Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 6
4 HEIMILISjBL ABIÐ Mestu menn heimsins, sem á liðnum öldum hafa komiö fram á sjónarsviðið, hafa sjaldnast komið frá heimilum aðalsmanna né auðkýfinga, þvert á móti hafa þeir oftast verið af fátæku bergi brotnir og átt við fátækt og örðugleika að striða framan af æfi sinni. — Það eru -verk mannanna sjálfra, sem öllu öðru fremur .gera þá að mikilmennum. Mikilmenni eru ekki ávalt þeir, sem ná til •hárra valda og metorða, ekki heldur þeir, sem safnað geta um sig auði. Til dæmis komst Jón Sigurðsson forseti aldiei til hárra valda, >og ætíð var hann fremur fátækur, en þó lifir minning hans aldrei skærara en einmitt nú, þegar flestir samtiðarmenn hans eru að mestu gieymdir. — En Jón var mikilmenni. » » • • • • • * * Fyrir 100 árum síðan stó á land á Frakk- landi ungur, fátækur aðalsmaður frá Korsíku. Hann var lítill fyrir manni að sjá, og engir gáfu honum gaum. En hann var ríkari en margur hélt. Hann hafði vit og viljalcraft svo um munaði. — Fáum árum eftir að hann fyrst sté á land á Frakklandi, þessi fátæki Korsíkubúi, var hann orðinn keisari Frakk- lands, og allir konungar Evrópu höfðu beygt kné sín fyrir honum, nema Englandskonung. ur. Þessi maður var Napoleon mikli. Slíka stríðshetju hefir heimurinn ekki sóð, fyr nó síðar, —- og J>ó var Napoleon ekki mikilmenni í orðsins fylsta skilningi! Hann hafði ekki í sér sameinaða alla þá hæfileika, sem skapa stórmenni. Hann hafði vitið og viljakraftinn í fullum mæli, en hann vantaði sanngöfugt, íórnfust hjarta, sem sí og æ dvelur í fögrum hugsjónaheimi, — hafandi fyrir augum heill annara, samhliða því sjálfur að verða stór. * » • • * * * * * Meðal hinna óbreyttu liðsmanna, sem fylgdu Mapoieon á herferðum hans, var einn, sem meira og blessunarríkara hlutverk haíði að inna af hendi fyrir mannkynið, en sjálfur hinn mikli keisari. Sá maður hét Veteran Pasteur og var siítari. Þegar Napoleon var hertekinn í orustunni við Vaterloo og sendur tii St. Melena, þá hvarf Pasteur aftur til handiönar sinnar. Hann átti einn son, sem hann elskaði mjög, og eina þrá hans var, að sonurinn mætti veröa mikill maður og mannkyninu til blessunar. Hann vann baki brotnu og lagði alt í sölurn- ar fyrir son sinn. — Og þrá hans rættist. Sonur hans varð hinn heimsfrægí vísindamað- ur, Louis Pasteur, sem fann fyrstur berklana og sem allir kannast við. Hver getur reiknað út hve mikið mannkyn- ið á honum að þakka. Það eru einmitt hin sönnu mikilmenni, sem sameina hjá sér háleitar hugsjónir, viðkvæmt hjarta, yfirgripsmikið vit og járnsterkan vilja- kraft og sjálfsafneitun. • • • • * • • * • Allir höfum vér í raun og veru sömu hæö. leikana af Guði þegið — eins og mikilmenn- in, — aðeins í smærri stil. Vér getum full- komnað þá og þroskað, verið trúir góðum málstað alt til dauða, varðveitt hreint og óspilt hjarta, styrkt líkamskratta vora og aukið þekkingu yora og stælt viljakraftinn, með því að láta aldrei undan óhollum hvötum og illum girndum. — Hver veit þá hvað langt vér ná- um? -------C-O-O------ Að lifa. Eftir Anders Vassbotn. # Að lifa er, að elska það, sem í oss finnum bezt. Að lifa er, að leitast við að lífga það sem mest. Að lifa er, að láta sjást hvað lífið gilda kann. Að lifa er, að hegðun hrein æ heiðri sannleikann. Að lifa er, að losa úr hug alt logið, rangt og spilt, Að lifa er, í sinni sál að sjá Guðs tillit milt. Br. y. þ#ddi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.