Heimilisblaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 4
90
HEIMILISBLAÐIÐ
unar væri von, þó niaður legði sig sjálfan i
sölurnar fyrir sannleikann eða fyrir almennings-
heill; að eiðar hefði engan ósýnilegan áheyr-
anda; að enginn væri sjónarvottur leyndra glæpa
nema fremjandi þeirra; að tilvera mannsins
hefði engan tilgang og dygðin engan óbrygðul-
an vin; að þetta líf væri oss alt og dauðinn
gerði enda á þvi fyrir fult og alt. Hugsum oss
i einu orði, að menn útrými frá sér allri trú;
hver getur hugsað sér, hve víðtæk eyðilegging
þar fylgdi á eftir? Ef til vill vonum vér, að
borgaraleg Iög og náttúrleg samhygð manna
gæti samt haldið félagslifmu saman. En það
væri viðlíka líklegt, eins og að vér gætum fram-
leitt Ijós og yl og frjógun jarðar með eldi og
blysum, þó sólin hyrfi af hinmi. Hvað er það í
eðli manns, sem áynni honum virðingu og að-
laðan, ef iiann er ekkert annað en verndarlaus
dægurfluga? Og hvað væri hann þó annað, ef
guðneitun hefði rétt að mæla? Hvað yrði úr
mannlegu félagi, ef hugsjónin um Guð og virð-
ingin fyrir honum hyrfi alveg? Þá mundi eigin-
girni og nautnafýst ná algerðum yfirráðum yfir
manninum. Engum lögum yrði hlýtt. Engin
takmörk yrði á sællífi annarsvegar og á skorti
og vonlausum bágindum hinsvegar. Ðygð og
skylda yrði meiningarlaus orð og eftir engum
frumreglum lifað. Maðurinn skeytti þá ekki um
neitt annað en sjálfan sig, öll sálaröfl hans
gengi upp í þvi. Það yrði þá orð að sönnu, að
maðurinn sé eitt af villidýrunum.
Vert er að taka það sérstaklega fram, að
hin kristna trú heíir einkarmikla þýðingu fyrir
frjálsan félagsskap. Það er full ástæða til að
efast um, að án hennar geti borgaralegt frelsi
átt sér stað. Svo mikið er víst, að þar, sem
hún er ekki ráðandi, þar njóta menn hvorki
jafnréttis né óhlutdrægni. Kristindómurinn styð-
ur frjálst fyrirkomulag. Andi hans er andi
frelsisins, það er að segja: andi virðingar
fyrir rétti og hagsmunum annara. Kristin-
dómurinn viðurkennir meðfætt jafnrétti allra
manna. Hann mótstendur þeim ofríkiskröfum
náttúru vorrar, sem vilja kúga hina mörgu
undir vald hinna fáu. Hann leiðir, — með betra
uppeldi eigi síður en með boðorðum — hugi
mannanna til Gaðs: til að auðsýna honum ein-
um þá virðingu og lotningu, sem þeir hafa
ranglega auðsýnt vissum meðbræðrum sínum.
Öll stefna hans er frjáls. Hann leggur grund-
völlinn undir frumreglur góðgirninnar, réttvís-
innar, og virðingarinnar, fyrir manneðlinu. En
ekki er andi frelsisins eiugöngu sá, — þó marg-
ir haldi það, — að halda sínum rétti fast fram
og lúta sj&fur engri kúgun: hann er miklu
fremur sá: að bera virðingu fyrir rétti annara
og styðja hann, en forðast að gera nokkrum
manni rangt til. Sá er andi kristindómsins. Þar,
sem hann ræður, er trygging fyrir persónulegu
frelsi manna. En hún er engin þar, sem hann
ræður ekki.
En auk þessa hjálpar trúin frelsinu á ann-
an hátt. Hún dregur úr þörfinni fyrir að beitt
sé ofbeldis-aðhaldi við menn til að fá þá til að
hlýða lögunum. Hún hefir nfl. þau áhrif á menn,
að þeir verða “sjálfum sér lögmál“ ; hafa sjálf-
krafa taum á tilhneigingunni til að gera öðrum
rangt. Hugsum oss að áhrif trúarinnar til að
hreinsa hugarfarið og leggja hendur á ástríð-
urnar, hyrfi með öllu. Þá yrði stjórnend'úr að
hafa liðsafla til þess, að geta með ofbeldi afstýrt
óreglu og glæpum. En sá liðsafli og það of-
beldi gæti þá orðið — og hefir oft orðið —
hafður til að kúga frelsið, sem hann átti að
vernda. Hugsum oss, að lifernisreglur kristin-
dómsins hafi minni og minni áhrif á almennan
hugsunarhátt; að sama skapi yrði rneiri og
meiri nauðsyn að beita valdi í mannfélaginu. I
voru landi hefir stjórnin ekki þörf á hinni
miklu og margbrotnu lögregluskipun, sem hjá
öðrum þjóðum er sífelt á verði. Vér þurfum
ekkert herlið, ekkert njósnarfélag, engar þving-
unarreglur. Nokkiir vopnlausir embættismenn og
dómarar nægja til að koma fram hinum góða
tilgangi laga og réttar. Þetta gengur fram með
svo mikilli ró og kemur svo sjaldan í bága við
frjálsræði vort, að margir hafa varla af lögum
eða stjórn að segja, þó þeir njóti dagsdaglega
hinna blessunarríku nota, sem af þeim leiða.
Þetta er eðli hins fulla frelsis. En hverju eigum
vér nú þetta að þakka? Það er því að þakka,
að kristindómurinn hefir ritað öflug lög í hjörtu
vor, sem sameina hugina og mynda það al-
menningsálit sem mótstendur ranglæti og kúg-