Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1914, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 01.02.1914, Qupperneq 4
12 HEIMILISBLAÐIÐ „LlvaS eg fann við hann!“ át Nellie upp eftir honum. og varð dreyrrauð. „Eg vissi að þér þótti vænt um hann, af því að hann er eina endurminningin sem þú átt um móður þína, og að þú gafst ungfrú Light hann aðeins af því að þú . . . af því . . . að þið voruð vinir. . Átti eg þá að horfa á hann komast í prangara hendur, þegar eg vissi hverjar endurminningar þú hast við hann. Eg gat það ekki. Eg keypti hann í þeirri von að eg gæti einhverntíma skil- að þér honum. Og nú afhendi eg þér hring- inn, og . . .“ Hún þagnaði snögglega og reyndi að ná hringnum af fingrinum, en Jakob hindraði hana í því. „Láttu hann kyrran," mælti Jakob hrærð- ur. „Áður dró eg hann á óverðugan fingur, en nú veit eg engan hér i heimi sem frekar ! en þú . . .“ Hann hætti snögglega og augu hans urðu vot, og honurn lá við tárum. Þau héldu áfram þegjandi og náðu brátt heimkynni frú Lees. Þar var tekið mætavel við Jakob, og dvaldi hann þar allan seinnipart dagsins. Og þegar hann fór Ioks, fékk hann leyfi til að koma aftuj-. Notaði hann leyfið nokkrum dögum siðar. Mónuðu síðar fékk Broard stöðuna, er hann sótti um, sem annar bókhaldari í hinu stóra Hudsons-járnbi-autarfélagi í New-York og hélt hann þá þegar brúðkaup sitt með Elísu Light sem hafði sýnt hye vel hún var heima í reikn- ingi. Auðvitað settust ungu hjónin að í New- York en unga frúin varð brátt fyrir nokkrum vonbrygðnm. Hún sá skjótt, að maður hennar har engu minna skynbragð á reikningsfærslu en hún, og hann var ekki til sinnis að taka þátt í hinum dýru skemtunum, sem borgin hafði að hjóða. Tveim mánuðum eftir brúðkaup þeirra, var annað brúðkaup haldið, þeirra Jakobs og Nellie, og settust þau einnig að i New-York. Þau báru sig ekki eftir skemtunum, og unga frúin sá i manni sínum stöðugt uppfylling vona sinna og di'auma. * * * Morgun einn, þegar Broard kom á skrif- stofuna, sagði yfirmaður hans honum tíðindi, er hittu hann illa. „Hafið þér heyrt það,“ sagði hann,” að einn forstjóranna, hinn ríki Astor ÁrlingtonT'hættír starfa sínum og setur son sinn í staðinn. ,&Við Verðurn því héðan af að vinna undirjstjórn'hins yngra. Broard hafði haldið, eins og aðrir, að gamli Arlington hefði verið ógiftur og barnlaus. Hvern- hafði hann eignast son svona alt í einu? Gat það verið, að munaðarleysinginn, Jakoh Arling- ton, sem Elisa hafði sagt honum frá, að hefði, dirfst að bi:ija um hönd hennar, vera þetta óskabarn? . . . Broard hló hátt að þessu gönu- skeiði hugsanna. Hvaða ástæða var til að blanda fátæklingsræflinum saman við miljónamæring- inn þótt þeir beri sama nafn. Klukkutíma síðar hló hann samt ekki leng- ur. Þegar klukkan var tíu, var skrifstofuþjón- unum stefnt saman í skiúfstofu forstjórans. Gengu skrifstofustjórarnir fyrir hinum. En hversu brá hr. Broard i brún, er hann sá Ja- kob Arlington og engan annann, munaðarleys- ingjann, standa við hlið gamla Astor Arlingtons. Þegar allir höfðu numið stað inni, tók forstjór- inn til máls og lýsti því yfir, að hann yrði að láta af forstöðu félagsin sökum heilsubrests, en aftur á móti tæki nú við því staifi einkasonur hans, sem þegar hefði sýnt að hann væri starf- inu vaxinn. Og lauk hann máli sínu með þvír að áminna þá uni hlýðni og góða breytni við hinn unga og nýja forstjóra, er frá þessari stundu væri yfirboðari þeirra. Skrifararnir snéru nú aftur til hinna dag- legu starfa sinna. Karl Broard var alveg agndofa. Honunr fanst alt hringsnúast fyrir augum s r. Umkomu- lausi drengurinn var þá sonur miljónamærings- ins. Og hann, auðnuleysinginn, sem hafði stað- ið svo langt undir honum, hann var nú orðinn yíirboðari hans og gat, ef hann listi, hrundið honumd á dyr. Hann, fyrverandi vinnumaður á búgarði tengdaföður lians, og sem hafði dirfst að biðja Elísu og hún hafnað að maklegleik- um . . . Hann stansaði snögglega í hugleið- ingum sínum, við það að einn þjónanna kom. með boð til hans.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.