Heimilisblaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 2
10
HEIMIL ISBLAÐIÐ
tiltrúar hjá. Tungunnar skyldi vel gætt, og orðin,
sem töluð eru.skyldu velog nákvæmlegayfirveguð.
Vertu ekki ofsaíenginn í tali, því það skap-
ar það álit á þér, að þú sért bráðlyndur og
ekki félagslegur. Allir ættu að varast háværan
mann, og hávær kona ætti að vera látin taia
við sjálfa sig.
Viðhafðu ekki löng orð eða þungskilin í við-
ræðum þínum, en veldu algeng orð til þess að
gera hugsanir þinar skiljaniegar. Einföldu orðin
eru auðskildust, og það veitir hinum grunn-
hygnu ánægju, að hlusta á þig, ekki siður en
þeim, sem eru skynsamir.
Talaðu hægt og ljóst og grautaðu ekki sam-
an málsgreinum þinum. Þú getur ekki verið of
varkár í þessu efni, ef þú vilt verða skilinn rétt.
Láttu þig ekki henda það, að fara í stælur
til þess að auglýsa yfirburða þekkingu þína; en
að eins þegar það er nauðsynlegt til þess að
styrkja einhvern sannleika, sem nauðsynlegt er
að gera Ijósan.
Þú getur ekki verið of vandur að því,
hvernig þú beitir málrómi þínum og hverjar
hreyfingar þú hefir í viðræðum þínum, og hvern
svip þú setur á andlit þitt.
Það er virði alls þess ómaks og umhugs-
unar, sem til þess krefst, að læra að tala vel,
og það margborgar þér alla þá fyrirhöfn, sem
þú verð til þess.
Vertu góðgjarn í umtali þínu um aðra.
Reittu ekki til reiði með því, sem þú segir, en
vitnaðu með tali þínu, að þú búir yfir göíugu
hugarfari.
Mikið ilt getur hlotist af ógætilegum orðum,
jafnvel fyrir það málefni, sem þú ert meðmælt-
ur, og það verður ekki afmáð með neinum
réttlætingar afsökunum.
Tem þú þér þá list að hugsa meira en þú
segir. Vottaðu göfgi þitt með daglegu tali þínu,
og vertu eins umburðarlyndur og þér er hægt
í umtali við andstæðinga þína.
Idaga þú svo orðum við vini þína, að þeir
finni velvild þína til þeirra skína út úr þeim.
Smjaðraðu ekki fyrir þeim, né hlað neinu hóli
á þá, vertu einlægur í aðfinslum þínum um
gerðir þeirra. Þegar þig greinir á við þá, þá
tala þú í mildum rómi, og gættu þess vandlega,
að velja hentugan tíma til þess. Vinirnir ættu
að vera of dýrmætir til þess, að breyta ógæti-
lega við þá, og þú skyldir jafnan vera viss um,
að hafa réttmæta ástæðu til þess þú takir að
þér að leiðrétta þá.
Haltu öllum þínum reiðihugsunum leyndum,
og gæt þess jafnan, að segja ekkert það, sem
skygt geti á þá góðvild, sem þú og vinir þínir
berið hvor til annars.
Talaðu eins lítið og þér er mögulegt um
einkamál kunningja þinna, en reyndu að tala
huggandi og hughreystandi orðum við alla,
sem þú mætir. Eftirskildu hughreystandi orð
í allra eyrum, og reyndu af mætti að koma
fratn þeim til hagnaðar. Láttu orð vara þinna
og hugsanir hjarta þíns vera ævarandi blessun
öllum þeim, sem þú kynnist. Segðu ekkert orð,
sem geti móðgað þá, en vertu öllum sannur
friðarengill.
Tak þú alla handahandi og þrýstu hendi
þeirra alúðlega, og skildu ekki svo við nokk-
urn, að þú reynir ekki að tryggja þér gott álit
hans eða hennar.
Það verður rnikil breyting fyrir suma, þegar
þeir hafa lært að haga vel orðum sinum, og
það verður mikil breyting á þjóðfélaginu, þegar
allir hafa það framferði, sem göfugu fólki sæmir.
Talaðu látlaust og skynsamlega, og gættu
þess, að móðga ekki nokkurn nteð orðum þín-
um, en reyndu að tala skemtilega um hvert
mál, sem ber á góma.
Það er hægðarleikur, að tala út í lofttð um
málefni, sem þú hefir enga þekkingu á. Tal er
Iéttvægt og enginn metur það að neinu, ef tal-
að er um einskisnýt efni. En þær umræður,
sem hafa álirif, eru þær, sem vér ættum allii'
að taka þátt i.
Vertu lítillátur í öllum viðræðum þínum og
reyndu ekki að sýnast mestur. En láttu or&
þin bera það með sér, að þú hafir ihugað mál-
ið, sem þú ræðir um, og ræddu j)að svo, að
aðrir sannfærist af þekkingu þinni. Að síðustin
Láttu ræður þínar bera þess vott, að þú sért
göfugur maður eða kona, og að þú talir til
þess að skemta og fræða. Vertu jafnan glaður
í bragði, þegar þú ræðir við aðra“.
(Hkr.)