Heimilisblaðið - 01.12.1914, Page 9
HEIMJLISBLAÐIÐ
95
Lengra — lengra héit Artaban áleiðis. Á
leiðinni gaf hann hungruðum fæði, og hjúkraði
sjúkum. Og árin liðu hraðar en skytta iðins
vefara. Nokkurum sinnum tók hann perluna úr
hulstrinu, og virti hana fyrir sér með angur-
blíðu.
Þrjátíu og þrjú ár eru liðin. Arlaban er enn
pílagrímur, og leitar stöðugt að konungi sann-
leikans. Hár hans er hvítt sem mjöll, og aug-
un eru döpur orðin. Þreyta og erfiðleikar og
sjálfsafneitun hefir sett mark á allan líkama
hans, og hann er viðbúinn dauða sínum. Síð-
asta sinni er hann kominn til Jerúsalem, til
þess ef til vill að ná þar fundi konungs sann-
leikans. Oft og tíðum hafði hann leitað í hverj-
um kima borgarinnar, en enn þá hafði honum
ekki hepnast að finna hann.
Páskahátíð Gyðinga var í nánd. Fjöldi barna
ísraels var þar saman kominn frá öllum lönd-
um, til þess að halda páskana hátíðlega. Þenn-
an dag var mikið um dýrðir á götunum. Him-
ininn var grár og skýiaþrunginn.
Artaban gekk til nokkurra landsmanna sinna
á götunni, og spurði þá, bvað um væri að vera.
„Við ætlum til staðar þess, sem nefndur er
Golgata“, svöruðu þeir, „því í dag á al'taka þar
fram að fara. Eða veiztu ekki hvað hefir gerst
hér? Það á að krossfesta nafnkunna tvo ræn-
Wgja, og meðal þeirra mann, sem nefnir sig
Jesús frá Nasaret. Hann hefir gert kraftaverk
nieðal manna, og alþýða elskar hann af hjarta.
En æðsti presturinn og skriftlærðir hafa ákveð-
ið að krossfesta hann. Og Pílatus hefir staðfest
dóm þeirra.“
Artaban varð mjög um þessa fregn, og hann
bugsaði: „Vegir guðs eru órannsakanlegir og
v'ðtækari en hugsanir mannanua, og ef til vill
fse eg ^ú loks að sjá konunginn meðal fjand-
n>anna hans. Ef til vill getur mér hepnast að
kaupa lausn handa honum fyrir perluna mína.“
Oldungurinn lét berast með fólk-straumnum
uf fyrir borgarhliðin. Skamt frá hlifinu sá hann
nokkra hermenn frá Makadoníu koma álengdar,
°8 drógu þeir unga mær eina eftir sér. Þegar
Artaban nam stað til þess, að athuga þetta,
sleit ungmærin sig lausa, og fleygði sér fyrir
fætur Artabans, þvi að hún hafði komið auga á
hvítu húfuna á höfði hans og vængjuðu gull-
hringana á kyrtli hans.
„Miskunaðu þig yfir mig“, kallaði hún há-
stöfum, „og frelsaðu mig í nafni sannleikans
Guðs! Eg er dóttir eins hinna voldugu Magara
eins og þín, Faðir minn var hlutakaupmaður,.
en nú er hann dáinn og eg á engan að, og nú
á að selja mig mansali!“
Artaban skalf. Það vaknaði í honum enn
stríðið milli gjafmildi og þess, að verða án þess
að færa konunginum gjöfina, ef bann hitti hann.
Tvisvar sinnum áður höfðu gjafir gengið til
bágstaddra manna sem ætlaðar voru konungi
sannleikans til dýrðar. Þriðja sinni stóð hann
nú frammi fyrir valinu. Mundi þetta vera fæki-
færi sem stóð honum opið sem aldrei kæmi
aftur, eða var það freisting í síðasta ‘sinni?
Hvernig sem það var skoðað, var það óhjá-
kvæmilegt. Og kemur ekki alt óhjákvæmilegt
frá Guði?
Hann dróg perluna úr barmi sínum. Aldrei
hafði honum virzt hún jafnfögur. Hann lagði
hana í lófa ungmeynnar. „Hér fær þú lausnar-
fé þitt, dóttir sæl. Það er síðasti gripurinn minn,
sem eg hafði ákveðið konunginum “
Meðan hann mælti þetta, varð himininn
dimmur og myrkur, og jörðin skalf við fætur
honum. Múrveggirnir gengu í bylgjum, og stein-
arnir losnuðu og fellu til jarðar. Hermennirnir
flýðu í allar áttir og Artaban og mærin urðu
ein eftir út við múrvegginn. Nú hafði hann
einkis framar að vænta eða óttast. Þvi að nú
hafði hann síðustu vonina um að finna konung-
inn. Hann fann þá með sjátfum sér, að þótt
hann ætti að lifa alt líf sitt aftur, mundi hann
ekki breyta öðruvísi.
Aftur titraði jörðin. Stór steinn, féll til jarð-
ar og bitti Artaban á gagnaugað. Hann hné
niður, og hvítlokkaða höfuðið hvíldi hann á
öxl mærinnar, en blóðið streymdi út úr sári
hans.
Þegar hún laut ofan að honum heyrðist
rödd utanúr dimmunni; hún hljómaði eins og
söngur i fjarska, þegar söngurinn einn greinist
en orðin ekki. Mærin sneri sér við til þess að
sjá, hvort nokkur væri nálægur, en hún kom