Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1993, Blaðsíða 18

Muninn - 01.04.1993, Blaðsíða 18
KLETTASTRANDAR- KLÚBBURINN, SÓL, SANDUR, LÍKAMSRÆKT OC HEILSUFÆDI. Að afloknum lestri annáls úr menningarferð efstubekkinga til Portúgals, sem birtist í næstsíðasta tölublaði tímarits þessa, get ég vart orða bundist. Ég sé mig tilneydda til að lýsa yfir þeirri skoðun minni að ritarar annálsins hafi engan veginn verið starfi sínu vaxnir. Við lestur pistils þeirra dettur manni helst í hug að hér hafi verið um einhvers konar drykkju- og ólifnaðarferð að ræða, en eins og flestir vita fer því fjarri. Þó svo að annálsritarar hafi séð ferð þessa í gegnum nærsýnisgleraugu áfengisvímunnar, í stað hinna svörtu sólgleraugna sem flestir báru, þá var alls ekki svo um alla. Raunar fór þorri hópsins í heilbrigða vímu- og reyklausa menningar- og heilsuræktarreisu, eins og til var ætlast, þó svo að innan um og saman við hafi leynst svartir sauðir sem virtust misskilja tilgang ferðarinnar. Þar sem ég óttast að annállinn í næstsíðasta tölublaði Munins hafi vakið nokkurn óhug og kvíða í röðum þriðjubekkinga, sem næsta haust hyggjast halda í samskonar ferðalag, og þar sem mig grunar einnig að þeir foreldrar sem skrif þessi lásu liggi enn uppi á Fjórðungssjúkrahúsi í öndunarvél, hyggst ég nú gera nokkra bragarbót og hafa fáein orð um það hvernig ferðin kom okkur flestum fyrir sjónir. Við skulum byrja á hótelinu okkar, Clube Praia da Rocha (ath. prentviflu í næstsíðasta tölublaði, þar sem ritað var „Club" að engflsaxneskum hætti í stað „Clube" að portúgölskum hætti). Þetta var afar glæsflegt fimm stjórnu hótel, öllum þægindum búið. Ibúðirnar voru ákaflega hlýlega og smekklega innréttaðar, og skorti hvorki uppþvottabursta né ostaskera í eldhússkróknum. Starfshð hótelsins var mjög vingjarnlegt og ávallt til þjónustu reiðubúið ef eitthvað bjátaði á. Hreingerningakonurnar voru einstaklega skilvirkar („efficient"), unnu starf sitt af kostgæfni, og sáu tfl þess að aldrei skorti hrein handklæði eða salemispappír í íbúðum sveittra og magaveikra Islendinga. Öryggisgæsla á hótehnu var til fyrirmyndar, og sáu prúðir öryggisverðir, með hinn geðgóða Santos í fararbroddi, til þess að aðrir gestir héldu ekki vöku fyrir okkur Menntskælingum. Þar eð ég á annað borð er farin að nafngreina einstaka starfsmenn, langar mig að nota tækifærið og leiðrétta hinn 18 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.