Heimilisblaðið - 01.08.1923, Page 3
HEIMILISBLAÐIÐ
99
°g daglegri iðju og trúna eða sannfæring-
una um alveg sömu þörf og nauðsyn henn-
ar og daglegs brauðs.
En hafi einhver í bernsku og æsku ekki
borið gæfu, eða ekki haft vit eða vilja til
að taka svo góðu uppeldi í þessu efni, sem
vera bar og þurfti, þá á hann, þegar hann
eldist og kemst til vits og ára, að uppala
Slg sjálfur til skemtilegs lífs, láta ham-
lngjuþrána knýja sig til að fylgja röddu
samvizkunnar, yfirbuga alla ólánsleti, hafna
adri heimsku og ómensku og búa sér og
öðrum marga ög mikla og verulega góða
skemtun daglegs lifs, sem fylgir iðjuseminni.
[Niðurl. næst].
■£§ólcLxla£lSVÍS%ZPo
(2. jttlí 1923).
Blessuð fósturfoldin mín,
fögur ertu að líta,
þegar sumarsólin skín
síð á tinda hvita,
og á grænan gróðurhjúp
gnúpa rnilli og stranda,
og i munkyrt marardjúp
milli nesja-sanda.
Ó, hve heitt eg óska þá,
að í mínu geði
skina mælti ætíð á
æsku, frið og gleði.
Eg á marga mynd af þér,
móðir tignarbjarta,
þessi. mynd þó ávalt er
inst í mínu hjarta.
fí. J.
^aggan Qg l^isian,
(Pýtl úr pijzku).
Margur er hvilustaður mannsins hér á
jörðunni og enginn er sá, er ekki þekkir
tvo hina mikilvægustu. Annar hvílustaður-
inn stendur þar sem lifið byrjar, hinn við
enda þess. Mjög ólíkur virðist tilgangur
þeirra — jafnvel algerlega gagnstæður, og
samt sem áður eru þeir skyldir.
Bæði vaggan og kistan eru smíðaðar úr
viði. 1 skóginum var einusinni tré, sem við-
urinn var höggvinn úr. Frjálslega breiddi
hið skrúðgræna tré út greinar sínar og oft
ogtíðum skeði það, að þreyttur ferðamaður
kom og leitaði sér hvíldar og svefns við
rætur þess. Að lokum var svo þetta tré felt
og bútað í sundur í stærri og smærri búta
og unnið úr þeim á vinnustofu. Ef til vill
var og smiðað úr sama trénu vagga og
kista. Vagga og kista — báðar uxu þær
þannig einusinni saman sem eitt skógartré
og höfðu fuglar loftsins yndi af því að leika
sér á greinum þess.
Báðar íklæddust þær sínum blóm- og
laufskrúða á vorin, en fölnuðu aftur með
haustinu. Báðar voru þær feldar með hinni
bitru skógaröxi, eða af vindinum. í þeim
báðum sefur maðtir. í báðum er hvild og
frið að finna. Hversu saklaust liggur ekki
hið litla jarðarbarn í vöggunni sinni. Eng-
in neyð þrengir að því. Heiður og skir er
lífshiminn þess. Er því öðruvisi varið með
kistuna? Maðurinn sefur einnig í henni og
hefir þar eigi lengur neina byrði að bera
og engin neyð þrengir lengur að honum.
En samt er svefn mannsins í kistunni frá-
brugðinn svefni hans í vöggunni að því
leyti, að í kistunni er hann órjúfanlegur,
draumlaus og iskaldur.
Hvorki stigum vér sjálfir í vögguna eða
kistuna. Vér erum lögð í þær, því vér er-
um hjálparlaus og veikbygð, er vér sitjum
í skauti móður vorrar. Frá henni fáum vér
alt það er vér þörfnumst — einnig hvíld-