Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 33
33
Múnkasaga frá sjöttu öld e. Kr.
>.ÖTj.ustinian hinn mikli, sem var keisari í Konstantinopel á 6. öld e. Kr. Iiaföi
ásett sjer að reisa kirkju eina, fegurri og dýrðlegri en allar aðrar kirkjur
kristinna manna.
|>að var hið rnesta störvirki. Menn urðu að ilytja marmaraheilurnar
langan veg og vegurinn var illur yfirferðar og þannig liðu mörg ár áður enn
kirkjusmíðið var á enda. fín að lokum hafði hugvit og snilli byggingameistaranna
unnið frægan sigur og nö stóð Aja Sofia, kirkja hinnar himnesku spcki full-
gjörð í ölluin sínum Ijóma.
[{eisarinn var hinn kátasti, og öllum borgarbúum þótti það hinn mesti
sdmi fyrir borgina að slíkt skrauthýsi var reist, fegurra en allar aðrar kirkjur og
þetta musteri drottins áttu menn að þakka atorku og þreki keisarans. Kirkju-
vígslan átti fram að fara og keisarinn ætlaði sjálfur að vígja kirkjuna og uppi
yfir höfuðdyruin hennar haíðj hann látið rita þessi orð: „Musteri þetta reisti
.lustinian hinn mikli drottni hinum mikla til lol's og dýrðar“.
|>að var kominn vígdsludagurinn. Menn hringdu öllum klukkum borg-
arinnar og allir voru hinir kátustu. Keisarinn ók til kirkju í gullbúnum vagni,
en þegar hann kom að kirkjudyrunum, þá voru orð þau horfin, sem áður stóðu
yfir dyrunum, en í þeirra stað voru komin þessi orð:
„Brjóstgæði Evfrasíu haf'a reist hús þetta drottni til vegs og dýrðar“.
Allir urðu forviða og hver spurði annan hvernig á þessu gæti staðið.
Menn gátu ekki skilið að nokkur gæti verið svo djarfur að vilja svipta keisarann
þeim sóina, er honum bar, eða hafði einhver guðleg vera ritað orð þessi yfir
kirkjudyrnar.
f>á gekk erkibiskupinn fram. Hann hugði vandlega að letri þessu og mælti:
J>etta er ekki ritað með mannahöndum. þetta er ritað fyrir tilhlutuil hins
hæðsta, sem ljet rita lögmálið á tvær steintöflur og orðin meiie tekel liplliirsill
á hallarvegginn hjá konunginurn í Babýlon.
En keisarinn þykktist við þetta og vildi ekki vígja kirkjuna fyr enn mál
þetta liafði verið rannsakað.
f>að sem þá fyrst var að gjöra var það, að finna þessa Evfrasíu, sem
átti að hafa geíið meira til kirkjunnar enn sjálfur keisarinn. Evfrasíu var leitað
meðal hinna voldugustu og auðugustu þegna keisarans, en enginn vissi þar neitt
um hana. Loks fundu rnenn hana þó í einuin afkyrna borgarinnar; hún var
fátæk og umkomulítil ekkja. Fyrir framan húsið hennar var brött og grýtt brekka,
injög ógreið yfirferðar. En var það þá mögulegt að það væri hún? Hún átti
þó hvorki gull nje silfur.