Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1915, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.01.1915, Qupperneq 10
8 HEIMIL ISBLAÖIÐ i þann vegin að hlaupa burt með þetta herfang sitt, en á sömu stundu komu tvær töfradísir á móti þeim. Hélt önnur dísin á blikandi sverði í hægri hendi, en vog í hinni. Hin disin var ástúðleg og blíð og hélt á alsnægta horni. Þær voru réttlætið og kœrleikurinn. „Hvað hafið þið þarna?“ spurði véttlætis- dísin byrst. „Mannshjarta,“ svöruðu dvergarnir. „Leggið það á vogina, reynist það of létt meg- ið þið eiga það.“ Dvergarnir hlýddu og vogarskálin með hjarta drengsins féli alveg niður. Þegar kærleiksdísin sá þetta, reiddist hún harðbrjósta dvergunum og hrópaði upp: „Þið hafið stolið gullhjarta óhræsin ykkar er sáið illindum og slyrjöld meðal mannanna. Látið það strax á sinn stað aftur!“ Dvergarnir urðu að hlýða, hlupu inn í skóg og hurfu. Þegar Fritz opnaði augun aftur stóðu báðar dísirnar hjá honum. Kærleiksdísin fylti körfu hans víni, kökum og öðru góðgæti, handa veiku móðurinni. Ðíengurinn leit til dísarinnar og Ijómaði alt andlitið af gleði og þakklæti, tók um leið til orða, en stamaði af þakklæti. „0, góðu dísir hvernig get eg þakkað fyrir alt þetta? Eg hélt að enginn vildi hjálpa mér og nú gefið þið mér svo ríkulega.“ Réttlætisdísin svaraði vingjarnlega: „Vertu ókvíðinn veslings drengur, við góðu dísirnar yfirgefuin engan sem ber gullhjarta í brjósti.“ ikuggsjá. Tímaritið „Revue Scientifique“ getur um safn eitt í Nara i Japan sem stofnað er 756 og talið sé elsta sal'n heimsins. Það hefir að geyma dýrmætt safn málma, steina og annara jarðefna, sömuleiðis víðtækt jurtasafn og ómetanlega eign iðnlistar-gripa, yfir 3000 sjaldgæfa muni af ýmsu tagi dregna lakki og emalje ; sömuleiðis úr málmi, postulíni og leir ásamt húsgögnum, vefnaði o. íl. Víðsvegar í heimi, einkum þó í Ameriku, eru menn byrjaðir að nota pappírssekki utan um steinlím (cementj. Þeir eru taldir hafa ýmsa kosti — gallana er ekki talað um — fram yfir venjulega sekki. Fyrst og fremst kosta þeir ekki nema x/4 verði annara sekkja, sem notaðir eru til hins sama, en sekki af striga er líka ætlast til að hægt sé að nota hvað eftir ann- að, en pappírssekki auðvitað að eins einu sinni, þegar þeir eru tæmdir er því sama hvernig þeir eru opnaðir og hvað við þá er gert, í stað þess að hina þarf að opna gætilega, telja þá, leggja þá saman í bagga og binda um þá og senda þá til baka, og vill þá oft töluvert eyðileggjast og tapast. Annar kostur pappírssekkja er sá, að stein- límið rýkur ekki gegnum þá eins og strigasekki. kaupandi fær þvi sína réttu vigt, sem aldrei á sér stað með strigasekkjum. Sömuleiðis loðir ekkert við pappírsekkina þegar þeir eru tæmd- ir. Reynslan hvað jafnframt sýna að raki hefir minni áhrif á það í sekkjum þessum en þeim venjulegu. Hversu haldgóðir þeir reynast við uppskip- un og ílutning hér er eftir að vita. Ameríkumaður einn hefir ' á kostnað New- Ýork blaðsins „Evening Sun“ ferðast umhverf- is jörðina á 35 dögum, 21 klukkustund og 35 mínútum. Það, sem kallast „karakter“ er vel þroskað- ur vilji. Barnablaðið „Æskan“ kemur út i Reykja- vík mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20. Utg.: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurj. Jónsson. SKINFAXI, 16 síður á mánnuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís- um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eftir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Jón Helgason prentari. Félagsprentsmiðjan.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.