Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1914, Page 8

Heimilisblaðið - 01.03.1914, Page 8
24 HEIMILISBLAÐIÐ né minna en 255 kattarófur, sem hann geymir mjög vandlega. í menjásafni Maharajah í rikinn Baroda í Austur-Indíum er geymt teppi eitt. Var 3 ár verið að búa það til og virt að því loknu á 3,600,000 kr. Teppið er hálfur fjórði metri á lengd og 2 metrar á breidd, og er hver þráður röð af hinum allra fíngerðustu og dýrustu perlum, er til eru. í miðju teppinu og hornum þess eru hringir af hreinustu demöntum. lýmnisaga. Læknir nokkur var einusinni riíinn upp úr TÚmi sínu um hávetur í nístingskulda og næð- ingi, og beðinn að líta á fársjúkan mann, sem bjó utan við bæinn. Þegar læknirinn kom inn til sjúklingsins, spurði hann hvernig honum liði. Sjúklingurinn kvaðst ekkert finna til, en hann findi það bara á sér að hann dæi í nótt. Læknirinn lagði höndina á hjarta sjúklings- ins og athugaði lifæðina. „Hafið þér ráðstafað eigum yðar?“ spurði læknirinn að lokum. Sjúklingurinn náfölnaði. „Nei, það hef eg ekki gert ennþá, herra læknir,“ svaraði hann með skjálfandi röddu. „Þér verðið að athuga það, að eg er ennþá ungur að aldri, og það getur varla skeð að eg deyi svo skjótt. Eða haldið þér það, herra læknir? Haldið þér það?“ „Hver er málafærslumaður yðar,“ spurði læknirinn rólega, án þess að svara. „Málafærslumaður minn er hr. Knudsen.“ „Gott, gerið boð eftir honum nú þegar.“ Sjúklingurinn skreiddist á fætur skjálfandi af hræðslu og símtalaði eftir herra Knudsen. „Hver er sóknarprestur yðar?“ „Síra Kragh“. Sendið þegar í stað eftir honum, og svo ■er sjálfsagt að faðir yðar komi líka og verði viðstaddur og helzt ef hægt væri — — —.“ Þegar þessum fyrirskipunum læknisins hafði verið hlýtt. spurði sjúklingurinn mjög aumur: „Er það óreiðanlegt herra Iæknir, að eg eigi að deyja bráðlega?“ „Nei, það held eg hreint ekki“, mælti lækn- irinn. „því þér eruð fílhraustur, en eg kærði mig ekki um að vera eini maðurinn, sem þér göbb- uðuð þannig um hánótt í kulda og frosti. — Þér takið nú á móti gestunum, þegar þeir koma. Verið þér sælir.“ Aldahvörf heitir nýútkomin bók eftir meistara Bjarna Jónsson frá Vogi. Er það safn fyrirlestra, er hann flutti hér í Reykjavík i vetur um það er Noregur skildi við Danmörk 1814, og sýnir fram á, að þá hafi Islendingar átt sama rétt, þó þeir notuðu hann ekki. Bókin er merkileg og vel þess verð að íslenzk alþýða kynni sér hana. Hún kostar aðeins 90 aura. Fóðrið fuglana. Nú eru frost og harðindi mikil. Nú eiga vesalings fuglarnir við bóg kjör að búa. Þeir hafa fátt til bjargar. Fleygið því út til þeirra rusli, moði og því um líku. Það göfgar hverja sál að gleðja og seðja vesalings bjargarvana fuglana og öll dýr yfir höfuð, sem bágt eiga. Barnablaftið „Æskan“ kemur út í Reykjavík, 24 blöð á ári, tvö í senn, og auk þess sér- stakt jólablað. Arg. kostar aðeins kr. 1,20. Utg.: Adalbjörn Stefánsson og Sigurj. Jónsson. SKINFAXI, 16 síður á mánuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvis- um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eft- ir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri Jónas Jónasson fró Hriflu. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Jón Helgason prentari. Félagsprentsmiðjan.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.