn áhugi á þjóðfélagsmálum og manninum sjálfum þessari hugmynd byr. M. a. af framangreindum ástæðum var stofnaður (á yegum Þjóðmáladeildar) starfshópur, sem kanna skyldi, hvort ekki væri unnt að koma á félagsfræðideild hér við skólann strax næsta vetur — og leggja síðan fram skýrslu um málið. Hópurinn hagaði starfi sínu þannig, að athugað var, hverjar námsgreinar ætti að kenna í væntanlegri félagsvísindadeild og hvernig kennslu yrði háttað, gerði drög að námsskrá, aflaði sér upplýsinga um framboð á kennurum o. s. frv. Helztu niðurstöður hópsins eru birtar í þessu blaði. Þar sem vitað er um áhuga nemenda á félagsfræðideild, er það hlutverk hagsmunaráðs og skólaráðsmanna að sjá um framgang málsins. Ef áhugi yfirvalda er eins niikill á borði og hann er í orði, á framförum í skólamálum, ætti sú barátta að verða auðveld. Þar sem við nú vitum, að hægt er að byrja næsta vetur með félagsfræðideild, er nauðsynlegt að nemendur sýni baráttuhug ef með þarf. Verkfallið í vetur var undirstrikun við kröfur okkar og at- hugasemd við ræfildóm yfirvaldanna, frekar almenns eðlis. Einn helzti ávinningurinn var þó sá, að nemendur fundu ljós- lega saintakamáttinn. Með þá reynslu í bakhöndinni geta þeir gengið bjartsýnir til starfa að umbótum á skólanum. I starfshópnum um félagsfræðikennslu voru: F. Haukur Hallsson, Þórólfur Matt., Magnús Snædal, Sumarliði fsleifsson, Björn Garðars., Stefán Stef. og Þ. Ásm. Hér fara á eftir drög að kennsluefni í væntanlegri félags- fræðideild. Það skal skýrt tekið fram, að þetta eru einungis drög, sisvona til að gefa mönnum hugmynd um á hvaða plani námsefnið verði, samkvæmt okkar tillögum. Jón Á. Sigurðsson hefur uppkast að drögum um kennslu í heimspeki, en því miður barst það ekki til blaðsins áður en það fór í setningu. Um uppkast að kennslu í félagsfræði er svipaða sögu að segja. Skýrslan barst ekki til blaðsins í tæka tíð. Lokaorð: Af þessum skýrslum, sem hér hafa verið birtar, úsamt og með skoðanakönnuninni annars staðar í blaðinu, má það ljóst vera, að bæði er grundvöllur og vilji fyrir félagsfræði- kennslu í skólanum, svo og fullir möguleikar á framkvæmd hennar. Þess vegna gerir Hagsmunaráð og Þjóðmáladeild, fyrir tiönd nemenda, þær kröfur til skólaráðs og menntamálaráðu- neytisins, að þrjár kennarastöður verði auglýstar lausar til um- sóknar nú þegar, í félagsfræði, hagfræði, sálfræði og heimspeki. Þar sem hér er um brautryðjendastarf að ræða, og því mikil vinna við skipulagningu deildarinnar, leggja ofangreindir aðilar til, að sem allra fyrst verði ráðið í eina eða fleiri af þessum kennarastöðum. Ofangreindir aðilar fara ennfremur þess á leit að fá upplýsingar um umsækjendur og tillögurétt um ráðningu þeirra. Starfshópur um félagsfræðideild. INIokkur atriði um mögu- lega uppbyggingu hag- fræði- og sálfræðikennslu í menntaskóla SÁLFRÆÐI 1. Inngangur Frá byrjun ætti sálfræði- nám að sameina upplifun og kenningar. Sérhver einstakl- ingur upplifir heiminn á sinn sérstæða hátt, og mannleg samskipti eru langáhrifamesti þátturinn í mótun og þróun slíkrar upplifunar. I hinum margvíslegu og upplýsandi samskiptum við aðra, öðlast einstaklingur dýpri skilning á sjálfum sér og öðrum. Námið ætti því strax í byrjun og gegn umgangandi, að fara fram í litlum hópum, þar sem fyrst og fremst er lögð áherzla á að efla skilning og að þroska hæfni sérhvers til samskipta. 2. Fyrirbyggjandi og fræðileg sálfræði a) öllum þátttakendum skyldi ljóst frá upphafi, að um bæði fyrirbyggjandi og fræðilega sálfræði sé að ræða. b) Bóknám: — I. Fyrir.- byggjandi starf. Hjálparstarf. Samskipti og samvinna í fyrirbyggjandi starfi. Fjölskylda, félagar, vin ir. Frelsi og sjálfsþroski. Á- hættuhópar og breyttir lifnað- arhættir. Samfélagið og geð- heilsa. II. Hópsálfræði (group dynamics), starfshópar, mann úðarsálfræði, existential-sál- fræði. Hópstarf: I. Notkun myndsegulbands til að gefa mönnum innsýn í eigið atferli í samskiptum við aðra. II. Leikir. Ýmiss konar leik ir, þar sem lögð er áherzla á tiltekna þætti samskipta og tjáningar: trausr, spenna, feimni, líkamleg starfsemi og tjáning sálarástands (með lík- amlegu atferli og orðfæring- um), sjálfsábyrgð, heiðarleiki o. fl. b) Hópstarf: — III. Umræð ur. Hversdagslegar skynjanir (í víðum skilningi) og hugmynd- ir þátttakenda um sjálfa sig og aðra, ræddar eins og verða vill. Ákjósanlegasta aðferðin er að þessi þáttur sé að sem allra minnstu marki fyrirfram skipulagður. Umræður. Rætt um efni fyrirlestra. Námsstarf: — I. Fyrirlestr- ar. Kennari og námsmenn flytja fyrirlestra um námsefn- ið. Slíkt framlag námsmanna skal metið sem hluti aðaleink unnar. II. Námshópar (seminar).— Rætt um námsefni, sem allir þátttakendur hafa kynnt sér. III. Ýmiss konar kynningar á sál- og geðlækningum. 3. Sál og geðlækningar a) Ágrip af sögu og þrðun sálfræði, gðelæknisfræði og Iækningaaðferða, fyrir daga Sigmund Freud. b) Freud, freudismi, neo- freudismi, ego-sálfræði — megintilgangur er að kynnast grundvallarhugtökum sálgrein ingar, og klíniskrar sálfræði. c) Staða sálfræði og geð- Iæknisfræði í dag. Tilraunastefna, atferlis- hyggja, klínisk stefna. Sómatísk og dýnamísk sjón armið. Geðlækningar, sállækning- ar, félagslækningar: Starfs- hættir og markmið. Sjúkdómshugtakið. Sjúk- dómsgreiningar. Staða sál- og geðlækninga sem vísinda. d) Stofnánir og starfsemi. þar sem sál- og geðlæknis- fræðikenningum og aðferðum er beitt. Spítalar, samfélags- lækningar o. fl. e) Samfélagið: Heildrænn skilningur á samfélaginu. Sál- greining og önnur félagsvís- indi. Félagsleg ferli og efna- hagskerfi. Firring. Hugmynda fræðileg réttlæting. Félagsleg- ur uppruni sálsýki og geð- Framhald á bls. 4. MEISTAM KVADDUR Steindór Steindórsson fer nú brátt að kveðja skólann. Blaðið óskar honum gæfu og gcngis.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.