Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1925, Side 15

Heimilisblaðið - 01.04.1925, Side 15
HEIMILISBLAÐIÐ 63 Skuggsjá. I’egar »Lusitania« sökk 1915 er talið að gull- og silfurverðmæti hafi þar sokkið um 50 milj. króna virði í sjó. Nú er myndað félag í Englandi, sem ætlar að gera tilraunir til að ná einhverju af þessu verðmæti upp úr hafinu. Viltar kanínur eru regluleg landplága í Norður-Bandaríkjunum. Árið 1923 voru par drepnar 700,000 kanínur, en pó sá ekki högg á vatni. Þegar hjón í Árgentínu eignast sjöunda barnið, pá er ríkisforsetinn altaf guðfaðir pess. í hinni gömlu Apenuborg var leiksvæði, l'ar sem voru sæti fyrir 300,000 áhorfendur. Talið er að nú þekkist um 172 tegundir dýra, sem alveg eru blindar; pær lifa í höl- Urr> niðri í jörðunni og í miklu hafdýpi. Drotning Hollands er mikill dýravinur. Ekki leyfir hún dýraveiðar í neinni mynd á peim áindssvæðum, par sem hún á yfir að ráða sér- staklega. Tíðindum pykir pað sæta, að dóttursonur Rockefellers gamla, drengur 17 ára, hefir ný- ^ega gerst nemandi á skrifstofu hjá einum stórbanka í New-York. Dkki færri en 2500 milj. appelsínur eru urIega fluttar út frá Italíu til annara landa, *ru Spáni um 1500 milj. og 90 milj. frá Portúgal. Hér f Evrópu þykir pað miður kurteist að *le^ja samtal við ókunnan mann með því að sPyrja hann, hvað gamall hann sé( en í Kína ei pað siður, að ein fyrsta spurningin hjá jnverjum er einmitt pessi: »Hvað ertu gam- ,l eða gömul?« alkonar og svalir á húsum, sem nú er svo mjög tíðkanlegt að hafa á húsum, sér- staklega í suðurlöndum, var ópekt í tíð forn- Rómverja, en er hingað til Evrópu komiö frá Austurlöndum. 1 tilefni af pví, að í ár á að hafa sýningu mikla í Wembley, sem er í nánd við Lund- únaborg, hafa verið búin til 500 milj. frí- merkja, sem sýningin er auglýst, á. Vatnið í Tinto-fljótinu á Spáni er svo mjög steinrunnið, að sandurinn á botni vatnsins er sem harðasta grjót og falli steinn í vatnið, sameinast hann strax steinum í vatninu, sem hann hittir par fyrir. Hvorki fiskar né nokkur önnur dýr lifa í pessu vatni. Pegar setið var um París 1871 voru send um hálf priðja miljón bréfa með loftballónum og mörg hundruð bréfdúfum. í Tokio eru ekki færri en 800 opinber baðhús, daglega koma par um 300,000 bað- gestir. Japanir eru mjög hraust pjóð, kemur pað mikið til af pví að þeir daglega iðka inn- og útöndunaræfingar og gæta pess vandlega, aö hafa alt af hreint loft í húsum sínum. ------------ Eldhúsráð. Fiskiréttur. Porskur, sem er um 6 kg. er keyptur og úr honum tekið alt innvolsið og fiskurinn vel skafinn og ristur frá hryggnum, síðan eru punnildin skorin frá og pynnsti fiskurinn við sporðinn. Fiskstykkin tvö, sem pá eru eftir, eru látin liggja í salti einn klukkutíma og síðan þurkað með klút. Síðan er þeim dýft niður í eggjahvítu, sem þeytt sé í einni mat- skeið af mjólk síðan nuddað upp úr hveiti og steykt í palrnín, par til pað er orðið fallega ljósbrúnt og vel steikt, í gegn.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.