Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1914, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.03.1914, Blaðsíða 3
H EIM*IL ISBL AÐIÐ urblíðunni, en mér hafði aldrei dottið ]iað i hug, hvernig mér mundi verða við, ef eg alt i einu þyrfti að hætta því. Eg hafði þess vegna ■enga hugmynd um það, fyr en eg reyndi það. Og svo |>egar næsta sumar kom nieð sólskini, veðurbliðum og útileikum, vorið og sumarið i allri sinni sveitardýrð, þá naut eg þess aftur í fullum rnæli og með óblandaðri gleði, án þess að hugsa hið minsta um atburð sumarsins næsta á undan. Það var ekki fvr en síðar, að hann rifjaðist upp aftur fyrir mér. Það er eðlilegt að börn hugsi þannig. En það er ekki eðlilegt að við hugsum þannig, er við erum orðin fullvaxta. Okkur þykir gaman ,að lifa, og njóta lífsins hraust og heilbrigð. En við gerum ekkert til að viðhalda þeirri heilsu, Það er svo, sem eg sagði áðan: við kunnum ekki að meta hana, fyr en hún er farin. Svo ef við missum heilsuna, þá óstillumst við og örvæntum; og það er heldur ekki nerna von, því að ofan á aðra evmd bætist þá einnig sjálfsásökun og samvizkubit. En þetta hvorttveggja er þveröfugt við það sem á að vera. Við eigum að reyna að halda Iieilsunni við sem bezt og skynsamlegast að hægt er; og bili hún samt sem áður eða fari, þá eigum við á sama hátt að reyna að ná í hana aftur með rósemi og stillingu og skyn- samlegu viti. * * * Allir vita hvað átt er við með orðinu menning eða „civi!isation“. Og fleslir vita víst einnig, að það er til nokkuð, sem kallað er yfirmenning. Menningin, eins og hún hefir orðið til með þjóðunum, hefir einnig sínar skuggahliðar. Hinn stórfrægi franski rithöfund- ur, Jean Jaques Rosseau, sem. dó skömmu áður ur en stjórnarbyltingin mikla hófst, heldur því fram í ritum sinum, að það sé yfirmenningin, hinir óeðlilegu lifnaðarhættir fólksins, sem mestri eymdinni og bölvuninni veldur í heiminum. »Snúum aftur til náttúrunnar“, þ. e. förum aft- ur að lifa lifinu eðlilega og blátt áfram, var viðkvæðið hjá honum. Og úr ritum hans er þessi setning tilfærð: „Allir hlutir eru góðir, þegar þeir koma frá hendi skaparans, alt um- 19 snýst og versnar, er mennirnir hafa farið hönd um um það.“ Auðvitað eru þetta stór orð- enda hefir höf. sjálfsagt aldrei ætlast til þess, að þau væru skilin bókstaflega. En hvað sem því líður, þá er það einróma álit allra lækna og heilsufræðinga, að margir af göllum þeim, sem menningunni fylgja, og sem einu nafni eru kallaðir „ofmenning“ eða „yfirmenning11, hafi haft einkar skaðleg áhrif á heilbrigði manna og heilsufar mannanna yfir höfuð. Það er ekkert svo gott, að ekki fylgi því eitthvað misjafnt, og það gildir þá lika um menninguna. Það væri nú ekki b'klegt, að hér hjá okk- ur íslendingum, hér í fámenninu og fásinninu, bæri mjög mikið á þessum skuggahliðum. En samt er nú svo — því miður. Og reynslan hefir sýnt, að það á sér einmitt mjög oft stað, er menningin færist. út meðal þjóðanna, að hið illa og misjafna lærist einna fyrst. Það er mörgum kunnugt með Indíaná, að það virðist heldur dauft útlil með það, að þeir geti nokk- urntíma orðið siðaðir menn. En æði margir þeirra hafa þó getað lært að fara með byssur; og allir hafa þeir getað lært áfengisnautn. Og þannig hefur það verið með flesta aðra vilta eða hálfsiðaða þjóðflokka, sem Evrópumenning- in á síðari öldum hefir náð til: með þvi fyrsta, sem þeir hafa lært, hefir verið að fá sér í staupinu. Menn munu nú vera fljótir til svars og segja, að ekki komi þetta þessu máli neitt við, við ís- lendingar séum hvorki hálfsiðaðir né villimenn. Nei, nei, svo er fyrir að þakka; en við erum samt sem áður þjóð, sem er fátæk og afskekt, og að mörgu leyti fákunnandi, einkum i öllu verklegu, þegar borið er saman við nágranna- þjóðirnar. Það er því óumflýjanlegt að við þurfum margt til þeirra að sækja, og því öll ástæða fyrir okkur að apa eigi alt eftir þeim, er við sjáum þær gera, athugunar- og gagnrýn- is-laust. En hvað sem annars um þessi mál má segja, þá eru margir af menningargöllunum orðnir rótgrónir með okkar þjóð. — Eg ætla að minnast á þá helztu, sem heilsufræðislega þýðingu hafa, en svo eru margir aðrir, sem liggja utan við umtalsefni mitt.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.