Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1914, Page 6

Heimilisblaðið - 01.12.1914, Page 6
92 HEIMILISBLAÐIÐ Hér hætti Artaban um stund, en hélt síðan áfram: „Takið þvi eftir, vinir mínir, það sem eg hefi að segja ykkur um hið nýja ljósið og sannleikann, sem hefir birtst mér frá æfa-göml- um táknum. Við höfum allir lagt oss fram til þess að skygnast inn í leyndardóma náttúrunn- ar. Vér höfum reynt að ná læknandi lyfjum úr grösum og jurtum, jafnvel eldi og vatni. Vér höfum einnig sökt oss niður í rit hinna fornu spámanna, þar sem þeir hafa ritað um ókomnar aldir, dularspár, og reynt að þýða þær. En þó er ráðning stjarnanna rnest allra fræða. Ef unt væri að ráða þær rúnir, mundum vér þegar hafa leyndardóma mannlífsins í hönd- um vorum, alt frá upphafi til þrota þess.“ En stjörnurnar eru eins og hugsanir hins eilífa Guðs — óteljandi —“ skaut Tigranes vin- ur hans inn í. Speki vor á einmitt að vera í því falin, að kunna að viðurkenna eigin fávizku vora, og skilja til fullnustu, að mannkynið muni til eilífðar vænta árangurslaust nýrrar sólar- komu.“ „Ef bið vor er árangurslaus“, mælti Arta- ban, „þá liggur næst fyrir að breyta eins og hinir nýrri kennifeður Grikkja, sem segja, að sann- leikurinn sé enginn til, og vitrustu mennirnir séu þeir, sem verji lífi sínu til þess að Ijósta upp lygum, sem heimurinn hefir til þessa bygt trú sína á. En sólin mun renna upp og lýsa upp myrkur sálar vorrar, þegar það hefir ver- ið ákveðið. Lesum við ekki i bókum vorum, að við munum sjá skínandi ljós birtast oss.“ Þér mælið dult, og vér munurn aldrei fá skilið það til fullnustu“, mælti Tigranus. „Mér fyndist réttast, að vér snerum oss að, og ynn- um að því, sem næst oss liggur, og oss áhrær- ir, til þess að efla veldi vort i voru eigin landi, og vera ekki á jvarðbergi eftir einhverjum, sem koma á, sem ef til vili er útlendingur og framandi, og sem við ef til vill verðum að láta af veldi voru fyrir.“ Vinirnir litu hver til annars, og lýsti augna- ráð þeirra því glögt, að Tigranus hafði túlkað hugrenningar þeirra vel. En Artaban mælti þá, og var sem geislaði af ásjónu bans; „Trú án vonar er eins og alt- ari án fórnarelds". Þessa vísdómslegu spákenn- j ingu hefi eg geymt um langan aldur inst í hugskoti rnínu, og geislarnir af henni hafa gert hjart innifyrir hjá mér, og í þeim geislum hefi eg lesið margt, sem á rót sína að rekja til uppsprettu sannleikans, þar sem Ijósast er sagt frá komu hans!“ Um leið og hann mælti þetta, dró hann tvo bókfellsstranga undan skykkju sinni, og fletti þeim sundur á hnjám sér, og mælti: „I fornöld — löngu áður en forfeður vorir bygðu lönd Babýlonar — áttu heima í Kaldæu spekingar nokkrir; þeir kendu Magerum að lesa ýms tákn á hinrni. Einn þeirra var Balaam, hinn voldugasti þeirra. Lllýðið hinum spádóms- ríku orðum hans: „Stjarna upprennur af Jakob, og veldissproti rís upp í lsrael.“ Eg er nú orðinn hluttaki í þessum samtök- um, ásamt þrem vinum mínum „Caspar, Mel- chior og Balthazar. Við höfum gagnrýnt hinar gömlu spátöflur og komist að raun um, að þetta ár á það að koma fram. I vor urðum við þess varir, að tvær hinar stærstu plánetur í „Fiskinum“, sem tákna kynþátt Hebreanna, nálguðust livor aðra. Jafnsnemma komum við auga á nýja stjörnu, sem lýsti að eins eina næturstund, og hvarf síðan. En nú eru þessar tvær plánetur aftur að nálgast hvor aðra. Og í nótt vaka nú bræður mínir þrír í gamla hof- inu i Borsippa, en eg stend vörð hér. Ef stjarn- an skyldi koma í Ijósmál aftur, þá hafa þeir lofað að bíða mín tíu daga í hofinu, og munum við þaðan takast t'erð á hendur til Jerúsalem, til þess að sjá og tilbiðja konung þann, sem vér vænlum að koma eigi til Israel, Eg er sann- færður um, að stjarnan hirtist, og eg hefi gert ráðstafanir lil leiðangursins. Eg hefi selt aleigu mina, og fyrir andvirði hennar hefi eg keypt þrjá dýrindis hluti; safir, rúbín og perlu. Þeim ætla eg að fórna konunginum. Viljið þér fylgja mér á þessari pílagrímsgöngu, og færa hinum nýja konungi fórnir með mér, því að hann er þess verður að lúta honum!“ En vinirnir litu á hann undrandi og eins og þeir könnuðust ekki við hann. Þeir litu hver til annars sömu undrunar-augum og meðaumkunar, eins og þeir, sem liafa hlustað á ótrúlegar og óhugsandi sögusagnir.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.