Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1923, Side 14

Heimilisblaðið - 01.03.1923, Side 14
46 HEIMILÍSBLAÖIB ekki að neinu haldi, eg á við leit okkar beggja. þér ættuð víst heldur að leita til lög- reglunnar". Brian beit á vörina og leit niður fyrir sig, undan hinu hvassa augnaráði vinkonu sinnar. „Nei, eg vil ekki fara til lögreglunnar enn sem komið er“, sagði hann. Brian gekk nú um göturnar langt fram á nótt, og kom aftur snemma um morguninn; hann leitaði bæði líklega og ólíklega; einu sinni var ekki nema götulengd á milli hans og heimilislausu stúlkunnar, sem hann var að leita að; hann hefði líka leitað næstu nótt, ef ekki hefði staðið svo á, að hann þurfti að halda fund, sem stóð í sambandi við útflutn- ingsfrumvarpið hans; þess vegna varð hann að hætta við leitina fáeina klukkutíma. Fundurinn var haldinn í óþrifalegum sal í Southwork; hann var þar alkunnur að nafni, og salurinn var orðinn troðfullur af fólki, þegar hann kom fram í dymar. það var hálf- dimt í salnum, loftsmugur fáar og flestir karlmenn voru reykjandi, sem þar sátu inni; þar voru og nokkrar konur, með smábörn á höndum. Brian var fagnað með húrrahrópi; hann gekk að ræðustólnum og hóf máls sam- stundis. Hann var ræðumaður að upplagi; mál hans rann sem ránarfall og orð hans voru snjöll og hittu það, sem hann hæfði til, og hann gerði aldrei þá útúrdúra, að jafnvel hinn fá- kænasti maður gæti eigi skilið, hvað hann fór. Hann byrjaði talsvert dræmt, og var fremur lágvær, af því að hann var þreytt- ur og hugdapur mjög; en því lengur sem hann talaði, því meira fjör og kapp vakti umtals- efnið hjá honum; það var eins og áheyrend- ur hans rafmögnuðu hann, svo að hann sigr- aðist á allri þreytu. Hann varð hámæltari og skýrmæltari, og orð hans gengu augsýnilega fólkinu til hjarta. Var aftur og aftur hróp- að húrra, svo urðu menn hrifnir. þegar hann svo loks fór að tala um þá tíma, er þeir áttu í vændum hinum megin hafsins, þá spruttu sumir karlmennirnir upp úr sætum sínum og svöruðu honum stórhrifnir. þegar ræðunni var lokið, var Brian fölur, og stórir svitadropar hrundu af enni hans, en áheyrendurnir voru alt af hjá honum, og þegar hann steig niður úr ræðustólnum, þá flyktust þeir um hann, og vildu helzt ekki láta hann frá sér fara. Karlmennirnir tóku í hönd honum og konurnar litu til hans með ást og lotningu, og var sá þöguli vottur mörg- um orðum mælskari og skýrari. Loks tókst honum að komast út undir bert loft; nam þar vagn staðar við götuhomið, og hjá honum stóðu heldri maður og kona; en Brian tók ekki eftir þeim, því að leitin að Myrtle var nú aftur búin að fylla huga hans, svo vonlaust sem það þó virtist vera að leita hana uppi. En um leið og hann gekk fram hjá vagninum, lagði einhver hönd á armlegg' hans og sagði með málrómi Pui’fleets lá- varðar: „Bravó! Aden!“ ^innuleijsi. Móse sagói ísraelsmönn- um þetta, en þeir sintu honum ekki sökum hug- leysis og vegna hins þunga þrældóms. (2. Mós. 6., 9.). Móse flutti lýðnum orð Guðs, dýrðleg fyrirheit um frelsi, frið og gleði og hvers- konar andlega meinabót, en þeir sintu hon- um ekki. Rödd Móse er að visu hljóðnuð; en þó hljómar orð Guðs enn um frelsi, frið og gleði. En sinnir þú þvi nokkuð? Eða hví gerir þú það ekki? Hví eru þeir svo margir, sem heyrandi heyra ekki? Mundu ekki orsakirnar vera hinar sömu nú, sem þá? Andlegt sinnulegsi.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.