Heimilisblaðið - 01.06.1914, Page 8
48
HEIMILISBLAÐIÐ
„Þá reynum við víöar,“ sagði varðmaðurinn
hughreystandi.
„Kristján, hjerna er hún Katrín litla, dóttir
yðar.“
„Hún Katrín mín,“ rumdi í fanga í klefanum,
sem þau nú komu að. „Nei, eg átti einu sinni
dóttur, sem Katrín hét, en hún er fyrir löngu
dáin af sorg yfir ógæfu minni“, og tárin hrundu
niður eftir kinnunum á veslings fanganum; hann
stundi þungan og sneri sér frá hinum aðkomnu.
Niðurl.
SóiHrisur.
Kveðið í góulok 1914,
Eg mun, Góa, á eftir þér,
eigi sóa tárum,
litla fróun fékstu mér
í freðnum snjóa bárum.
Enga blíðu áttir til,
öll var stríð þín ganga.
Mörgum hríðar bléstu byl
beint á hlíðar vanga.
Alt er frjóa hulið hold,
— hinstu sóast gæðin —
þú hefir, Góa, gefið fold
gömlu snjóa klæðin.
Lækjum göngin þóttu þröng,
þeir ná öngum hljómi.
Kári löngu lögin söng
leið með ströngum rómi.
Hvíta höndin hefir lín
haga löndum strokið.
Fast eru böndin bundin þín,
brátt þótt önd sé lokið.
Margur hló í munar geim
misjafn þó var hagur,
sig er bjó að halda heim
hinsti Góu-dagur.
Sendu, Harpa, sólaryl,
sigraðu garp frá tjónum,
= HEIMILISBLADIЗ
keraur út 1 Reykjavík einusi»ini í mán-
uði — 12 blöð á ár — og kostar að-
eins EINA KRÓNU, sera óskast borgað
við móttöku fyrsta tölnblaðs hversárg.
I VESTURHEIMI kostar blaöið 40 cent
og kr. 1,50 í Evrópu.
Uppsögn er bundin við l. október, og
sé kaupandi ^>á skuldlaus vió blaöið. :
Utanáskrift til blaðsins er: :::::::
: HEIMILISBLAÐIÐ — KEYKJAVfK. :
láttu skarpan blíðubyl
burtu varpa snjónum.
Klakahaft og kulda spor,
kiptu jafnt úr lautum.
Láttu aftur. viðkvæmt vor
veita kraft í þrautum.
Qatafiazt.
lldhúsráð.
„Hrærð egg.“
6 egg, 12 matskeiðar mjólk, 10 kv. smjör,
ofurlítið salt. Egginu ásamt mjólkinni og salt-
inu er hrært vel saman t. d. í 5 mín. Smjörið
er látið í pott með flötum botní og látið bráðna.
Því næst eru eggin látin út í og þarf þá að
hræra stöðugt í og eldurinn má ekki vera mik-
ill undir. í skal hræra á þann hátt, að skafa
með sleifinni frá botninum, svo eggin komi upp
í stórum flögum. Þegar alt er þannig orðið
jafnt eru þau búin og má bera þau inn í gler-
skál og strá yfir þau smátt skorinni pétursselju.
SKINFAXI, 16 siður á mánuði. Flytur
myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís-
um kaupendum „Þjóðfélagsfræði11, eft-
ir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri Jónas
Jónasson frá Hriflu.
Utgefandi og ábyrgðarmaður:
Jón Helgason prentari,
Félagsprentjmiöjan.