Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 18
18
klárnura leiddist og þótti húsbóndinn sofa lengi, var hann vanur að koma til hans
og nudda snoppunni við fætur hans, eða öxlina, og vaknaði faðir minn jafnharðan
og þegar hann leit á úrið sitt, hafði hann sofið mest hálfa klukkustund.
Aðeins einu sinni sagði faðir minn að Blesi hefði hrekkjað sig dálítið.
Hann var þá prestur á Hólmum og hafði riðið út í Eskifjarðar-kaupstað og ætiaði
heim um kvöldið. Ljet hann Blesa eiga sig með hnakk og beizli og var hesturinn
ýmist að bíta þar í kringum búðina eða stóð og hvíldi sig. f>að var kominn háttatími
þegar faðir minn kom út með kaupmanninum, kvaddi hann þá kaupmann, lagði
upp tauminn á hestinum. sein hafði beðið með þolinmæði, eplir vanda, og ætlaði
að stíga á bak. En rjett. í sömu andránni kom maður úr hinum kaupstaðnum
með boð um að faðir minn kæmi þangað undir eins, því þar hafði manni orðið
snögglega illt, en hann var læknir. Faðir minn hljóp þangað, en skildi tauminn
eptir uppi á makka hestsins.
Að stundar korni liðnu korn faðir minn út aptur að taka Blesa, en hann
var farinn og sást til hans á veginum hinu megin fjarðarins. Kaupmaðurinn ljet
þá sækja föður mínum hest til þess að ríða heiin. f>egar faðir minn var kominn
upp fyrir Ilólinatind sá hann til Blesa, sem hjelt inn mýrarnar inn með sjónum.
Faðir minn hafði opt verið vanur að ríða þann veg þegar hann var að líta eptir
kópanót eða varpj. f>egar Blesi varð hans var, tók hann að herða ferðina, og
keppti við hann að verða ekki seinni heim, og komu þeir jafnsnemma í hlaðið á
Hólmum. Blesi Imeggjaði þá vingjarnlega og nuddaði sjer með hausnum upp við
hann, eins og hann væri að biðja hann fyrirgefningar. Sá faðir minn að hesturinn
inundi hafa skilið það svo, þegar hann lagði upp á hann tauminn og hljóp burt,
sem honum hefði verið gefið heimfarar leyfi og þessvegna lagt af stað.
AUÐUR minn var hvorki vakur eða fyrirtaks hestur að flýti, og það lá við
stunduin, að injer finndist ekki til um hann, þegar leið-spjátrungarnir þeystu
fram hjá injer á gæðingunum sínum. Jeg hef samt hugsað opt uin það síðan, að
jeg hefði heimskur verið, hefði jeg skipt á honum við cinhvern þeirra. Rauður
var þýður á brokki og þægilega síviljugur, hann var líka sá brekku-harðasti hestur,
sem jeg hefi þekkt og hraðasti á sundi, og auk þess þolinn mjög. f>et.ta eru allt
góðir kostir á hesti, en samt er það ekki þeirra vegna, að jeg minnist hjer á
Rauð, lieldur fyrir það hvað hann var skynugur og vegvís. Aldrei var svo diinmt
náttmyrkur eða svartur bylur, að Rauður rataði ekki, og aldrei var svo mikið
ofsaveður að hann stæði ekki og hjeldi stefnunni, hvort sem það var beint í veðrið
að sækja eða á hlið við það. f>egar hina óttalegu fellibylji gjörði undir Esjunni,
sem fátt stóð fyrir, tók Rauður ávallt eptir þeim af þytnum í fjallinu, þó jeg
yrði þeirra ekki var; stóð hann þá allt í einu við og sneri sjer beint undan veðrinu,
en jeg lagðist frarn á makkann og hjelt mjer uro hálsinn á klárnum, þangað til
svipurinn var rokinn hjá. Einu sinni var það, að jeg gat með vissu sagt, að jeg