Heimilisblaðið - 01.01.1915, Page 3
uðs friður.
Himneski friður!
hingað stíg niður
lijarta mitt í.
Óró þess stilltu.
TJnan það fylltu.
Upplyftu því.
Háleita kennmgin hjálpað ei fœr,
himneski friður! ef þú ert mjer fjœr.
Auður og tómur
orðanna litjómur
er mjer án þín.
Kom mjer til handal
Kom með Guðs anda
krafti til mín.
Kom, svo liann gjört fái hjarta mitt
lireint.
hélgimagn orðsins að fái jeg reynt.
3 ti ao (Sl•íVídtíöm.
oBfc. 3. þýddi.
Til kaupenda.
iSteð þessu tölublaði liefst fjórði árgangur Heim-
ilisblaðsins, og vil ég þvi gripa tœkifcerið til þess að
þakka kaupenclum og öðrum stuðningsmönnum blaðs-
ins aðstoð þeirra á liðna árinu, og óska þeim alls
góðs á hinu nýja.
Jafnframt vil ég leyfa mér að minna útsölumenn
ú það, að eftir hinni gefnu reglu blaðsins, vœntir út-
gefandi þess, að blaðið sé borgað við móttöku
fyrsta tölublaðsins, því að á þvi hvilir framtið
blaðsins, að það sé borgað skilvislega, enda er verð
þess miðað við fyrirframborgun.
Blaðið mun leitast við, eftir fremsta megni, að
flytja góður sögur, og ýmsan fróðleik er almenningi
geti fallið i geð, og vona 'ég að sagan „Brceðnr.n•
iru, verði mörgum lesendum þess kœrkomin.
Útgef andinn.
Eflir „En Husmoder".
Menning er nokkuð, sem allir vilja hafa til
að bera. Og flestir halda, að þeir hafi hana
nokkurn veginn. Hún er líka nokkuð, sem
sannarlega er vert að sækjast eftir. Því sönn
menning hefir gildi fyrir framtiðina, og veitir
manni hæði manngildi og álit.
En í hverju er þá menningin fólgin ? Það
er nauðsynlegt að vita, þar eð hún er svo mik-
ilvæg. En svörin upp á þetta spurnmál munu
verða mismunandi eftir því, hvernig hver Iítur
á. Og eg ætla ekki heldur að takast á hendur
að svara því til fullnustu. Það er of þýðingar-
mikið og of alhliða til þess. En eg ætla að
taka fátt eitt fram, sem getur gefið bendingar
og hvatt til að hugsa málið.
Menning getur verið á ýmsu stigi og haft
ýmsar hliðar. Sumir halda að hún sé fólgin i
því, að vera vel klæddur, tígulegur í framgöngu
og slá um sig með útlendum orðum og orða
tiltækjum. Þessir menn líta svo á, að sveita-
fólkið, sem ber heimagerðan klæðnað, talar ó-
breytt móðurmál sitt og er „blátt áfram“ i hátt-
um sínum, sje menningarlaust. En það lít eg
fjarri sanni.
Náttúrlegt er, að sveitafólkið eigi að ýmsu
leyti óhægra með að afla sér menningar en
kaupstaðafólkið, sem hefir svo greiðan aðgang
að skólum, nýtur stöðugrar umgengni vel ment-
aðra manna og getur, með viðkynningu við þá,
æft menningarhæfileika sina betur, en sveitafólk
á kost á að jafnaði.
Og þó mun svo reynast, ef vel er að gætt,
að sveitafólk stendur hærra að menningu en
megin þorri kaupstaðafólksins.
Sú hlið menningarinnar, sem mestu skiftir,