Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1929, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.04.1929, Qupperneq 12
46 HEIMILISBLAÐIÐ Þakkarfórn Sveins litla. Hópur skóladrengja var að leika sér. En þá heyrðu peir alt í einu vein mikið og grát yst á leikvóllinum. Par voru líka drengir að leika sór. Allir hlupu nú þangað 'til að vita, hvað um væri að vera.— Peir urðu helclur óttaslegnir, þegar þeir sáu, hvernig komið var. Hann Sveinn litli, sjö ára gamall dreng- ur, hafði slegið höfðinu svo hart við múrvegg- inn, að stórt sár var komið á höfuðið á hon- um. Sveinn var eftirlæti þeirra allra, drengjanna. Poir tóku hann upp af mikilli ástúð og báru hann inn í hús kennarans, sem var þar rétt hjá. Sveinn lá eins og hann svæfi og fallega hrokkna hárið var alt blóði stokkið.— Einn drengjanna hljóp til foreldra hans og sagði þeim frá, hvernig komið væri og skömmu síðar var hann borinn heim, litli veslings drengurinn. Lar naut hann ástúðlegrar hjúkr- unar, eins og við mátti búast. Svo liðu nokkr- ir dagar, að ekki var hægt að vita, hve meið- slið væri mikið. En þegar hann fékk aftur meðvitundina, þá vaknaði lijá þeim öllum von- in úm það, að hann mundi bera það af. En þó liðu margar margar vikur áður en hann næði aftur fullum bata. Á þeim tímum átti móðir hans iðulega tal við hann um andleg efni. Margir munu nú segja, að eigi sé rétt að tala við barn um það, sem heyrir Guðsríki til. En það er ekki í samræiui við það, sem Guðs orð segir, né við orð Jesú sjálfs og framkomu hans, er hann var hér á jörðu. Pá báru mæður ungbörnin til lians og hann bað þau velkomin og blessaði þau. Og þeir, sem augu hafa til að sjá með á vorum dögum, ættu að hafa séð margar sannanir fyrir því, að fjöldi manna heíir orðið hólpinn á æsku- árunum. Móðir Sveins litla þekti kraft fagnaðarer- indisins og meðan litli drengurinn hennar lá þjáningarlaus, þá minti hún hann með ástúð á þau sannincli. Og henni var yndi að sjá, hversu andi Guðs kom því í kyrþey til veg- ar í huga og'hjarta elsku drengsins hennar að hann skildi gleðiboðskap Krists og veitti honum viðtöku. Einu sinni varð henni að orði: »Ég er að Inigsa um það, hvaða þakkarfórn við eigum að færa vorum góða Guði og föður fyrir það, að hann hefir gefið elsku drengnum mínum heilsuna aftur«. Sveinn litli lá þegjandi litla stund og hugs- aði sig um. Að því búnu leit hann upp bláu augunum sínum og sagði: »Ég hugsa, mamma, að Guði þætti best, að ég gæfi honum sjálfan mig«. Gæti nú nokkur þakkarfórn verið fegurri og Guði þóknanlegri? Og svo gaf Sveinn litli Guði sjálfan sigp en hann gaf sig ekki eins og fórn til a-ð fá frelsi og eilíft líf fyrir það, heldur eins og gjöf til að þakka Guði, sem hafði gefið hon- um lífíð af náð. Síðan hefir Sveinn fylgt Drotni og það hef- ir verið hans hjartans yndi að vera mann- veiðari fyrir Drottin sinn og frelsara. »Ég sjálfur ekkert á né lief af auðlegö pinni part mér gef; svo geti ég meira geíið þér, ó, Guð minn, sjálfur iifeu í mér«. |ífog t)£ílga. Hirding tannanna. Viðkunnanlegt útlit er ávalt og alstaðar meðmæli. Pað hefir töluvert að segja fy-rir karlmenn og þá ekki síður fyrir kvenfólk- Auðvitað er ekki átt við með viðkunnanlegu útliti fríðleika, sem enginn getur veitt sér sjálfur, en verður að vera meðfæddur. Pó getur hver ,og einn, sem leggur nokkra áherslu á það, komið snyrtimannlega, þægilega, kur- teislega og alúðlega fyrir sjónir.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.