Heimilisblaðið - 01.04.1914, Page 3
III. árg.
Reykjavik í apríl 1914.
4. tbl.
gjeistarinn mikli.
eftir Ingemann.
Sjd, meistarinn mikli kemur,
sitt mildiverk stundar hér.
Hann brœðir og brennir silfrið
unz burt úr þvi sorinn er.
í deigluna sífélt sér liann
hvort silfrið er fullhreinsað,
svo megi það mynd hans speigla.
Til merkis 'hann hefir það.
Jd, meistarinn mikli kemur,
sem manna fœr sálir brœtt;
í deigluna hjartans horfir,
svo hreinleikans fái gœtt.
Nær myndina sér hann sína,
að sálum hún speiglast í,
þá fagnar liann, meistarinn mikli
að markinu náði ’hann því.
Br. J.
Ifeilsa oq vanheilsa.
Ef'tir -n.
[Framh.j
Algengasti og skaðlegasti menningargallinn
er að mínu áliti hér hjá okkur áfengisnaulnin.
Afengisnautnin er skemd, átumein á þjóðarlík-
amanum, sem etur í kringum sig og sýkir út
frá sér, nœrri án þess við nokkuð sé hægt
að ráða. Hún er sá marghöfðaði Lernuvatns-
ormur, sem jafnskjólt vaxa tvö höfuð á, fyrir
hvert eitt, sem af er höggvið. — Hún veldur
vanheilsu, afturför og úrkynjun, hún gerir menn-
ina ófera til að gegna skyldum sínum. Sjúk-
dómar þeir, er hún getur valdið, eru marg-
víslegir og margir illir viðureignar — oft ó-
læknandi. Og neyti heilsulitill maður áfengis,
þá er það alveg ótrúlegt, hve mjög það getur
flýtt fyrir dauða hans. — Þegar slept er þeirri
notkun, sem áfengi hefir í lyfjafræðinni, þá er
það, í nógu smáum skömtum, algerlega gagns-
laust fyrir heilsu og líf, í stærri skömtum skað-
legt, og því skaðlegra, því stærri og tiðari, sem
skamtarnir eru. — Þetta er einróma álit allra
lækna og beztu vísindamanna, sem við rann-
sóknir þessara hluta hafa fengist. Annað mál
er hitt, að stundum hafa hinir vísu menn
þráttað um það sín á rnilli, hve fljótvirk áfeng-
isnautnin væri í því að draga mannfólkið norð-
ur og niður, niður í eymd og veikindi og ves-
aldóm; en öllum hefir þeim komið saman um,
að áhrif hennar á heilsu og líf væru eyðileggj-
andi, banvæn, seig-drepandi. — Og hún er
peningaþjófur og rœningi; og það hefir líka
sína þýðingu fyrir heilbrigðisástandið; bláfátæk-
ur, peningalaus og eignalaus maður getur aldrei
lifað heilsusamlegu lífi. — Annars liggur það
ekki fyrir hér að tala um það, hvernig áfeng-
isnautnin vinnur að því, að eyðileggja heilsu
manna. Það hefir áður verið gert, oft og mörg-
um sinnum, og skal því þessu slept hér.
Tóbaksnautnin er næsta syndin. Hún er
raunar langt frá eins skaðleg og áfengisnautn-
in, ekki eins áhrifamikil, en þó meira en svo,
að það sé ómaksins vert, að gefa gætur að
henni og reyna að hefta óhóflega útbreiðslu
hennar, einkum meðal barna og unglinga. í
tóbakinu er eitur, sem nefnist lóbakseitur, ni-
kotin. Það telst til þeirra efnasamhanda, er
heita alkáloidar. Það eru köfnunarefnissam-
bönd, unnin úr ýmsum plöntum, og mörg þeirra
eru mjög eitruð. Þau eru notuð mikið til lækn-