Heimilisblaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 1
I. Kærlciksleysið.
Hvað liugm þessir herkonungar nú,
sem hafna ölluni mannkœrleik og trú,
sem brytja’ og skjóta brœðra sinna fjöld
og blóði ata tuttugustu öld?
Þeir allir þykjast verja völd og rjett,
en váldasýkin aldrei verður niett,
því hún er fœdd af heimsins stœrstu synd,
sem heitir „Agirndkærleikslaus og blind.
Þá keisarar og kongar eru frá,
sem kúga þjóðir hernað í og þjá,
og vigvélonum sökt i saltan niar,
þá sést það best hvað kœrleiksleysið var —
Alt hlutverk þetta heimsins þjóða er
og hér að kemur síðar — trúið mér! —
Þá rikir friður yfir okkar jörð
og eilif verður sungin þakkargjörð.
II. Kærleikurinn.
'Sá hefir alt sem hefir kœrleikann,
sá hefir ekkert, sem að vantar hann,
þvi kœrleikurinn er hið œðsta hnoss,
sá ódauðlegi neisti’ er býr i oss.
Hann Ijómar strax á barnsins ungu brá,
er blitt það hjalar mömmu sinni hjá,
°g móðurinnar augum úr hann skin,
er oð sér vefur litlu börnin sín.
Hann fyrirgefur öllum ætið ált,
°g engin laun þú bjóða honum skalt,
því meira, sem hann getur gefið þér,
þess gjafmildari’ og ríkari hann er.
Og geymum þenna góða dýrgrip vel
i gegnum lifsins baráttu og hél,
því himnaríki’ i lijarta mannsins býr,
ef heilög mannást þar er rituð skýr.
@udm.
iæiiu iungu þinnar.
Mr. George R. Scott ritar um] það málefni
á þessa leið:
„Að tala vel er þess virði, að lögð sé rækt
við að Iæra það, — að vita, hvenær beita skal
alvöru og hvenær að vera við öllu búinn. Gættu
þess, hvernig þú talar, því að velgengni þín er
að mestu undir þvi komin, hvað þú segir, og
hvernig þú segir það.
Tala þú aldrei meðan þú ert reiður, annars
getur svo farið, að þú segir eitthvað, sem þú
síðar vildir ekki hafa sagt. Vertu rólegur undir
öllum kringumstæðum og láttu þér aldrei verða
það á, að segja ósatt; því að það er framtíð
þinni hættulegt, að þú sért þektur að ósannind-
um, og þess utan er það Ijótt. Ef þú gerir þig
kunnan að því að segja ósatt, þá verður þér
ekki trúað, þegar þú segir satt. Umfram alt ber
þér að tala þannig, að allir, sem hlusta á mál
þitt, fái óbilandi sannfæringu fyrir því, að þú
ílyljir rétt mál. Sjáðu til þess, að loforð þín
séu eins áreiðanleg, eins og þú gæfir skriflega
skuldbinding, í öllum þínum viðskiftum og gerðu
jafnan alt, til þess að efna loforð þín. Þau til-
felli geta að höndum borið, að þér verði þetta
ómögulegt, en láttu þau verða eins fá og frek-
ast er unt.
Gættu þess i tali þínu, að ýkja aldrei, því að
ef þú reynist ýkinn, þá lækkar það tiltrú til
þín hjá öllum mönnum, sem eru þess virði að
eiga að vinum, og sem þér er hagur að njóta