Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1929, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.02.1929, Blaðsíða 8
18 HEIMÍLISBLAÐIÐ Gamlar og nýjar hugsanir. Væri’ og fugl mef) vængjum fjaðraþéttum, venda skyldi’ eg brátt með liuga lúttum, hátt, já hátt í himingeiminn fljúga, halda svo til Norðurlandsins búa, fjörðu, dali’ og fríðar sveitir líta, fallast láta’ á snæinn undurhvíta. l’ar sem barn með björtum æskuvonuin ég bjóst í leik með fríðum landsins sonum, löng óg hugdi’ ei leiðin mundi vera, lét ég áfram tímans straum mig bera hægt, já hægt — en heidur fanst mér breytast, horfið var Jiað brott, sem unni’ eg heitast. I’að var faðir, {>að var systir, móðir, það var loks minn hjartakæri bróðir; bylgjan heljar brött með geysihraða burt hann nam af fáki ránartraða; djúp var undin, augun flutu’ í tárum út af þessum vinarmissi sárum. Gæta að því, góðir vinir, eigum, gráta eigi horfna vini meguin; ekki heldur yfir því má kvarta, inst þótt sorgin brenni viðkvæmt lijarta; iífið er, það skýrt er skráð, án tafar skilnaður frá vöggu og til grafar. Skynsamlega skoðum Drottins veldi, skýrt og í'étt að morgni jafnt sem kveldi; hann, sem alt á himni og jörðu seður, huggar, styrkir, verndar, hryggir, gleður, — sannri hrygð í sæiu kann að snúa, síðar vér lians reynum gæzku trúa. Björn Asgrímsson frá Vík, (sjúklingur á Lauganesspítala). -----—----------- Draumur. Einu sinni dreymdi auðuga liefðarkonu, aö hún væri koinin til himnaríkis. Sá hún, að jiar var verið að byggja stórt og mjög skraut- legt íbúðarhús. Hún varð hrifin af fegurð þess, og spurði engilinn, sein sýndi iienni það, liver ætti að búa í því. »Leiguliðinn pinn«, svaraði hann. »Nú, leiguliðinn minn«, endurtók liún með undrun. »Hvernig stendur á því? Hann býi’ pó í litluin kotbæ og fátæklegum á jörðuníii og hefir úr litlu að spila fyrir sig og sitt skyldulið. Jafnvel þótt honum gæti liðið bet- ur, ef hann flcygöi dálítið minnu í [iessa kot- unga, sem búa í hverfinu kringum hann«. Skamt þaðan sér hún mjög lítið hús, sein er í smíðum. »Hver á nú að búa í þessum kumbalda?« spyr hún engilinn. »þetta á nú að vcrða þinn bústaður«, svar- aði engillinn. »það er þó ómögulegt«, segir hún ineð ótta og undrun. »Eg hefi búið í stóru og háreistu húsi á jörðunni,- og get því ekki unað við slíkt smáhýsi«. »Húsasmiðurinn hér siníðar aðeins úr því efni, sem þessi eða hinn sendir hingað af jörðunni«, svaraði engillinn. »En það er nú svo með þig, að þú hefir sent harla lítið hingað, saman borið við þitt íburðarmikla íveruhús og aðrar eignir. En leiguliðinn þinn hefir gefið mjög mikið til eflingar Guðs ríki, samanborið við þá, sem betri ráð hafa. A Dessu byggist munurinn á verustöðum ykkar, þegar hingað kemur. Orslitin verða ávalt þau sömu sem hjá auðuga manninum og Lazarusi forðum«. í þessu vaknaði hún. — Og hún tók þann fasta ásetning, að safna sér fjársjóð á himnuin. Zealot þýddi. „Plógur“ heitir tímarit, sem »Mjólkurfélag Reykja- víkur« er byrjað að gefa út. í inngangi rits- ins segir meðal annars: »Að svo miklu leyti, sem hægt verður, lát- um við ritið tlytja fróðleik um landbúnað og ef til vill verslun og innlenda framleiðslu o. fl. I riti þessu verða verðskrár okkar yfir þær vörur, er við verzlum með. Ilvað ritið að öðru leyti kann að fjalla um, er óákveð- ið. Aðeins er það ákveðið, að það verður ekki látið koma nálægt pólitík«. í þessu fyrsta hefti er margháttaður fróð- leikur og leiðbeinandi greinar fyrir á, sem landbúnað stunda. — Ritið er sent ókeypis þeinj er óska

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.