Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1912, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.01.1912, Qupperneq 7
HEIMILISBJjAÐIÐ 5 Työ göfugmenni. ** EGAR Karl I. var konungur á Eng- landi, voru miklar innanlandsóeirðir þar í landi. Hann komst í missætti wið enska þingið og var rekinn írá völdum. Hver sá, sem dirfðist að lyfta sverði honum til hlffðar, var drepinn. Dómstólar, sem áttu að kveða upp dauðadóminn, voru settir um alt land. Og hinn miskunnarlausi höfðingi -byltingarmanna, alræðismaðurinn Cromwell, skipaði svo fyrir að engum konungsmanni skyldi hlift. Dómarinn í Newcastle, sir Patrik, hafði einhverju sinni fjölment gestaboð hjá sér á afmælisdegi sínum. Þegar gestirnir sátu undir borðum, var hurðinni hrundið upp og tveir hermenn byltingarmanna leiddu fjötraðan hershöfðingja úr liði konungsmanna fram fyrir dómarann. Sir Patrik skipaði að leysa fangann úr fjötr- unum. nI*að er afmæli mitt i dag“, mæiti sír Pat- rik og leit um leið til hershöíðingjans. „Eg hefi boðið hingað vinum mínum til þess að samgleðjast með mér. Hingað ná ekki skugg ar styrjaldarinnar. í dag verðið þér gestur minn og njótið veizlugleðinnár eftir föngum; á morgun eruð þér aftur fangi minn og eg dómari yöar“. Hershöfðingjanum var nú skipað til sætis utarlega á bekk og tók hann þegar til matar enda var hann mjög svangur orðinn og þreyttur. Dómarinn hafði verið að byrja á að segja gestunum smásögu úr lífi sínu þegar komið var inn með fangann. Nú tók hann aftur til óspiltra málanna og hóf sögu sína á þessa leið: „Lengi fram eftir — alt fram að 18 ára aldri — var eg lítill og væskilslegur, og skóla- bræður mínir gerðu stundum gys að mér. Eg var sífeiminn og undirleitur bæði við kennarana og skólabræður mína. Eg gekk á latínuskólann í V/estmmstcr. Honum var skift í tvær deildir, eldri og yngri, er báðar voru í sömu stofu, aðeins aðskildar með tjaldi, sera klofið var í miðju og dregið til beggja hliða. Enginn skólapiltanna mátti hreyfa tjaldið. Sá sem það gerði gat verið viss um að fá að minsta kosti 5—6 högg á fingurnar með svipuól. Og það vildi enginn innvinna sér. Svo var það einhverju sinni um sumartíma í miklum hita, að við urðum að pínast á skólabekkjunum. Eg sat á bekk rétt við tjaldið og sofnaði. Ekki veit eg glögt hvort kennarinn hefir gáð að því, en alt í einu brýndi hann svo hressilega röddina, að eg vaknaði, en í fátinu greip eg til tjaldsins og reif það allmikið. Pað sló felmtri á alla í skóianum, og kennararnir gengu þegar á ráð- stefnu til að ákveða hegninguna. Eg átti að fá 12 svipuhögg á fingurnar á hægri hendi. Það lá við það liði yfir mig þegar dómur- inn var upp kveðinn. Eg féll til fóta skóla- meistaranum — en eg kom engu orði upp — tólf svipuhögg! — Mér var það svo ijóst, að þar eð eg hafði verið svo óheppinn að rífa tjaldið, þá mundi svikalaust verða fylgt á eftir. Hægri hönd mín var lögð á hart borð, svo sársaukinn yrði meiri. — Það hvein í svip unni, þegar skólameistarinn sveiflaði henni og köldum svita sló út um líkama minn En í því var kallað í sterkum og ákveðnum róm: „Sláið hann ekki! Það var eg, sem reíf tjaldið4!" Sá sem kallaði var skólabróðir minn úr hinni deildinni. Hann hafði setið á næsta bekk við tjaldið þeim megin, þegar slysið vildi til. Þessi eðallyndi piltur gekk nú hiklaust fram og tók á móti hegningunni í minn stað, Eg ætlaði að koma í veg fyrir þetta. En eg gat engu orði upp komið. Eg skammaðist mín niður fyrir allar hellur. Begar skólabróðir minn hafði tekið út hegninguna fyrir mig, mælti hann ofur vingjarnlega um leið og hann gekk framhjá mér með blóðuga fingurnar: „Gættu þess, vinur, að snerta ekki tjaldið oftar. Það eí

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.