Heimilisblaðið - 01.08.1923, Side 4
100
HEIMILISBLAÐIÐ
ina. Hversu mjúklega hefur hún eigi barnið
sitt úr skauti sér og leggur það með ástúð
í vögguna. — Með dauðanum verðum vér
stirðir og fölir og kraftar vorir og hreyflng
þrýtur. Nú erum vér lögð í kistuna, því
nú getum vér ekki lengur lagt oss sjálfir
til hvildar.
Vaggan og kistan — við þær báðar er
grátið. Allir kannast við gleðitárin, sem
speglast í augum föðursins og móðurinnar,
er þau horfa á vöggu barnsins síns. Allir
kannast og við tárin, sem glitra i augum
barnsins, er það stendur við kistu föður
síns eða móður. Foreldrarnir leggja barnið
sitt í vögguna og vanalega leggja börnin
foreldra sina í kistuna.
Vaggan og kistan — við báðar er vonað.
Björt von ris í brjóstum foreldranna, er
þau standa við vöggur »augasteinanna«
sinna. Þau biðja og vona, að þeim megi
auðnast að ganga lifsbrautina með þeim,
þar til dauðinn lætur vegi skiljast. Þau
þrá að geta lifað í innilegu sambandi við
börn sín. En í dauðanum verður skilnað-
urinn. En vér vonum og treystum að ást-
vinur megi sjá ástvin sinn á hæðum og að
þeir þurfi eigi lengur að bera kvíðboga
fyrir skilnaði — og þessi von er við kist-
una huggun vor, atkeri vort og frelsisstjarna.
Vaggan og kistan — við þær báðar er
beðið. Heilagar óskir, hugsanir og tilfinn-
ingar bærast í brjóstum foreldranna og þær
stíga til himins, er þau standa við vöggu
hins saklausa barns síns. Þau biðja Guð
um hamingju og blessun fyrir það. Vér
biðjum og fyrir hinum andaða manni, að
hann fái mildan dóm, himnafrið og sælu.
Vér biðjum og íyrir oss um vizku í lífi og
dauða.
Vaggan og kistan — sífelt munu þær
bera menn í skauti sínu. Æ! hversu oft
standa þær eigi skamt hver frá ann:
ari! Stundum er aðeins eitt stundarkorn á
millum þeirra. En hvort sem það er nú
stutt eða langt á milli þeirra, þá eru þær
báðar vöggur, önnur er: vagga, sem til-
heyrir hinu jarðneska lífi, hin er: vagga,
er tilheyrir því himneska.
Friðjón Krisljánsson.
fiséin ab veTÍa vi1\ut.
Mayer Anselm Rotschild, ættfaðir
Rotschildanna, var fæddur í Frankfurt 1747
af fátækum foreldrum, en dó 1812 og var
þá orðinn auðugur maður og eigandi stór-
banka. Hann lét eftir sig skrifaðar »reglur«,
sem hann hafði nákvæmlega fylgt og höfðu
orðið honum til svo mikillar blessunar.
Sonur hans, James barón, lét prenta þær
og hengja upp í aðalskrifstofu Rotschild-
anna. Reglurnar hljóða svo:
1. Athugaðu vandlega, hvaða málefnum þú
hefir mestan áhuga lyrir.
2. Hugsaðu mál þitt vandlega. Taktu
siðan skjóta ákvörðun.
3. Starfaðu öruggur að áhugamálum þín-
um.
4. Vertu þolinmóður, þegar á móti blæs,
og veittu erfiðleikum djarflega mótspyrnu.
5. Réttlæti sé þér heilagt.
6. Segðu aldrei ósatt i verzlunarefnum
þínum.
7. Vertu ekki hikandi að offra peningum,
þar sem það er hyggilegt.
8. Treystu aldrei tækifærishepni.
9. Notaðu tímann vel.
10. Gerðu þér ekki far um að sýnast
meiri en þú ert.
11. Láttu aldrei hugfallasl. Starfaðu óaf-
látlega. Þá geturðu verið viss um, að þú
kemst vel áfram í heiminum.