Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1923, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.08.1923, Qupperneq 7
HEIMILISBLAÐIÐ 103 °S slofan; eldur logaði á arni, því að þetta var snemma hausts og bjarmanum brá á hreina og fína yfirbragðið hennar. Jafnskjótt °S Brian var nú kominn á þenna rólega °8 friðsæla samastað og kom auga á hina •ríðu aðalsmey, sá hann aftur fyrir sér eins °g í sýn, er Myrtle sat við arninn í litlu fátæklegu stofunni í Ferry-stræti og þá var hann sem stunginn til hjarta. Það átti eftir Því ekki fyrir honum að liggja, að blíð, elskuleg og fögur kona sæti í stofunni hans. Lafði Vivien lét eins og það væri alveg nállúrlegt, að hann kæmi; hún leit bros- andi til hans og sagði um leið og hún rétti honum bollann: »Brúkið þér sykur?« Hún talaði við hann, eins og hann væri þar gamall heimilisvinur, einn af þeim, sem vanur væri að koma þangað að teborði föður hennar og Brian fór þegar að getast *nð bezta að hinni blíðu og vinsamlegu ft’amkomu hennar. Þær eru áreiðanlega ekki margar stúlkurnar aðalbornu, er voru svo vingjarnlegar og elskulegar við verka- niann, eins og Vivien var við Brian. Eng- lnn þjónn var í stofunni, og Brian stóð alði Vivien fyrir beina, eins og tízkan er ll'- helti á fyrir hana heitu vatni úr silfur- katlinum og rétti henni fötin, sem á voru kökur og smurt brauð; hún tók eftir þvi að hann leysti þetta vel af hendi, eins og Sa> seni er því alvanur, og ósjálfrátt furð- aði hana á þvi, að hann gæti ekki skilið, að lnn hefði fyrir löngu hlotið að taka eftir því, að hann væri ekki algengur verka- niaður. »Setjið þér yður niður«, sagði hún, »pabbi ei óttalega latur og hjálpar sér aldrei sjálf- ur«. »Nei, svo heimskur er eg ekki«, sagði ávarðurinn, sem hafði bælt sig niður í 10agindastólinn og lét nú Brian færa sér e °g kökur. »Kjörorð mitt er þetta: Gerðu drei neitt, nema þú sért neyddur til þess, °g frestaðu því á augabragði, ef nokkur I011 er um, að einhver annar vilji gera það 'yrir þifi«. Lafði Vivien brosti til Brians, eins og hann vissi jafnvel og hún, að lávarðurinn var einn af þeim þingmönnum, sem vann manna mest og Brian fann, að þetta bros átti að vera honum til hróss. »t*ess vegna er það, að eg vil láta hr. Aden stjana við mig«, sagði lávarðurinn. »ViIjið þér rétta mér eina köku til, þöklc f}rrir, hr. Aden. Nú á hann að fara að fást við allan þennan pappírshlaða, sem eg er búinn að tína saman og það gleður þig Vivien, að hr. Aden hefir allra náðuglegast samþykst því, að leysa þetta starf af hendi í vinnustofu minni«. »t*að var nú eftir minni uppástungu, hr. Aden«, sagði Vivien óðara og kinkaði kolli brosandi, »það var auðvitað vegna pabba; eg hefi alls enga lund fyrir mannúðarverk, en eg veit, að pabbi hefir mælur á að tala við yður um þess háttar, og eg veit líka, hve erfitt honum gengur að ná í yður«. Brian hristi höfuðið. »Eg læt ekki gabba mig, lafði Vivien«, sagði hann, »það var og næsta vingjarnlegt af yður; þér afsakið að eg segi það — en eg held, að þér hafið ekki meint það, er þér sögðuð, að þér létuð yður fátæklinga í léttu rúmi liggja; eg sá um daginn nokkra samskotalista handa fátækum —«. »Nú þá lista —«, sagði hún og ypti öxl- um, »já, maður skrifar sig auðvitað á þess konar lista. Það er nú skylda manns«. »Þá skyldu er létt verk að inna af hendi«, sagði Brian, hreinn og beinn, eins og hann var vanur, og hann hugsaði nú til hinna mörgu þúsunda punda, sem fleygt var út árlega til góðgerðastofnana, sem misjafn- lega var skift niður. »Þetta var nú þér ætlað, Viviena, sagði lávarðurinn og hló, »Aden er eins og hann Molok — hann lætur sér ekki nægja, að fleygt sé í hann gullpeningi í samskotaskyni; hann vill fá miklu meira; hann er gegnd- arlaus, að því er fátæklinga snertir og vill ekki eingöngu ná i peningana þína, hann vill fá þig sjálfa með sál og Iíkama«. (Fri>,).

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.