Heimilisblaðið - 01.08.1925, Page 3
HEIMILISBL AÐIÐ
107
Pó að lífsins sorgarsár
svelli inst i barmi,
Guðs barnanna gleðitár
geisla jieiin á hvarmi.
Ásta.
---
Skólar í Japan.
Japanir eru framsækin þjóð og mentunin
fer sívaxandi lijá þeim. Út um alt land svo
að kalla, eru reist skólahús, ekki ósvipuð
sveitaskólahúsunum í Noregi og Danmörku.
Gangir þú inn í skólahúsið, þá verður
fyrst fyrir þér stór opinn skápur. Par hefir
l'vert barn hyllu fyrir skóna sína. Hverju
japönsku húsi og heimili þætti vera misboðið,
°f þú gengir inn á skónum og bærir svo
óþverrann af götunni inn á fótum þér.
1 hverju húsi eru fínir húkar á gólfi, í
skólahúsinu líka, og með þessa dúka verður
að fara svo vel og mjúklega sem unt er, því
að gólfábreiður í Japan eru jafnframt bæði
borð og sæti og legubekkur og hver nnxndi
vilja óhreinka legubekkinn sínn eða borðið?
•iapanar hafa hvorki borð, stóla né legubekki
1 dagstofum sínum og rúmið þeirra er gólfið,
IJeir breiða bara dúk á það og liggur á
honum.
Kenslustofan er þó með líku fyrirkomu-
lagi og hjá okkur, því að Japanir vilja láta
hörn sín nema háttu Norðurálfumanna, að
llndanteknu þessu, að gengið sé inn í húsin
a skóm. Þeim eldgamla sið halda þeir í skól-
Uluun sem annarsstaðar.
Kenslustofurnar hjá þeim eru yfirleitt stærri
°8' loftmeiri og þar af leiðandi hreinni en hjá
okkur.
Erfiðast veitir börnum þeirra að læra að
skrifa. Japanska skrifletrið er fátæklegt, svo
að þeir nota oftast nær kínverskt letur í þess
stað, en kínverska letrið er næsta erfitt að
|æra, eins og kunnugt er. Og oft komast þeir
1 ^tökustu vandræði, er þeir eiga að tákna
Suifla hluti, sem tíðkast í Norðurálfunni, bfluti,
sem aldrei hafa þekst áður þar í landi. Kín-
verjar hafa orðið að bæta nýjum táknmynd-
um við fyrir þá hluti, líkt og við hérna verð-
um að búa til nýyrði. — Japanar sjálfir hafa
48 bókstafi, og af því að þeir nota líka lat-
ínubókstafi, þá verða ritningar þeirra sumstað-
ar kynlegur blendingur af þessu hvortveggja;
en sarnt er þetta óðum að breytast til batn-
aðar.
Áður enn þú kemur inn í kenslustofuna úr
anddyrinu, þá verðurðu að ganga gegnum
klefa, þar sem börnin geyma nestið sitt. Par
er líka skápur og sín smáhyllan þar Iranda
hverjum krakka.
Ef þú gengur inn í kenslustofuna, [xá standa
börnin upp af því að þú ert gestur. En á
kensluna er þér víst ekki til mikils að hlusia,
því að þú skilur víst ekkert í henni. En eg
veit, að þér þykir gaman að sjá krakkana,
því að þau eru hraustleg og kvik í bragði.
Lifnaðarhættir Japana eru heilnæmir, hýbýli
þeirra loftgóð; börn þeirra dafna yfirleitt vel
og foreldrar þeirra sýna þeinx mikla nærgætni
og ástúð.
Yertu börnunum samferða, þegar þau fá
frímínúturnar sínar. Leikinn þeirra áttu hægra
með að skilja en kensluna. En leikurinn
minnir því miður á það, sem efst liggur í
þjóðinni. Pau leika „bardaga". Annar flokk-
urinn bindur rauða vasaklúta um höfuð sér,
en hinn hvíta og hafa samlita fána hver fyrir
sig. Jafnskjótt sem merki er gefið, slær fylk-
ingum saman og er þá kepni fiokkanna hvors
fyrir sig um það að ná höfuðbandinu af hin-
um. flokknum.
Atlagan getur verið næsta hörð og löng,
áður en annarhvor fiokkurinn ber sigur af
hólmi.
Af þessu má sjá, að Japanir ala börn sín
upp til bernaðar frá blautu barnsbeini.
En Japanar eiga fleiri skóla en barnaskóla;
þá taka við unglingaskólar, iðnskólar, kenn-
araskólar, og fjöldi einstakra manna lieldur
líka skóla.
Eftir því sem mentunin eykst og breiðist
víðar út í landinu, eyskt líka aðsóknin að
liærri skóla og nú eru háskólar stofnaðir