Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1989, Síða 14

Muninn - 14.12.1989, Síða 14
des ræða formanns: 1. Ágæti skólameistari. Virðulegu kennarar. Nemendur og aðrir gestir. í dag er 1. desember. Og hvað merkir það í hugum okkar íslendinga? Vekur það okkur til umhugsunar að eitt árið enn er liðið síðan þessi litla þjóð varð fullvalda ríki í konungs- sambandi við Danmörku, eða finnst fólki þetta aðeins vera frídagur í skóla án þess að nokkur ástæða sé ljós? Nú er liðið 71 ár síðan sá atburður varð við stjómarráðshúsið í Reykjavík að fullveldi okkar varð að veruleika og við unnum merkan áfangasigur í bar- áttu okkar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það er sárt til þess að hugsa að við skulum ekki vera meðvitaðri um að einmitt þama er upphaflð að þeirri hagsæld sem, við búum við nú. Ungir íslendingar em komnir vel á veg að gleyma 1. desember, en ljóst má vera að þessi dagur væri fallinn enn dýpra í myrkur skuggans ef hann hefði ekki verið helsti hátíðisdagur stúdenta, sem þá hafa jafnan haldið miklar samkomur, sem hefur verið útvarpað í Ríkisútvarpinu. í skólan- um okkar hefur fullveldisins hins vegar verið minnst á hveiju ári frá 1918, framan af með sérstakri fullveldishátíð en síðasta aldarfjórðunginn hefur árs- hátíð skólans jafnframt verið 1. desem- ber. Það má því segja að þessar tvær menntastofnanir, Háskóli íslands og Menntaskólinn á Akureyri, hafl einkum haldið á lofti minningu dagsins. Ef til vill getur það hjálpað okkur nútímafólki að gera okkur grein fyrir því hve merkur áfangi var að öðlast fullveldi ef við lítum í kringum okkur og sjáum að nú, á allra síðustu vikum, hafa milljónir manna, sem í heimi nútímans búa rétt hjá okkur, verið að fá sambærileg réttindi þeim sem við náðum 1. desember 1918 og síðar með stofmm lýðveldisins 1944. Við verðum djúpt snortin þegar okkur berast fregnir af því að jám- tjaldið riðlast og múrar falla og þjóðir öðlast frelsi eftir áralanga áþján. En víst má telja að okkur gengi betur að slqmja og skilja þær tilflnningar sem bærast í hjörtum þessa fólks ef við geymdum í bijóstum okkar skýrari mynd af þeirri reynslu sem fólk varð fyrir hér á landi fyrir nákvæmlega 71 ári. Við höftim nefnilega ekki alltaf verið frjáls og við fengum ekld frelsi án fyrirhafriar. Við skulum vera minnug þess. Góðir gestir. Við minnumst fúflveldisins hér í kvöld og um leið er þessi samvera okkar árshátíð skólans. Huginn, Skólafélag Menntaskólans á Akureyri, hefur kappkostað að gera þennan dag eftirminnilegan og hér hafa margar hendur lagst á einn plóg. Án áhuga og samstarfs þeirra sem vettlingi geta valdið gæti svona samkoma ekki átt sér stað og Skólafélagið þakkar öflum þeim sem hér eiga hlut að máli. En þetta er ekki eina hátíðin á þessu skólaári, heldur aðeins sú fyrsta. Þetta er ekki eins og hvert annað venjulegt skólaár, því á vordögum verður þess minnst að liðin verða 110 ár frá stofnun Möðruvallaskóla og 60 ár frá því skólinn okkar varð mennta- skóli. Það sýnir okkur að við stöndum á gömlum grunni og sá grunnur er traustur. Við höfum því æma ástæðu til að vera í hátíðaskapi. Verum glöð á góðri stundu. Gleðilega hátíð. Ólafur Ingimarsson formaður Hugins 14 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.