Heimilisblaðið - 01.11.1914, Blaðsíða 1
11. tbl.
Reykjavík í nóvember 1914.
Eg man það enn livað Ijúft og létt það var
um Ijós og fegurð hlýrri lancla dreyma,
er sat eg einn við kulnað kertisskar
um kvöldin fyr, lijá pabba og mömmu heima.
En kotið fanst mér kuldalegt og smáit,
því kaus eg helst um draumalandið sveima.
Þar sem ad alt var yndis-bjart og kátt
en ekkert nema deyfð og skortur heima.
Svo gekk eg braut, og fór um fold og sjá
og fekk að skoða víða jarðar geima.
Þá reyndist dekkra alt sem augað sá,
og ólíkt smœrra en dreymdi vonin heima.
Þótt kotið væri kannske fremur látt
er kœrast nú þess Ijúfu stundir dreyma
og hvergi neitt eg fann svo hreint og hátt
■og hlýtt, sem kærleík pabba og mömmu
heima.
U.
ÞaS gagnar ekki að gera ran'gt, þó í góðu
skyni sé.
Of mikill flýtir er verri en seinlæti.
I fögru epli getur falist ormur.
Verðskuldað böl er verst að líða.
Það er aumt gaman sem engin alvara fylgir.
Með áhuga og erfiði nær maður takmarkinu.
Vega skal orð manns, en ekki telja.
Mikilmenni lætur jafnan lítið yfir sér.
Htbreiðsla sjúkdóma af völdum óþrifa.
Eftir Búa.
1. Aft lirækja livar sem menn standa.
Erlendar þjóðir bregða Islendingum um
sóðaskap, eigi að ástæðulausu; það er hættu-
legur óþrifnaður þegar menn hrækja, hvar sem
þeir eru staddir. Það eru einkum eldri menn
um og yfir fimtugt sem gera þetta; þeir hafa
vanist þvi frá barnæsku, sáu feður gera þetta
og lærðu af þeim; einkum eru það þeir af
eldri mönnum, sem óvíða hafa farið og fátt
hefir verið kent, þó út af því geti brugðið.
Það er því rniður eigi svo að skilja, að
eldri menn séu einir um hituna; ungu mennirn-
ir læra af þeim ilt og gott; þeir taka ósiðina
upp af þeim eldri, bera þá lil næstu kynslóðar,
eins og landlægar sóttir. Ef þú kemur að bæ
sumstaðar til sveita á Islandi, þá er þér boðið
til stofu; bóndinn tekur með tveim höndum á
móti þér og spjallar við þig, á meðan þú stend-
ur við; hann er slæmur fyrir brjósti, hefir
hósta af völdum kvefs, brjóstveiki, tæringar og
ýmsra annara næmra sjúkdóma, eða hann
tiggur tóbak; hann er ókyr í sæti sinu, stend-
ur upp við og við, gengur að hurðinni, opnar
hana í hálfa gátt, hrækir út um gættina, stund-
um gúlfylli (Þetta er þvi miður sönn lýsing af
sumum heimilum sem komið er á hér á landi,
jafnvel þó myndarleg eigi að teljast að almanna-
rómi; í sjávarþorpnm litið betra, skást í kaup-
stöðum. Hann þeytir uppganginum eða hrák-
anum á gólfið í göngunum, sem ýmist er úr
mold eða tré, eða á þiljurnar og veggina og
hvað sem fyrir verður, i myrkraskot rök og
ljóslítil eða ljóslaus, þar sem óþverrinn nær
sér niðri, þróast og dafnar, eins og mý á