Heimilisblaðið - 01.07.1922, Blaðsíða 14
94
HEIMILISBLAÐIÐ
sagði, að hann ætti bæði konu og börn«. —
»Já, einmill það sagði einhver háðslega,
það er gamla sagan, það segja þeir altaf«.
»Já, en þessi gamla saga er altaf sönn«,
svaraði Brian hvatlega, »eg hygg hann hafi
sagt satt og eg er sannfærður um, að þcr
hefðuð líka látið hann fara, ef þér hefðuð
séð framan í hann. En ábyrgðinni verður
ekki varpað á hann einn«, sagði Brian
ennfremur og leit í augu stúlkunnar, sem
nú hlustaði grant eftir þvi, sem talað var.
»Hafið þér aldrei hugsað út i það, ungfrú,
að þér getið freistað þessara fálældinga,
scm búa við sult og seyru, til að grípa
demantana, með því að láta þá skina í
augum þeirra svona ónærgætnislega, þvi að
fyrir einn slíkan demant gela þeir auðvit-
að keypt nægilegt viðurværi handa sér og
lítlu börnunum sinum lil langs tíma«.
Áhejrrendunum hnikli svo við þetta, að
þeir gátu ekkert sagt og blóðið hljóp fram
í kinnar hinnar ungu hefðarmeyjar; en
ekki leið á löngu áður en hún mætti mæla.
Hún dró andann djúpt, og þó að hún væri
lágmælt, þá gátu þó allir heyrt, hvað hún
sagði.
»Hann hefir algerlega rétt að mæla; eg
heíi aldrei hugsað út í þella«.
»Nei, heyrðu mig nú, lafði Vivien«, sagði
Darnleigh lávarður, »þetta er samskonar
þvættingur og hann fór með áðan«.
»Hann er auðvitað samsekur hinum«,
kallaði þá stór og feitur maður upp, og nú
sló í ákafa brýnu með og móti. í sömu
andránni gekk lögreglumaður inn i forsal-
inn og Darnleigh lávarður veik sér að hon-
um hvatlega.
^Þessi maður þarna hefir stolið demant-
inum, við fundum hann hjá honum —«.
»Einmitt það, herra lávarður«, sagði
lögregluþjónninn, hann þekti lávarðinn,
»þér viljið þá eftir þvi láta taka hann fast-
an?«
En áður en Darnleigh fengi svarað, ruddi
roskinn maður sér inn i mannþröngina;
hafði liann komið utan af götunni, þó að
enginn tæki eftir honum; hann gekk beint
þar að, sem þeir stóðu lögregluþjónninn og
Brian. Hann leit á þá á víxl dálitið kimi-
leitur. Betta var Purfleet lávarður, faðir
Vivien.
»IIvað er hér um að vera, Vivien?« spurði
hann, eins og hann væri að gera að gamni
sínu, þvi að lávarður var ekki að eins við-
urkendur stjórnmálamaður og trúnaðar-
ráðgjafi konungs, he/dur var hann flestum
mönnum fyndnari og gamansamari. »Hefir
hér orðið slys eða eldur kviknað i húsinu?«
sagði hann.
Svo kom hann auga á Brian og þekti
hann og þá varð hann allur annar á svip-
inn. —
»Nei, gott kvöld, Aden!« kallaði hann
upp og rétli fram höndina. «Eruð þér að
halda eina af yðar alkunnu samkomum
hér? Eða er það máske eitthvert mannúð-
armál, sem hér er um að ræða?« og leit
brosandi til lögregluþjónsins.
Þó að eldingu hefði lostið niður í þenn-
an vel búna skara, þá hefði hún ekkí get-
að komið flatara á þá en þetta, sem lá-
varðurinn sagði. Það varð steinhljóð, og
þegar lávarðurinn var búinn að taka þétt-
an í hönd Brians, þá leit hann til beggja
hliða með kímnishros á vörum.
»Það er útlit fyrir, að hinn ungi vinur
minn, hr. Aden, hafi á einhvern hátt gert
þá alla rammforviða«, sagði hann, »hann
hefir máske haldið tölu fyrir þeim um alt
það vanrétti, sem fátæklingarnir verða að
þola«.
Af því að enginn svaraði, þá brosti Brian
og leit rólega á lávarðínn.
»Þér komuð hingað á mjög tvísýnu augna-
bliki, að því er mig snertir, Purfleet lávarð-
ur, eg er sem sé kærður fyrir þjófnað«. —
»Ó, bull«, sagði lávarðurinn og hló »það
hafa orðið misgrip — anðvitað«.
»Já, en ógn skiljanleg«, sagði Brian »og
það er eingöngu sjálfum mér að kenna. Eg
gekk fram hjá af hendingu, þegar þessi
hópur karla og kvenna stóð á gangstéltinni
og beið eftir vögnunum sínum og svo kom
þjófur og hrifsaði demantinn«.