Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1923, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.08.1923, Blaðsíða 6
102 HEIMILISBLAÐIÐ ist þér of mikið eða þér vinnið of mikið; það tjáir ekki, þó þér viljið ekki kannast við það, því eg sé það svo greinilega, að þér slitið yður út; það er óttalega þreyt- andi þetta ritstarf, og allir þessir fyrirlestr- ar, sem þér haldið, bæta auðvitað ekki um, þér farið alveg með yður, Aden«. Brian fann sökina hjá sjálfum sér; því það var hvorki líkamleg né andleg ofraun krafta, sem hafði dregið svona úr honum dáðina, heldur var það hjarta hans, sem kvaldist, en við því var enga bót hægt að fá. »Mér líður mæla vel«, sagði hann, »en hvað er það þá,' sem þér viljið fá mig til að gera?« »Eg hefi í hyggju að bera nokkrar aí fyrirætlunum yðar fram í þinginu, og þess vegna vil eg biðja yður að gefa mér upp nokkur atriði þeirra. Pað eiga að vera stað- reyndir, en ekki hugsjónir — staðreyndir einar viljum vér hafa, það er hið eina, sem hægt er að berja inn í höfuðið á þeim«. 'wÞað skal eg gera«, sagði Brian alvar- legur. »En þér verðið að hafa úr miklu að moða — skýrslur verzlunarmálaráðuneyt- isins og því um líkt«. »Þær get eg nú víst útvegað mér«, sagði Brian. »Eg er nú þegar búinn að útvega talsvert af þeim«, sagði lávarðurinn, »það eru þær, sem liggja þarna í horninu«. »Ef þér viljið senda þær heim til mín«, sagði Brian; hann hugsaði sig lítið eitt um, og fékk honum síðan utanáskrift sina, »eg bý í nr. 86 í Ferry-stræti, Pentanville«. Lávarðurinn tók eftir, hve hikandi hann var og brosti dálítið gletnislega. »Eg skil það«, sagði hann, »það er ein stofa, og þar að auki all-léleg stofa; þar sitj- ið þér stundum og skrifið alla vetrarmán- uðina svo, að þér leggið ekki vitund í, og við ógn kotungslegan steinoliulampa, en kolin eða olíuna sendið þér til fátækling- inganna í kjallaranum eða uppi á efsta loft- inu. Nei, þangað sendi eg ekki þessi skjöl. Þér getið komið hingað og skrifað hérna. Og þér þurfið ekki að þakka mér fyrir það, það var eklci eg sem var svo ibygginn að finna upp á þessu, það var Vivien og enginn annar; hún hefir eins og svo marg- ar konur auga fyrir þessháttar smámunum innanhúss. Eg nota þessa stofu mjög litið, og þó að eg gerði það, þá væruð þér ekki fyrir; við látum setja borð hingað inn. — Maldið nú ekki í móinn. Það er líka einmitt mín vegna, að eg vil fá yður hingað; eg þarf alt af að vera að spyrja yður um eitthvað og langar ekki að fara í hvert skifti út í Ferry-stræti til þess«. »Nei, því get eg ósköp vel trúað«, sagði Brian hlæjandi. »Já, þarna getið þér séð stofuna«, sagði lávarðurinn. »Hve nær getið þér komið? Á morgun?« Brian kinkaði kolli við þvi, en ekki leizt honum sem bezt á þessa ráðslöfun, hann vildi halda frelsi sínu og kærði sig ekki um að venja sig á munað; en honum var ó- mögulegt að hafna þessu boði. Og rélt í því er hann ætlaði að fara, kom þjónn inn og sagði: »Teið er komið á borð, lávarður!« Purfleet lávarður tók Brian umsvifalaust undir hönd sér og sagði ósköp blált áfram: »Ivomið nú með mér«. Brian leit á fötin sín, þau voru orðin snjáð, hann hafði verið í þeim úti i úlls- konar veðurlagi og öll þörf var á að pressa þau að n^'ju; hann var á þykkum verk- mannastígvélum, og samsvöruðu þau ekki sem bezt hinni afarfinu gólfábreiðu lávarð- arins; allar tilraunir hans til að fá burt- fararleyfi kom fyrir ekki. Og þegar lávarð- urinn leiddi hann upp breiðu þrepin að dagstolunni, þá varð honum þetta eitt að orði: »Og bull! Þér verðið þó hvort sem er að fá yður te einhversstaðar!« Hér var alt öðruvisi um að litast en hjá Jósef barón. Þar var litaskrautið ekki eins iburðarmikið. Manni gat fundist, að þarfta væri hægt að njóta næðis. Lafði Vivien sat við teborðið, kinkaði kolli til þeirra og rétti Brian höndina. Hún var svipuð yfirlitum

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.