Heimilisblaðið - 01.01.1912, Síða 4
HEIMILISBLAÐIÐ
>BEE3SEB##gHBSEH#SBEEEBB«l
HEIMILISBLAÐIÐ
1 kemur út einusinni á mánuði og kostar
;3 75 aura árgangurinn
Ief blaðið er borgað fyrirfram. Kostar annars
I krónu árgangurinn,
og er þá gjalddagí bundinn við 1. júlí.
Uppsögn sé skrifleg og bundin við áramót,
| ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1 okt.
| Handhœgast er að senda blaðgjaldið í
óbrúkuðum frímerkjum eða póstávísun.
Utanáskrift blaðsins er:
Heimilisblaðið, Eyrarbakka,
Árnessýsla.
œisjafnir dómar. Dómarnir þurfa að vera
góðgjarnir. Og því má ekki gleyma, að gagn
blaðsins ei að mörgu leyti komið undir les-
endum sjálfum.
S.: Hvernig er það undir þeim komið?
J.: Fyrst verða þeir að kaupa blaðið og
borga það skilvíslega. Án þess getur ekkert
blað lifað, þó bezta blað sé. Svo verða þeir
að athuga efni blaðsins vandlega, taka eftir
iivað tar er til eftirdœmis og hvað til viðvör-
unar, hvað til varnaðar og hvað til uppörfun-
ar og þetta frameftir götunum. Og umfram
alt verða þeir sjálfir að hafa einlœgan vilja
til þess að taka á móti góðum áhrifum og
lifa sig inn í þau.
S.: Til hvers er blaðið, ef alt er undir
lesendunum komið ?
J.: Blaðið á að gefa bendingarnar, Les-
endurnir eiga að taka þær alvarlega til greina,
leggja í þær réttan skiining og festa þær í
minni til þess, að geta hatt þeirra sem bezt
not. feir mega ekki lesa blaðið athugalaust,
leggja það svo frá sér og segja útí bláinn:
„Heldur er það nú þunnt!“ Slikt má beztu
blöðum gera — og er of oft gjört.
S.: Hver eiga þá góðu áhrifin að verða?
J.: Þau eiga að verða í sem flestum
greinum. En ekki má búast við að þau sjá-
ist alment fyr en með timanum. Þau eiga
smámsaman að þroska andann.
S.: En ef menn misskilja blaðið?
J.: Það á ekki að vera þungskilið. Hver
sem vill skilja það á að geta skilið það.
S.: Ætli nokkur sé, sem ekki vill skilja?
J.: Svo hefir stundum litið út. í*egar
fundið ei að einhverju, þá er eins og sumir
látist ekki skilja. En orsökin er víst oftast
sú, að aðfinningin hefir kærleiksleysisblæ.
JÞetta blað mun leitast við að láta bróður-
þelið hvervetna ráða orðalagi sínu. I’að munu
fáir mísskiija.
S.: Nú er „svo margt sinnið sem maður-
inn er“.
J.: fví er nauðsynlegt að efni blaðsins sé
sem fjölbreyttast, svo sem ílestir geti, hver
um sig, fundið þar þá andans fæðutegund,
sem honum er holi.
S.: Treystir blaðið sér til þess?
J.: Það byggir á þeirri von, að sem flestir
menningarvinir sendi með því orð „til fólks-
ins“. Óefað langar marga að leggja eitthvað
til frá sér, þegar um það er að ræða,
að gefa menningarþroska þjóðar vorrar
ofurlítið næringarefni. Því fleiri sem gera
það, þvi fjölbreyttara verður efnið.
S.: Verður það ekki léttmeti?
J.: Kannske innan um, en sumt verður
gott, og „á misjöfnu þrífast börnin bezt“. En
hér er ekki hugsað til að gera kraftaverk:
það er ekki ætlast tíl að árangurinn komi
alt í einu. En því er treyst, að hann komi
með tímanum. Því er treyst, að Guð blessi
góðan vilja.
S.: Jæja. Eg skal kaupa blaðið og standa
í skilurn. Eg skal reyna að lifa mig inn í
anda þess og leitast við að láta efni þess hafa
sem bezt áhrif á mig. Svo lít eg til baka
á vissum tímum til að bera saman þroska-
Stigið, sem eg var á og þroskastigið sem eg
verð á. „Dropinn holar steininn".
-1-----o*o~o-----
Stuðningsmenn blaðsins.
Þessir mentamenn hafa allir lofað að vera
stuðningsmenn blaðsins og skrifa 1 það, eftir
því sem ástæður þeirra leyfa: