Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1922, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.07.1922, Blaðsíða 15
IIEIMILISBLAÐIÐ 95 »Af mér, pabbi«, greip Vivien fram í og benti á demantinn, sem nú hékk aflur um háls henni. »Eg elti manninn og náði honum og lókst að ná af honum demantinum; ann- ai's eru þeir nú vanir að lleygja þýfinu frá ®ér, til þess að ekkert finnist hjá þeim, og af þvi að slolni demanturinn fanst hjá mér, þá er ógn sanngjarnt, að eg væri grunaður«. »Nú skil eg, hvernig í öllu liggur«, sagði lávarðurinn og gletnin skein út úr honum, ))0g rétti maðurinn hvarf úl í bláinn, get °g hugsað mér, því að þér létuð hann auð- vitað leika lausum hala«, sagði hann hlæj- andi. ^Það var þá lán, að mig bar hérna að. Eg var á heimleið úr gildishúsinu mínu °8 þegar eg fór hérna um, þá datt mér í hug að taka dóttur mína með mér; vagn- lr)n minn er hérna fyrir utan, viljið þér ekki koma heim með okkur? Eg hefði fíaman af að spjalla dálítið við yður«. »Eg kann yður beztu þakkir, Purfleet lá- varður«, svaraði Brian, og þó að lotningar- kreimur væri í málrómi hans, eins og til- hlýðilegt er, þegar ungur maður á tal við Ser eldri mann, þá var þó eins og hánn væri að tala við jafningja sinn. Darnleigh gekk nú til Brian dálítið rjóð- ur °g allfeiminn. Hann stóð heldur ekki sv° vel að vígi, þar sem hann hafði gert S1g sekan í þessum leiðinlegu misgripum. »Mig tekur það nijög sárt«, sagði hann hæversklega, eins og hann væri Brian gam- Mkunnugnr, »þelta leiðinda-atvik er ein- göngu mér að kenna, eg bið yður afsök- unar og vona, að þér fyrirgefið mér«. En ekki rétti hann honum hönd sína, það niundi hafa verið of lægjandi fyrir hann, heldur hneigði hann sig hæversklega og þeirri hneigingu svaraði Brian brosandi með annari til. »Auðvitað geri eg það, Darnleigh lávarð- Ur, því eins og eg sagði áðan, þá voru þetta alveg náttúrleg misgrip. Góða nólt!« sagði Erian svo að lyktum og veik sér við og hjóst til broltfarar. En nú gekk lafði Vivien fram og sagði roðnandi. »Oss öll tekur mjög sárt, að þessi misgrip skyldu verða, hr. Aden, og eg er yður næsta þakklát l’yrir það, að þér höfð- uð uppi á demantinum mínum; móðir mín átti þennan skartgrip og mér var sárt um að missa hann. Það er yður að þakka, að eg hefi fengið hann aftur — svo kann eg yður beztu þakkir«. IJelta sagði hún af því að hún hafði hug- boð um, að þó Brian væri yfirlættslaus i klæðaburði, þá mundi þó eitthvað mikið búa i honum og ekki minkaði forvitni hennar við það, að faðir hennar heilsaði honum svona alúðlega. Nú rétti hún hon- um höndina, yndisleg í hreyfingum, og Brian tók i hönd henni og hneigði sig nið- ur að henni um leið og mælti rólega; sÞað gleður mig, að eg gat fært yður skartgripinn yðar aftur« og svo hneigði hann sig aftur og færði sig fjær, en þá stöðvaði Puríleet lávarður hann og mælti: »Það er satt, Aden, eg er búinn að lá bréf yðar um þelta útflutníngsáform og eg vil svo gjarna eiga tal við yður um það. Viljið þér ekki koma heim til mín annað kvöld? Eg hygg, að eitthvað megi gera í þvi máli«. »Mér er sönn ánægja að koma heim til yðar«, sagði Brian. »Eg vona, að við liittumst þá annað kvöld«, sagði lávarðurinn. Brian hneigði sig og fór leiðar sinnar. Þjónninn opnaði fyrir honum allravirðing- arfylst og stóð þarna keikur, eins og Brian hefði verið einn af hinum tignustu gestum í húsinu. * Lot'aðu litlu, cn gcrðu mikið, Morgunstunil ber gull i mund. Peir lifa lengi, scm með orðum cru vcgnir. Kapp er bezt mcð forsjá. Tungan er ekki slál, cn þó sker hún. Von er draumur vakandi manns. Dýrð heimsins dvínar. Hugsaðu til hvíldar, en hallu áfrain vcrkinu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.