Heimilisblaðið - 01.11.1930, Qupperneq 9
HEIMILISBLAÐIÐ
143
»Elsku ljúfa stúlkan mín« og »elsku
drengurinn minn« — svona hefir það
g'engið frá morgni til kvölds. Og hvaó hef-
ir svo orðið úr þessum dýrlingum annað
en langur og latur strákur og kveifara-
legt stúlkubarn, er helzt vildi alltaf hanga
1 pilsum móður sinnar«.
»Hvað áttu vió með þessum ummælum
hínum?« sagði Múlla og varir hennar titr-
uöu, »hvað veizt þú um það uppeldi, sem
foreldrar mínir hafa veitt börnum sín-
og hvaða heimild hefir þú til að kalla
bróður minn latan slána«.
»Þá heimild, sem hagsýni mín gefur
rnér. Hvenær heldur þú t. d. aó hann nái
Prófi, ef hann nær því nokkurntíma.
^Tei, syngja og spila, dansa og kjánast —
það hefir bróðir þinn lært. Á hans aldri
hefi eg verið utanlands og hlotið verðlaun
fyrir húsasmíði og byggt mitt hið fyrsta
hús eftir uppdrætti. — Það er dálitið
annað«.
»Eg hélt nú einu sinni, að þér þætti
vænt um bróðir minn; en eg er nú fyrir
lÖngu orðinn áskynja um, að eg hefi farið
villt í því, og veit eg það víst, fyrst þú
getur talað svona um þann góða og ást-
úðlega dreng«.
»Já, hann er víst mjög ástúólegur, það
eruð þið víst öll saman; en það er nú einu
sinni ekki nóg; að koma einhverju til leið-
ar, er þaó sem allt er undir komið, og það
er fjári lítið, sem þið hafið innt af her.di
1 þá átt. Það er máske »hrífandi« og »ynd-
>slegt«, að pabbi þinn les skáldsögur fyrir
ykkur og fyllir höfuðin á ykkur með alls-
konar þvættingi, svo að þú heldur eigin-
iega, að eg, maðurinn þinn, fyllist óskynj-
finlegri ást og blíóu, eins og eg væri vin-
kona þín. Og fólk af ykkar tæi finst það
ef til vill óviðjafnanlegt, er þið öll ætlió
að bráðna af hrifningu yfir hljóðfæralist-
>oni ykkar, en« — sagði Níels og sló í
borðið, svo undir tók — »eg hefi óbeit á
öilu þessu ísæta hégómaglingri«.
Múlla fölnaði upp við þessi oró hans.
»Ertu þá líka svona móthverfur for-
eldrum mínum; var það ekki af þínu góóa
og hlýja hjarta, að þú hjálpaóir mér til
aó hjúkra föóur mínum, þegar hann var
sjúkur og þú sýndir móóur minni ýms smá
vinahót, — var það ekki af því, aó þér
þætti vænt um okkur öll?«
»Nei, svei mér ekki, þaó var af því að
var ástfanginn af þér, og þess vegna um-
bar eg allan þennan hégóma, og gat ekki
sneitt mig hjá því, fyrst mér lék hugur á
að ná í þig«.
»Og það var einmitt með þeim kærleika,
er þú sýndir föóur mínum, sem þú náðir
ástum mínum — og svo var þetta þá upp-
gerð allt saman!«
Níels heyrði ekki þá kveinstafi sem óm-
uóu í málrómi Múllu, heldur hrópaði hann
alveg hamstola:
»Má eg vera laus vió þennan gegndar-
lausa þvætting, eg hefi aldrei gert mér
neitt upp. Þú heyróir mig segja, aó það
var ást mín á þér, sem leiddi mig út í alla
þessa heimsku. En, stúlka mín, hún getur
líka fengið fætur, ef þú vilt ekki taka
vara á þér. Því að eitt orð er sem tíu:
Eg vil skipa fyrsta sætið hjá þér, foreldr-
ar þínir og bróðir og allt annað verður aó
víkja: Svona, nú vil eg hafa frið í húsi
mínu og láta þig eina um að 'hugsa um
það, sem eg hefi sagt. Og svo vænti eg
þess, að eg fái að sjá þína mildu ásjónu«.
»Mídla er dáin!« Unga konan reikaói aó
stól og hneig þar niður.
»Bull, hvaó á þetta að þýða?«
»Þú hefir drepió þá Múllu, sem þóttist
sjá hinn göfugasta og bezta mann, þar
sem þú varst«.
»Þá lifnar upp önnur kona fullorðin,
seyn finnur sig bera ábyrgó fynr eigin-
manni sínum og heimili. Hvað heldur þú
að eg hafi orðið aó finna til, þar sem Lára
hefir tvisvar orðió að þvo bletti af fötun-
um mínum? Eg vinn baki brotnu seint og
snemma, og svo kem eg heim og hitti þar