Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 1

Heimilisblaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 1
Heimilisblaðið. I argðngur. HyrarSaÉÉa, otífótíer 1912. 10. Íölu6lað. Stutt hugleiðing. Litir lifsins. (Þýtt úr dönsku). Litskrúð alt lífið ber. Ljósgrcen ]>ar vonin er. ólund er ávalt grá. TJnun er himinb lá. Staðfesta stálbrún telst, stoðar í raunum helst. Höfum því hugarró: Herrann oss forlóg bjó. fíul er, sem gylling, flœrd Gull samt ei þar úr færð.’ Fjólulit fegurstan föst hefir vináttan. Sakleysið snjóhvítt skín. — Seraf með helgilín. — Út faðan oft þó hrekst ástin, sem rósrauð tekst. Dauðans er dókkur blcer, dregur hvern alveg fjœr. Litskrúði lífsins þá lokar manns augum frá. ;@r. J. )>$ddi. * * Hjátrú og hleypidómar eru mannkynsins eiginlega erfðasynd. Hver ein kynslóð sem lifað hefir, hefir eftirlátið niðjunum mikið af sliku, og yngri kynslóðin tekur við arfinum í krafti uppeldisins og valdtrúarinnar (Autoritets- troen) og spyr eigi skynsemina ráða. Hún getur og eigi spurt skynsemina ráða, því arf- urinn tœmist henni þegar, meðan hún er milli vita og leiðir afvega skynsemina jafnótt og hún vaknar. Framför heimsins er íólgin í því, að hjátrú (o: öll ósönn trú) og hleypi* dómar minki smám saman, fólgin í því, að hver kynslóð eyði nokkru af arflnum og fái niðjunum í hendur minna, en hún tók við af feðrunum. Hlutfallið er því öfugt við það, er gildir um allan góðan arf; þar er kostur að græða, hér að sóa. Ríki og vald hleypi- dómanna sýnir, að mannleg skynsemi á erflða framfaraleið. Maðurinn ræðir og ritar um meðferð á skepnum: nautum, sauðum og hestum, fiiðar fuglinn og flskinn, en — hugs* ar sárlítið að tiltölu um manninn. Skólar eru þó settir á stofn gegn valdi hjátrúarinnar og hleypidómanna; þeir eiga að auðga skynsemina að sannleika, því að hann einn getur gert manninn frjálsan, hann einn leysir af mann- inum fjötra þá, er standa honum mest fyrir þrifum, fjötra hjátrúarinnar og hleypidómanna. Hví anda margir þá kalt að skólunum ? Sumir af því, að þar heflr hleypidómurinu kúffylt mæli sinn og náð hæsta stigi, er þeir vefengja gagnsemi uppfrœðingar; en aðrir af því, að þeir vantreysta skólanum sem stofnun að ná augna-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.