Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1914, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.11.1914, Blaðsíða 3
HEIMIL ISBLAÐIÐ 83 Sumir menn hrækja í vasaklúta; hrákinn þornar þar upp, og er þetta engu síður við- bjóðslegt og hættulegt, en að hrækja á gólfið. Það er megn óþrifnaður, sem tröll eiga að taka. Húsbændur eiga að sporna við því af ýtr- asta megni, að heiniilismenn geri sig seka í þessum óþrifnaði, gera það fyrst og fremst aldrei sjálf, og finna að við þá er það gera. Þessi óþrifnaður sem hér hefir verið nefndur er þess valdandi, að cddrei verður hægt að út- rýma berklaveikinni eða hvíta dauðanum af Is- Iandi, verði hann eigi lagður niður. Hreinlát og skynsöm alþýða verður að vinna að því með landsstjórn, heilsuhælum og læknum; þessvegna má ekki berlaveikin eða hennar orsök vera í þjónustu heimilanna eða á alfaravegi. Þessi um- getni óþrifnaður var ein þjóðbraut veikinnar. Stjórnarráðið hefir sett reglur 31/6 1904 um notkun hrákaíláta og hreinsun þeirra 1 samkomuhúsum og opinberum byggingum. Þeim mun fylgt af sumum, en eigi óvíða eru þó gólfin sópuð t. d. í búðum án þess að bleytt séu, og líðst sá óþrifnaður án sekta. ÍBÍramóii í skógi. (Þýtt). Förum hægan, hœgan! Höfum tima nœgan. Skoðum skógargeim, — höll, svn bjarta, hreina, livolfið snjófgra greina, bencla í hœðir heim. — Kaldar geislaglóðir, gylla freðnar slóðir. — — Tungl i heiði lilœr. — . Hrimsins gulltár glitra, gneistum sindra og titra. — — Hulda hörpu slœr. Ekki alls fyrir löngu sendi eitt New-York blaðið 6 orða skeyti af stað i kringum jörðina. Eftir 16 minútur og 13 sekúndur var það búið að fara hringinn og komið til blaðsins aftur. S)Eí5:'Eí31Si51Ei3l=i=ll=í3Ei5ET=.l=T=ET=JETai=T=iL=T; m Brosðurnir. Et'tir Rider Haggard. jajg J 1. Við víkina dauðu. Frh. Á brattri klettasnös fram við strönd Essex (á Englandi), stóð fögur og frjálsleg stúlka er Rósamunda hét, hún var af brezkum aðalsætt- um. Hún var tíguleg ásýndum, með dökkt hár og dökk augu, fagran litblæ og yndislegan lík- amsvöxt. Hún var djarfleg og höfðingleg í framgöngu. Skamt frá henni til hliðar stóðu tveir ungir menn, tígulegir og vel vaxnir, það voru frændur hennar, er voru tvíburar, og hétu Godvin og Wulf. Godvin stóð þar eins og steingerfingur og krosslagði hendurnar á hjölt- um sverðsins er hann studdist við, en Wulf bróðir hans iðaði allur af óþreyju er hann gat varla dulið. Godvin var fölleitur og dreymandi, en þrek- lega vaxinn, en Wulf var snar í hreyfingum, fráneygur og djarflegur í allri framgöngu og hinn hermannlegasti. Rósamunda snéri sér nú að bræðrunum, er hún varð vör við óþreyju Wulfs, og mælti: „Viltu nú endilega fara heim Wulf, þó ekki sé nærri komið sólsetur?11 „Satt að segja var eg að hugsa um,“ svar- aði hann, „að ætið skyldi tímans gæta, og þar sem þú ert búinn að tína blómin, er við höfum sótt svo langt, finst mér vera kominn tími til heimferðar“. „Blygðast máttu þín, Wulf,“ sagði hún bros- andi. „Líttu á hafið og himininn, sem er að sjá sem ábreiða gerð af gulli og purpura“. „Eg hefi nú eflaust horft á það hálfa stund, frænka; mér fanst líka, þar sem eg horfði á Godvin bróður minn, að eg stæði frammi fyrir líkneski föður míns í Stangate klaustri. „Godvin líkist máske einhvern tíma föður sínum, að minsta kosti er það ósk hans, ef Guð gefur honum styrk til að framkvæma önn- ur eins afreksverk og faðir hans gerði“, greip bróðirinn fram í.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.