Heimilisblaðið - 01.11.1930, Page 13
heimilísblaðíö
&l'i Þar sem hún brýst ut a£ Vesturöræf-
um, feílur hún í hröhgum be'rgstokk milli
Kárahnjúkú; eínhverju ógurlegasta gljúfri
hér á landi; er þaó gjáin, sem minnst er
á. — Gljúfrió heitir Dimmagih.
Frá Eiríksstöóum fórum vió svo yfir
Fljótsdalsheiói, þann 15. júlí — í yndis-
lega fögru veóri. Nutum vió hins fegursta
útsýnis yfir Fljótsdalsöræfin, þar sem
Snæfell heldur voró, svipmikió og tígulegt.
Fftir því, sem austar dró á heióina fóru
æskuátthagar mínir meir ög meir aó
breióa á móti mér blessaóan fjallafaóm-
inn sinn. Og fagurt var yfir Fljótsdalinn
aó líta af heióarbrúninni fyrir ofan Bessa-
staói. Er þar kom, sáum við mannaferó
mikla inn daljnn, og var margt fólk heima
á Bessastöóum, er vió komum þar. Þetta
var líkfylgd á leió inn aó Valþjófsstaó.
V'ar þar til moldar borin ung stúlka, dótt-
ir Þorvalds Stefánssonar, ráósmanns á
Brekku.
Við höfóum hugsað okkur aó fara á
ferju yfir Jökulsá undan Ilrafnkelsstöó-
um, og komast um kvöldió aó Hallorms-
staó. En á Bessastöóum var okkur sagt, aó
hjónin þaóan, Guttormur Pálsson, skógar-
vöróur og frú hans, Sigríóur Guttorms-
dóttir, prests í Stöó, væru meó í líkfylgd-
inni, svo að vió slógumst í aó fylgjast meó
inn aó Valþjófsstaó. Á Skrióukaustri stað-
næmdist líkfylgdin, og þar hittum vió þau
hjónin. Þar hitti eg einnig einn af mínum
trúföstu, gömu vinum, Gísla Benedikts-
son frá Melum. Gísli er bróóir Halldórs
sál. bónda á Skrióuklaustri og Páls sál.
hreppstjóra á Gilsá í Breiódal, en þeir
voru synir séra Benedikts sál. prests í
Heydölum í Breiðdal.
Á Bessastöðum býr Jón Jónsson og
kona hans Anna Jóhannsdóttir. Þar er
einhver fegursti og fjölbreyttasti blóma-
og trjágaróur, er eg sá á öllu feróalaginu,
og voru þeir þó víóa fallegir.
Fagurt var aó ríóa fram Fljótsdalinn
í kvöldkyróinni. Og sumardýrðin, meó söng
14?
sumaffugianná, hiinnti syrgjandi vini á
sumarió eilífa, sem biói bak vió gröf og
dauóa — biói allra þeirra, sem trúa á
boóbera lífsins. — Klukkan var um tíu
um kvöldió, er jaróarförin fór fram —
þögul — en ógleymanlega hátíóleg stund.
Valþjófsstaóarkirkja var troófull af fólki,
sem meó innilegri huttekningu fylgdi til
hinstu hvíl.dar hinu fölnaóa vorblómi.---
Líkræóuna hélt sóknarpresturinn, séra
Þórarinn Þórarinsson, og söngflokkur
söng.
Að jaróarförinni lokinni komum vió inn
og drukkum kaffi hjá prestshjónúnum.
Eg hitti þarna mína góóu vinkonu,
Margréti Sigfúsdóttir, sem útsölu hefir
haft á Heimilisblaóinu í Fljótsdal í öll
þau ár, sem blaóiö hefir komið út, og fleiri
fornkunningja hitti eg þarna, frá þeim
tímum, er eg var smaladrengur hjá mín-
um ógleymanlega góóa húsbónda Jörgen
Sig'fússyni á Ási. Þar var eg árin 1892—
’93, næstu tvö ár var eg vinnumaóur á
Sauóhaga hjá frú Guórúnu Jónsdóttir og
sonum hennar Sigurói og Vigfúsi, braiór-
um Magnúsar sál. dýralæknis, vorum vió
þrímenningar, og líkt um aldur okkar
Vigfúsar.
Um kvöldió, laust fyrir kl. 12, var far-
ió frá Valþjófsstað, og uróum vió Hall-
ormsstaóahjónum samferóa, ásamt fleiru
fólki. Vió fórum yfir árnar á Kvíslum,
svo út dal austan megin, sem leiö liggur
til Skóga.
Við hvíldum á brekkunni framan vió
Hrafnkelsstaói. Þaóan er fögur sýn inn
yfir dalinn. Árnar lióast breiöar og lygn-
ar út dalinn, en á báóa vegu eru renn-
sléttar, hvanngrænar grundir og engjar,
en vel bygóir bæir blasa vió undir
fjallshlíóunum, og fjöllin hvanngræn upp
á hæztu brúnir, sérstaklega tók Valþjófs-
staðafjall sig vel út í þessari sumarnæt-
urkyrró; en fram undan lá héraöió víóa
og' breióa, sem Lagarfljót, spegilfagurt,
lióast út eftir. Á þaó sló logag'illtum stöf-