Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1912, Page 6

Heimilisblaðið - 01.06.1912, Page 6
46 HEIMILISBLAÐIÐ eisi af honum aö skorast undan því. Þegar það ekki dugði, fórum við að storka honum á allar lundir og ögra, en alt árangurslaust. — „Eg smakka ekki áfenga drykki", sagði hann, „þið fáið mig aldrei til þess, — aldrei, aldrei!“ „Látum hann bara eiga sig“, sagði Tómas Black, sem orðinn var all-ölvaður, „við viljum ekki haía slíkan féiagsskít í okkar hóp“. „Já, látum hann bara fokka", bætti Samúel við með áherslu, „þegar hann þykist of góður til að drekka eitt glas af víni með okkur". „Þið misskiljið mig“, mælti Jón hrærður, ,.eg vil alls ekki drekka. Eg skal með gleði borga matinn fyrir okkur alla, borgið þið á- fengið njótið þess í friði fyrir mér“. Hann stóð upp, hringdi borðbjöllunni og bað þjón- ustustúlku, sem inn kom, að láfta sig fá reikn- ing yflr matinn. „Nei, Jón minn“, mælti Samúel Pratt, „við getum ekki verið þektir fyrir að þiggja mat hjá þér, öðrum eins hérvilling, sem ætlar að sieikja þig upp við skipstjóran með skinhelgi tómri“. „Nú, jæia,“ mælti Jón í klökkum róm. Fyrst svona er komið, þá ætla eg að segja ykkur það, sem eg annars ætlaði að halda leyndu. Framkoma Jóns sannfærði okkur um það, að eitthvað sérstakt hlyti að hafa komið fyrir hann, hlýddum við því á ræðu hans með athygli: „Saga mín er stutt“, sagði hann „og eg get verið stuttorður. Eg hefi aldrei þekt á- nægjulegt heimilislíf. Faðir minn var drykk- feidur. Fyrst hafði hann verið eiskulegur eiginmaður og ástríkur faðir, en áfengið eyði- lagðí hann. Hann var gleðisnauður fyrsti veturinn, sem eg man eftir mér. Við höfðum engan eldivið, sárlitla matbjörg og húsið var mesti hjailur. Einusinni frusu tárin á kinn- um mínum; þá grét eg sárt af sulti og kulda. Ó, hvað mamma bað Guð innilega að hjálpa pabba og okkur. Og þegar mér óx fiskur um hrygg, kendi hún mér að biðja lika. Eg varð að ganga manna í milli og betla. Óð' eg þá oftast snjóinn berfættur og í slitnum fatagörmum. Eg sá önnur börn heit og vel búin hoppa glöð og ánægð í skólann. Þessi böm áttu reglusama feður. Faðir minn fann sárt til ógæfu sinnar og þráði sárt að snúa við, — en var kominn of langt — hann var orðinn þræll vinsins. En hann bað Guð án afláts að frelsa sig, og — Guð heyrði bæn hans. — — Eg var orðínn átta ára gamall; og þessi átta ár voru mæðu- og þrautaár. Eg bið Drottinn að varðveita öll börn frá slíku eymdalífi. Svo var það kaldan vetrarmorgun einn. Faðir minn hafði ekki verið heima um nóttina, og móðir mín sendi migtil veitinga- hússins að vita um hann. Þegar eg kom á miðja leið, sá eg eitthvað dökt liggja í snjón- um utan við veginn. Eg gekk nær — það fór hryllingur um mig — þarna lá maður. Eg herti samt upp hugann, vék höfðinu við og dustaði snjóinn af andlitinu. — Hvílík skelf- ing! — Faðir minn, stirðnaður — dáinn. — Guð hafði bænheyrt hann, frelsað hann.“ — Hér varð hié á sögu Jóns. Hann þerraði tárin, sem runnu niður eftir kinnum hans. Enginn okkar mælti orð frá munni, við vorum innilega hrærðir af raunasögu Jóns. Svo hóf hann sögu sína á ný: „Eg hljóp í ofboði til veitingahússins og bað um hjálp að koma föður mínum heim. Veit- ingamaðurinn lánaði tvo vinnumenn sína og báru þeir líkið heim til okkar. Ó, kæru fé- lagar. Hvílík nístandi sorg! Móðir mín fleygði sér á kné og faðmaði hinn ískalda líkama, eins og hún vildi lífga hann með ástaryl hjarta síns. Þrátt fyrir alt og alt hafði hún elskað hann heitt og innilega og alt af reynt að sýna honum vott elsku sinnar. Móðir mín benti mér að koraa nær og- krjúpa á kné við hlið sér. Eg gerði það strax. Mælti hún þá með tárvotum augum: „Barnið mitt, þú veizt hvað það er, sem hefir orsakað ógæfu okkar og valdið hinum hrylli- lega dauða íöður þíns. Hann var einusinni-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.