Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1923, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1923, Síða 10
42 HEIMILISBLAÐIÐ áfram vingjarnleg'. Brian var alt annað en hég'ómagjarn, og laus við að vera upp með sér; en hann fann það greinilega, að hún hafði hug á honum, og það var meir en tízku- kurteisi, sem hún sýndi honum. Hún lét sér eigi nægja að heilsa honum með því einu að hneigja höfuðið, og hefði það þó verið full- nóg; hún var þar að auki ein eftir í herberg- inu til að tala við hann; hún kom fram við hann eins og þau væru bæði jafntígin, gleymdi því alveg, að hann var verkamaður með fátækum verkalýð, mintist þess ekki, að hún var hágöfug hefðarmey, dóttir ráðgjaf- ans og lávarðsins Purfleet. Af þessu réð hann, að undir hinum ytra hefðarhætti og' hofmensku, sem hún lét blasa við öðrum, bærðist ástríkt og hlýtt hjarta. En svo hvarflaði hugur hans frá Vivien til annarar ungrar stúlku, sem hann hafði fyrir skemstu átt saman við að sælda. En hvað þær voru gagnólíkar að flestu! En þó voru til þeir drættir í lundarfari Myrtle, sem svipaði til þess, er hann fann hjá Vivien. Unga stúlkan í Digbystræti átti í vök að verjast. Drykkjudrósin hans Giggles elti hana á röndum, einmitt sú, sem átti að varð- veita hana, og vildi toga hana út í svívirð- una; en sú unga stúlka var fyrir sitt leyti jafn metnaðarmikil og tilfinninganæm sem hin tigna, lávarðsdóttir. Hann varð áhyggjufullur, þegar hann hugs- aði til hennar. Hvernig átti hann að hjálpa henni? þessari spurningu var hann að velta fyrir sér, þar sem hann reikaði áleiðis til hins dapurlega herbergis síns í Ferjustræti. Hann 'var að velta þessu fyrir sér þangað til hann datt út af og sofnaði, og hið sama kom í huga hans, þegar hann vaknaði morgun- inn eftir; hann vildi nú ekki almennilega kannast við þetta fyrir sjálfum sér; en hann var svo sokkinn niður í að hugsa um hina ungu stúlku, og svo hugsjúkur út af forlög- um hennar, að hann gat ekki um annað hugsað. Loks ásetti hann sér að ganga um Digby-stræti og spyrjast fyrir um hana og vita, hvort nokkuð væri hægt að gi'eiða fyr- ir henni; en meðan hann var að borða morg- unmatinn, kom til hans drengur nokkur úr kvöldskólanum, þar sem Brian kendi, og flutti honum þau tíðindi, að „nú væri pabbi aftur kominn í slæmt horf“. Brian skildi, hvað hann átti við, og gékk þegar áleiðis til kofans, þar sem faðir drengsins átti heima. Hér var við drykkju- skapinn að eiga, maðurinn var orðinn ræfill af ofdrykkju; Brian hafði gjört sér alt far um að koma honum á réttan kjöl; nú vissi hann, að þessi vesalings maður mundi vera að fram kominn. Hann var svo hjá drengn- um, þangað til faðir hans var dáinn; að því búnu gekk hann inn í kaffihús og drakk sér eitt glas af heitri mjólk, tók sér bað og gekk svo yfir í Digby-stræti. Klukkurnar hringdu til kvöldguðsþjón- ustu; Klara og Myrtle sátu um þessar mund- ir úti í skóginum og hlustuðu líka á klukkna- hljóminn. Hefði nú Brian líka vitað það! Veitingahúsin voru opin; ungir menn og ung- ar konur gengu fram hjá honum á leið til kirkjunnar. Tunglið skein ofur rólega og hlutdrægnislaust á kirkjufólkið og á þá, sem voru úti að skemta sér, og á þá, sem sátu og drukku á veitingahúsunum. Brian var gagn- tekinn af hinni ævarandi baráttu milli ills og góðs. Hvað var eiginlega öfugf í heiminum, fyrst það var svo tiltölulega sjaldgæft, að hið góða bæri fyrir augu manns, en hið illa hefði hvarvetna yfirhöndina Hurðin á nr. 102 í Digby-stræti stóð í hálfa gátt. Brian gekk inn og drap á dymar að her- berginu, þar sem hinn afdrifamikli viðburð- ur gerðist kvöldið áður. Einhver svaráði inni fyrir: „Komdu inn!“ þá sér hann hvav gamall maður lotinn situr við eldinn; hami var þreytulegur og niðurbeygður að sjá. Giggles veik höfðinu við, bar hönd fyrir augu sér og leit til Brians. „Eg heiti Aden“, sagði Brian, og tók þeg- ar til óspiltra málanna, „eg var hérna stadd- ur í gær, þegar dóttir yðar —“. „Eg veit það“, sagði Giggles hóglátlega, „gjörið svo vel að fá yður sa;ti“.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.