Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1914, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.11.1914, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 85 einnig hugsanir mínar um Austurlönd, og hið heilaga strið þar eystra.“ „Sem, því miður, hefir litla hamingju fœrt okkur“, svaraði Wulf. „Faðir okkar lét lifið í einu þeirra. Hjarta hans, sem var hið eina er aftur kom, var grafið þarna niðri í Stangate klaustri.“ „Var hægt að fá dýrðlegri dauðdaga, en falla i striði fyrir kross Krists?“ spurði God- vin. Er ekki enn þann dag í dag minst hetju- verka hans og dýrðlega dauða. Eg vildi óska og biðja að mér hlotnaðist annar eins dauð- dagi?“ „Já, dauði hans var fagur, satt er það“, svaraði Wulf, og bláu augun hans tindruðu, og um leið greip hann fastara um handfangið á sverði sínu. „En bróðir, nú er friður í Jerú- salem eins og hér i Essex, og útlit íyrir“ . . . „Friður! Já að vísu er þar vopnahlé í svipinn“, greip Godvin fram í, „en Pétur munk- ur sem við hittum hjá Stangate-klaustri, og dval- ið hefir í Sýrlandi, flutti þá fregn að stríð stæði fyrir dyrum, því einmitt nú er Saladin soldán í Damaskus að safna að sér liði frá fjarlægum héruðum. Prestar hans og herforingjar hvetja lýðinn til þess að hefjast handa gegn kristnum niönnum. Þegar það verður, munum við verða i hóp þeirra er berjast undir krossmerkinu eins og afi okkar, faðir og föðurbróðir og fleiri ætt- ingjar vorir hafa gert, Eða ættum við að rotna hér niður í þessu þoku-landi, þar sem við höf- úm setið svo lengi heima að ósk föðurbróður okkar, síðan við komum úr skozka leiðangrin- um. Eigum við að vinna á ökrum og gæta hjarða meðan jafnaldrar og jafningjar okkar herjast móti heiðingjunum; meðan krossfáninn blaktir og hlóð kristinna manna litar landið helga“. Frh. Reiður maður ræðst á annan, en hefnist á sjálfum sér. Góð ráð eftirá gagna lítið. Gjöf ráðvands manns er góð: hann gefur úr vel fengnum sjóð. Jafnvel beztu mönnum er ábótavant. Engin er uppskeran ef engu er sáð. Eg man vel eftir henni Önnu, sem við köll- uðum æfinlega Önnu litlu. Hún var vinnukona hjá foreldrum mínum, þegar eg var harn. Dökka hárið á henni skygði oflast á hálft andlitið, en augunum gaut hún llóttalega útundan sér. Mér þótti þá ósköp Ijótt að sjá flókna kollinn á henni Önnu, en maður hefir séð svo marga úfna kolla síðan, og nú er svo komið, að það þykir „fínt“ að vera mátulega úfinn á hárið, einkum fyrir ungu stúlkurnar. Anna var sauðarleg á svip, en þegar hún reiddist, og það var nú æði oft, þá kom æðis- svipur í augu hennar. Hún var fjarskalega upp- stökk hún Anna. Það mátti aldrei orðinu halla, þá varð hún æfareið, og jós skömmum yfir hvern sem vera skyldi, eg held, að ef hún stilti skap sitt við einn fremur öðrum, þá var það helst við mig, hún hafði gætt mín þegar eg var ungbarn, og tekið einhverri trygð við mig, annars varð mað- ur ekki var við mýkt eða blíðu í lundarfari Önnu aumingjans. Hún naut heldur ekki sérlegra vinsælda hjá fólkinu. Flestir gjörðu sér að skyldu að erta hana og hlæja að henni, og hún galt líku líkt. Alténd hlakkaði Anna yfir því, ef hinum stúlk- unum varð eitthvað á, þær höfðu líka horn í síðu hennar, og vinnumennirnir fyrirlitu hana og hæddust að henni. Stöku sinnum bar það þó við að Anna brosti og gjörði að gamni sínu. Sérstaklega minnist eg þess eitt sinn er hún var komin í sparifötin, með hárauðu svuntuna og græna silkiborðann, það var á töðugjalda sunnudaginn, og fólkið hafði alt búist beztu fötunum; móðir mín sagði þá eitthvað á þá leið; „Anna litla er annars allra laglegasta stúlka!“ Þá var Önnu skémt, hún roðnaði og leit niður fyrir sig, og virti brosandi fyrir sér brydduðu sauðskinnsskóna, og hárauðu svuntuna, sem hinar stúlkurnar sögðu reyndar að væri ekki notandi til neins. Þær

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.