Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1915, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1915, Síða 6
4 HEIMILISBLAÐIÐ fram sandbleytunni. Þögnin var að eins rofin af skrækhljóða niáfum og sjávarniðnum. Engin mannleg vera sást, enda var vegur þessi ekki fjölfarinn. Fiskimenn komu þangað að eins ein- stöku sinnum. Þegar sólin var að ganga til viðar nálguð- ust þau víkina. Þau sátu öll vel á hesti, enda öll vön reið. Hestur Rósamundu var grár að lit. og hafði faðir hennar gefið henni hann. Það var mesti stólpagripur, annálaður fyrir þrek og eftir því þægilegur til reiðar. Hestar bræðranna voru ekki eins léttir á sér, en vel tamdir stríðshestar, er hvorki óttuð- ust óp né vopnaglamur; en ruddust áfram þeg- ar þeir voru knúðir, og stóðu kyrrir er þeim var sagt. Nokkra faðma frá víkinni var landræma þakin kjarri, og voru þar innanum eikitré á stangli. Þessi landspilda lá meðfram veginum á spotta er lá uppámóti. Þar var æfagamall veg- ur er bygður bafði veriö í sambandi við brú eða steinboga úr óhöggnu stórgrýli, 40—50 metra út á víkina, auðsjáanlega til skjóls fyrir fiskibáta eða flutningaskip, er vel gátu legið við hana um fjöru. Nú var fremri endi henn- ar hruninn í sjó, en að ofanverðu var hún traust en ógreið yfirferðar. Þegar þau komu uppá hæðina, kom Wulf, er fyrstur fór, auga á mannlausan hát, er lá bundinn við steinbrúna. „Það lítur út fyrir að fiskimennirnir þinir Rósamunda, séu lentir og hafi gengið upp til Bradwell-þorpsins“, sagði hann. „Það er einkennilegt“, sagði hún með ákafa, „þvi hingað konia fiskimenn örsjaldan nú orðið“. Hún stöðvaði hest sinn eins og hún ætlaði að snúa við. „Hvort þeir eru vanir að koma hingað, veit eg ekki“, greip Godvin fram í, „en liitt er víst að þeir hat'a nýlega yfirgefið þenna bát“. Hann stóð nú uppi i ísíöðunum til þess að litast um. „Að líkindum þurfum við ekki að óttast mann- lausan bát.“ Þau héldu síðan áfram niður að steinbrúnni. Alt í einu heyrðu þau hávaða fyrir aftan sig, og varð þeim litið við, brá þeim þá mjög í brún er þau sáu hóp vopnaðra manna koma hlaupandi með brugðnum sverðum. Þeir voru sex til átta saman. Á höfði höfðu þeir hjálma eða leðurhúfur, með þykkar blæjur fyrir andlit- inu, er vofu aðeins með götum til þess að sjá í gegn, án þess þeir yrðu þektir. „Þetta er fyrirsat! vélræði!" hrópaði Wulf og dróg sverð sitt. „Fylgið mér fljótt á Brad- well veginn.“ Svo knúði hann hestinn spor- um er ætlaði að þjóta afram, en hann tok aft- ur sterklega í taum hans og stöðvaði hann. „Guð minn góður!“ kallaði hann upp yfir sig. „Þar eru þeir þá ennþá fleiri!“ Nú kom i Ijós nýr hópur vopnaðra manna á Bradwell veginum. Meðal þeirra var maður einn hár vexti, er ekki virtist bera annað vopna en stóran boginn hníf í belti sér, en var í brynju undir skikkju er lá lauslega á öxlum bans. „lil bátsins!“ hrópaði Godvin, en hávaxni maðurinn rak upp einkennilegan hæðnishlátur. Þau riðu nú út á steinbrúna, þvi um ann- að var ekki að velja, aðrar leiðir voru þeim varnaðar, á aðra hlið var aurbleytu-fen en á hina skógi vaxin hæð, er ekki var hægt að ríða yfir. Þegar þau nálguðust bátinn, sáu þau, að hann var íestur með keðju og lás, er ekki var hægt að höggva sundur né opna fljótlega, og skildu þau nú hvers vegna maðurinn hafði hlegið. „Farið þið bara í bátinn!“ kallaði einhver hæðnislega, „eða að minsta kosti látið ungfrúna i hann, svo við losnum við að bera bana út f hann með valdi“. Rósamunda fölnaði, og Wulf brá litum; hann greip traustu taki um handfang sverðs síns. Godvin var rólegur og alvarlegur sem venja hans var; hann reið nokkur skref áfrain og sagði stillilega: „Hvers óskið þið? Segið okkur það, ef þið hafið nokkurn drengskap til að bera. Séu það peningar, þá böfum við þa enga, en vopn okk- ar og hestar vona eg verði ykkur dýrkeyptir.“ Hávaxni maðurinn, sem virtist vera fyrirliði hinna, gekk nær ásamt öðrum til, er hann tal- aði við í hálfum hljóðum. (Frh.).

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.