Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1914, Page 7

Heimilisblaðið - 01.12.1914, Page 7
HEIMILISBLAÐIÐ 93 Og þeir yfirgáfu hús Artabans einn af öðr- um, og hann varð eftir, einmana. Hann stakk dýrgripunum þremur í belti sér, og stóð lengi og virti fyrir sér eldinn á altarinu. Loks dró hann til hliðar þungu dyratjöldin og gekk út á milli „Porfyra“-súlnanna út á svalirnar. Hvítleit þoka grúfði yfir austurhluta lands- ins, en í vestri var heiðskýrt. Saturnus og Júpíter virtust vera sein tengdir fast sanian. I þeirri andrá, sem Artaban leit það, birtist stál- blár neisti i dimmunni; hann tindraði í fyrstu i purpura- og litrauðum lit, svo varð hann bleikur eins og safran, og loks lýsti hann eins og skinandi bjart ljós. Artaban laut höfðinu hátiðlega og birgði andlit sitt í hönduni sér. „Sjá! Þetta er merkið. — Konungurinn kem- ur. — Eg vil ganga til móts við hann og lúta honum!“ Alla nóttina hafði hinn ágæti hestur Arta- bans — Vasda — beðið reiðtygjaður með ó- þolinmæði herra sins. Þegar í dögun — áður en hvíta þokan var með öllu horfin og fugl- arnir tóku að syngja, sté Artaban á bak gang- vara sínum, og hélt af stað hið fljótasta, sem og var honum áriðandi, ef hann átti að geta hald- ið loforð sitt við félaga sína — Magarana — sem biðu hans, þvi að hann varð að fara 150 „parasang“, en hann gat ekki farið lengra en 15 á sólarhring. Hann reið fót fyrir fót ofan brúnar hliðar Orontesfjallsins. Hann hélt beina leið yfir hið nisiska sléttlendi, og fór hratt um hin frjósömu Konkabors-engi og ekrur. Oft varð hann að leggja leið sina fram hjá auðum og kuldalegum fjallaskörðum, þangað til hann að lokum á 10. degi að næturlagi náði inn fyrir múrarústir Babýlonar. Reiðhesti Artabans voru nær þrotnir kraftar, on Artaban hélt enn leiðar sinnar yfir háslétt- nrnar, án þess að nema staðar. Þegar myrkrið skall yfir, var eins og hesturinn alt í einu fengi hoð um að fara gætilega — Það var auðsæi- legt, að hann hafði hugboð um einhverja hættu eða örðugleika. Hann hímdi með höfuðið og eins og mældi hvert spor, sem liann steig. Loks nam dýrið stað, og tók andköf, og skalf alt eins og í ofsahræðslu; það hvesti augun á dökka þústu, sem lá undir döðlutré einu. Artaban sté af baki. Hann sá í veikri birtu mánans mannveru, sem lá þvert um veginn. Hinn fátæklegi búningur hans, og sérkennilegu andlitsdrættir báru þess vott, að hann var Hebrei. Þurra, gula húðin á líkama hans sýndi það ljóslega að hann var hitasjúkur, og jafnvel fanst dauðakuldinn leggja af höndum hans. — Artaban sneri sér frá honum með aumk- unarsvip. En um leið heyrði hann þungt and- varp stíga frá brjósti hans. Mögru fingurnir höfðu gripið um kirtilfeld Artabans, og héldu honum föstum. Hjarta Artabans nam nærri stað við hugsunina um þessa töf á hinu áríð- andi ferðalagi hans. Átti bann að nema stað þarna, til þess að hlú að deyjandi útlendingi. Ef hann kæmi ekki á ákvæðistíma, mundu fé- lagar hans álíta, að hann væri hættur ferðinnL Þeir mundu leggja at stað án hans — hann mundi ekki ná takmarki sínu! En héldi hann nú tafarlaust af stað, mundi Hebreinn láta lífið þarna. Átti hann stutta stund að líta Ieiðar af stjörnunni og boðskap hennar, til þess að rétta deyjandi Hebrea eitt glas af vatni? Hann gekk til hins deyjandi manns, tók hann upp og bar hann að hæð einni. Langa stund sat hann við hlið sjúklingsins, og reyndi á alla lund að veita honum linun jijáninga hans, eins og sá, sem vit ber á læknandi jurtir. Seint og siðar tók sjúklingnum að vaxa kraftur aftur — nokkru síðar sat hann uppréttur og leit á Artaban. „Hver ert þú, — og hversvegna hefir þú lagt fram krafta þína lil þess að kalla mig til lífs aítur?“ spurði hann, með hreim máls þessa lands. „Eg heiti Artaban — Mogærinn frá Ecbal- ana, — er á leið til Jerúsalem á fund konungs Gyðinga, sem á að endurleysa mannkynið. Nú Þori eg ekki að dvelja lengur, því að föruneyt- ið, sem beðið hefir mín, fer ef til vill af stað án mín; hér er það sem eg á eftir af vini og brauði og læknalyfjum. Gyðingurinn lyfti höndum til himins og mælti: „Guð Abrahams, ísaks og Jakobs blessi þig. Ekkert á eg til þess að gefa þér til launa —

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.