Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 3
HEIMILISBL AÐIÐ 75 frá rót þinni vorið þig vekur af blund, visnun og dauði mun aðeins um stund. Eins mun eg sjálfur, þó eymdir og kíf útslökkva geri mitt jarðneska líf, á vormorgni eilífðar vakinn af blund’-' verkin sín fullkomnar lífgjafans mund. Þessvegna lífið ei einkisvert er: »f allsherjarljósinu geisla það ber. Og við þessa huggun, á harmanna storð, huggar oss lífsins og sannleikans orð. Lof só þér, Alfaðir, ljóssins í geym’ að lífsins orð birtirðu mönnum í heim’. Við ljóma þess flyt oss í ljósið til þín, lífsins þar blómgun ei fölnar né dvín. Til hvers er grasafræðin? (Eftir Guðm. Hjalta^on, kcnnara). Hreindýramosi og lUmarmosi eru og báðir af flokki þessum. Vex hinn fyrri helzt í mosa, en hinn síðari á klettum. í honum eru líka margar mjög fallegar skóflr, er helzt þeirra landkortaskóf (Buellia geographica), Hún er grængul og breiðir sig oft eins og fagurgræn, nesjótt og vogskorin lönd og eyjar innan um gráleita og bláleita skófnahaflð sem oft þekur steinana og klettana. í’á' eru og gulu skófirnar (Xanthoria) sem líka eru á steinum og oft á trjám, Sjást þær tilsýndar eius og landkortaskófin. Ennfremur jökulskófin, sem oft breiðir sig hjá grœnu skófunum. Er hún þá eins og eyjar alþaktar snjó hjá vorgrænum skófna- eyjunum. Oft hefi eg, einkum á vetrum, mikla á- nægju af að horfa á steinana með þessum merkilega græna og gula gróðri; hann minnir mig á ma^gbreytt sumar og vetrarlönd í samfélagi, sem eru dreifð um dökkleitan og bláleitan sæ. í því, sem er allra smseðst, oft því má eg gá að, lifir yndið allra stæðst, — æði fáir sjá það. Skóflrnar gera mikið gagn í náttúrunni. fær koma fyrstar af öllum plöntum til að klæða aldauðan steininn lífl og fegurð. Þær mynda þar jarðveg fyrir mosana, og mosarnir búa síðan til mold handa æðri plöntunum, svo sem lyngi og grasi. VII. Sveppaflokkurinn. Hann er næsta fjölskrúðugur. En um hann verð eg fáorðastur, því eg þekki hann lítið. Ætir sveppir eru til á landi hér, og er þá víst sá, sem sumir hér kalla Ghamignon merk- astur þeirra. Hann er nokkuð líkur gorkúlu, en kúlumyndaðri, og er hvítur að utan, en með bleikrauðum þönum að innan. Vex víða í túnum og annari frjórri og þurri jörð. En hér mun líklegast vera eitthvað af eitruðum sveppum. Eg held eg þekki einn. Er hann rauður að utan með einlægum bleikum vört- um. Er víst líkur „Fluesvamp*, sem er mjög eitraður. Bezt er annars að kæra sig lítið um sveppi, þangað til að alþýðleg fræði um þá er fengin. Margir sveppar setjast á æðri plöntur sýkja þær og drepa. Eru stundum eins og litjfr punktar. Stóru, fallegu, fagurrauðu blóðin, sem oft sjást á bláberjalyngi um hásumar, neru bara sjúkdómssveppir, sorgleg fegurð veikleikans". (Frh.). Staka. Hvað er það, sem huga manns huggar bezt og gleði ljær? Eg held: góðar gjörðir hans, Guð og vinar faðmur kær. Guðm.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.