Heimilisblaðið - 01.02.1929, Page 14
24
HEIMILISBLAÐIÐ
að ílytja úr eynni, [ió að í boði séu lönd
ókey^pis í Suður-Afríku. Eyjarskeggjar eru
mestinegnis niðjar enskra fármanna, og má
[iað gott heita, ef peir sjá skip sigla par
fram hjá einu sinni á ári.
Samkvæmt opinberuin hagskýrslum Banda-
ríkjanna hafa 725,000 manna farist eða meiðst
af bifreiðaslysuin árið 1925. Pað er sama hlut-
fall eins og ef 5,000 manna færust alt í einu
af slysum á íslandi, en allir hinir væru
meira eða minna laskaðir. Og hið versta
er, að hægt er að sanna og sýna, að mest-
um hluta pessara slysa hefði mátt afstýra
með skynsamlegum ráðstöfunum. Pað er pví
ekki kyn, pó að Bandaríkjamenn geri alt
sem peir geta, til pess að afstýra pessu voða-
böli; peir hafa á pennan liátt inist jafnmarga
menn á einu ári, eins og peir mistu við alla
hluttöku sína í heimsstyrjöldinni.
A Englandi er pað gömul hjátrú, að liver
fugl velji sér maka á St. Valentíns-degi 14.
febrúar.
r
Askorun.
Á næsta vori verður í sambandi við ferm-
ingu ungmenna hafm fjársöfnun um land alt
til hjálpar bágstöddum börnum. Munu prest-
ar gangast fyrir lienni, hver í sínu prestakalli
og ýmsir fleiri verða peim til aðstoðar. Opin-
ber skilagrein verður gerð fyrir fé pví, er safn-
ast, og nánar skýrt frá pví síðar, hvernig
pví verður varið. En markmiðið er að vinna
að pví, að bágstödd börn hér á landi megi
eignast góð heimili. Pjóðin má ekkert manns-
efni missa.
Vér, sem kosnir höfum verið í nefnd til
pess að vinna að pessu máli, leyfum oss að
heita á alla landsmenn að bregðast vel við
fjársöfnun pessari og minnast orða Krists:
»Svo framarlega sem pér hafið gert petta
einum pessara minna minstu bræðra, [iá liaf'
ið pér gert mér pað«.
Bjarni Jónsson, dómkirkjupreshtr, Reykjarík
Gudmunditr Einarsson, prestur, Mosfelli
Halfdán Helgason, prestur, MosfelU .
Ólafur Magnússon, prófástur, Arnarbœli
Porsteinn Briem, prestur, Akranesi
Ásmundur Gudmundsson, dósent, Reykjavík
(ritari nefndarinnar)
Heimilisblaðið vill biðja lesendur sína að
íhuga vel pessa »Áskorun« og leggjast á eitt
með málshefjendum pessarar fallegu hugsjón-
ar, að hún kornist sem allra fyrst í fram'
kvæmd. »I3jóðin má ekkert mannsefni missa«?
Petta er sannleikur, sem allir kristnir menn
.verða að játa.
Pegar kennimenn kirkjunnar heita á leik'
menn til liðsinnis svona miklu mannúðar- og
menningarmáli, pá má búast við að menn
bregðist vel við.
fldj/úíbálbur.
Steiktir hœnsnaungar.
Ilænsnin eru hreinsuð og pvegin vel, pvl
næst 'eru látnir fransbrauðsmolar innan 1
pau, kryddaðir með pipar og salti og svo
bundið utanum seglgarni, pví næst brúnað vel
í smjöri eins og vanaleg steik, ofurlitlu vatm
skal lielt á fuglana, pegar [ieir eru vel brún-
aðir. Pegar peir eru orðnir meyrir, skal skera
pá í falleg stykki, svo að brauð fylgi naeð
hverju stykki og raða peim síðan á fat, jafna
ofurlítið sósuna með hveiti og smjöri. EpP
era afhýðuð og skorin í 4—5 bita og brúnuð
á pönnu í smjöri og látin kringum fuglana,
en sósan borin með.
Gerið afgr. strax aðvart, ef yður vantar blöð*
Útgefandi: Jón Helgason.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.