Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 6
78 HEI'MILISBLAÐIÐ Eitt kvöld á gistihúsi. Brot úr dagbók eftir Álf í Skógi. Eg hafði tekið mér sæti við lítið borð í einu horninu á gistihúsinu á Tanganum. Eg kaus helst að vera þar, sem skugga bar á mig, því eg er og hefl alt af verið heldur ómannblendinn og einurðarlítill. Við borð á miðju gólfl sat roskin maður á mókembdum vaðmálsfötum með trefll um hálsinn og í skinnsokkum upp fyrir hné. Pað var auðséð að hann var sveitabóndi. Annar maður kemur inn á blárri treyju með enska húfu á höfði og svokölluð verkmannastígvél á fótum. Mátti sjá, að hann ætti heima þar í kauptúninu. Hann tók sér sæti við borðið gagnvart sveitamanninum og mælti: „Eg bað um kaffl handa okkur, Jón minn, og af því eg er hér svo kunnugur, þá lofaði konan að láta rjóma í það, en það gerir hún ekki fyrir alla. Eg man að þér þótti kaffl betra með rjóma, eins og mér, þegar við vor- um samtíða. „Og vertu blessaður fyrir það, Bjarni minn“, sagði Jón, „það var nú hægara að ná sér í dropa á þeim árunum heldur en nú er orðið. En heyrðu kunningi! Geturðu ekki útvegað mér á þetta glas hjá kerlingunni; eg skal borga það vel“, og Jón dró pelaglas með skrúfuðum tappa upp úr vasa sínum. „Og það tel eg víst“, sagði Bjarni, „hún er mesta gæðakoua og gefur okkur á glasið, ef við gefum henni nokkra aura fyrir“. „Eg var nú að hugsa um að fá mér ofur- lítinn matarbita á undan kaffinu", sagði Jón og dróg upp skjóðu undan borðinu og setti á hné sér. „Ekki vænti eg að eg megi bjóða þér bita með mér, Bjarni minn, þó að ekki sé nú upp á að bjóða: rúgbrauð og dilkakjöts- bita og ögn af lundabagga. „Og þakka þér fyrir, Jón minn; ekki held eg að við eigum nú með jafnaði að venjast svona fæðu við sjóinn", sagði Bjarni. „Hvað er annars að frétta úr sveitinni ?“ „Ekkert nema alt svona bærilegt. Tíðin hefir verið heldur góð í sumar, það væri vauþakklæti að segja annað. Heyskapur í meðallagi, en hann er nú farinn að verða dýr hjá okkur heyskapurinn eins og annað. Bað er ekki hægt að fá nokkra vinnukind, hvað sem er í boði. Krakkarnir hlaupa frá mönnum í kaupstaðina undireins og þeir fara að geta eitthvað. Og þá er annað en gaman að taka kaupafólk eins og það er orðið dýrt. Eg hafði t. d. kaupakonu í sumar sunnan af Nesjum, óvana og alveg kvikónýta og varð að borga henni 7 krónur um vikuna, ekki að tala um minna. Uppgjafa karl hafði eg sunn- an úr Grindavík, sem vildi fá 14 kr. um vik- una, auðvitað borgaði eg honum ekki nema 12; það nær engri átt þetta kaup. Það er svo sem ekki von til að efnahagur bænda sé góður með þessu lagi, eins og alt er orðið dýrt, og allir tollar má heita að fari dagvax- andi. Já, það er orðið erfltt að lifa í sveit- inni; ólíkt er það þó víst skárra við sjóinn að mörgu leyti". „Nei, þar fórstu nú með það! Eg held það sé öðru nær“, Jón minn, sagði Bjarni, „eg held það sé ólíkt betra að vera sveitabóndi en sjávarbóndi. Sjómaðurinn heflr ekkert annað en það, sem hann nær úr sjónum, og þessar fiskakindur verður að láta í kaup- manninn, og þætti gott ef það nægði. Svo hafa menn ekkert að jeta nema trosrusl, sem kaupmaðurinn vill ekki, og það sem hann lætur þá fá út úr búð með uppsprengdu verði. Það er þó einhver munur fyrir ykkur i sveit- inni, sem hafið kjötið og mjólkina, skyrið og smjörið". „Smjörið!11 endurtók Jón. „Ég held að það sé nú farið að minka um smjörátið í sveit- inni, því síðan þessi fallegu rjómabú komust á gang, veit eg, að margir hafa orðið að jeta þurt eins og rakkar. Það veit eg, að við hefðum orðið að jeta þurt hjá mér í sumar, ef konan mín hefði ekki lumað á ögn af tólg

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.