Heimilisblaðið - 01.07.1922, Síða 1
Qxþxá
Q
Seint kemur vorið og seint grœnka hlíðar,
Seint laufgast bjarkirnar smáar, en fríðar:\
lsinn er nœrri, því kulið er kalt,
kyrkingur hlegpur í gróðurlíf alt.
Hvað er um andlega, eilí/a vorið?
Ekki’ er þvi sýnum mun léttara’ um sporið.
■^ndkaldur heimurinn andar því mót,
aUvtða gróðurinti visnar að rót.
Erotlinn, þú vorsins og vaxtarins herra,
Vorgróðans eyðendur láttu nú þverra!
Eermdu nú hjörtun og vermdu nú láð,
Vorgróðans höfundur! sigrandi náð.
Láttu nú ríki þitt koma með krafti,
kfaftur þinn svifti af tungunni hafti.
Eáttu nú hvetja mót lífinu spor
Lfgjarna œskuna, þjóðlífsins vor!
'——
B. J.
fjaningav Liflsins,
Ehigleiðing fhill á funcii K. F. U. M. í maím. 1922].
»0g
er hann gekk fram hjá, sá hann
Wann, sem var blindur frá fœðingu. Og
œrisveinar hans spurðu og sögðu: Rabbí,
Vor hefir syndgað, þessi maður eða for-
eJdrar hans, að hann skyldi fœðast blindur ?
esús svaraði: Hvorki syndgaði hann né
foreldrar hans, heldur er þetta til þess, að
Guðs verk verði opinber á] hoiium (Jóh.
9, 1.-3).
Eg legg fyrst megináherzluna á spurn-
ingu lærisveinanna: »Rabbi, hvor hefir
syndgað þessi maður eða foreldrar hans,
að hann skyldi fœðast blindur 9« Þessi
spurning er eðlileg í munni Gyðingsins,
sem er sannfærður um endurgjaldshug-
myndina, og hefir að erfðum fengið þá
kenningu, að »syndir feðranna komi niður
á börnuuumcc.
Hvað sjáum vér á bak við þessa spurn-
ingu? Vér sjáum hér undrunina yfir því
að ungur maður skuli liða þá sáru nevð
að vera sviftur blessun sólargeislanna, og
geta ekki notið þess fegurðaryndis, er mætir
sjónum hins heilskygna manns, er hann
leiðir sjónum náttúruna, hið dýrðlega Guðs
náðar listaverk. Það er sem vér heyrum
þunga undiröldu að baki þessarar spurn-
ingar, heyrum óminn af andvörpum þeirra,
sem um aldaraðir hafa glímt við gátuna
þyngstu, er vaknarí brjósti hugsandi manns:
Hvernig stendur á neyð og þjáningum hins
saklausa? Er nokkurt réttlæti sem ræður
í slíku? Þessi örðuga spurning hefir
einatt valdíð mér áhyggju og kvíða. Eigi
svo mjög sjálís mín vegna. Eg hefi smám
saman lært að leggja fyrir Guð öll þyngstu
viðfangsefnin mín. Það er ekki hræsnarans
lítillæti sem leggur mér þessi orð á tungu.
Nei, það er bókstaflega satt, að eg get ekki
með skynsemi minni svarað öllum spurn-
ingum, sem lífið leggur fyrir mig. Ef eg
segði annað, bæri það vott um hræsni eða
þá yfirlæti. Og sannarlega ber oss fyrst og
fremst að vera auðmjúk fyrir Guði.