Heimilisblaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐEÐ
15
undraverum umhverfis hann, þar sem hann legg-
ur drekann í gegn með sverði sínu.
A flestum öðrum myndum Raffaels er Jesú
eða María mey höfuðpersónurnar og er María
venjulegast með Jesúbarnið og oft með svein-
inn Jóhannes líka.
Af Kristsmyndum hans frá tímabilinu fyrst
eftir að hann kom til Flórens mætti t. d. nefna
„Greftrun Krisls“, og frá þriðja tímabilinu, eftir
að list hans hafði náð hámarki sínu t. d. „Krist
með krossinn“ og frummyndirnar að „Sixtinsku
tjöldunum“ í Vatikaninu (páfahöllinni). Sömu-
leiðis „Upprisan“, „Himnaförin“, „Sending heil-
ags anda“, „Kristur í Emaus“, „Kristur birtist
Maríu frá Magdölum“ og loks „Ummyndun
Krists“. síðasta verk hans.
Það er venja í Róm, að hafa þessar myndir
sem páfahöllin geymir, almenningi til sýnis einu
siuni á ári enda hefir fjöldi fólks streymt þang-
að ár eftir ár, já öld eftir öld, til að skoða þær
og margur á erfitt með að rífa sig lausan frá
þeirri dýrðar-sjón.
Jafnframt Nýjatestamentismyndum málaði
Raffael margar frá Gamlatestamentinu, og hefi
eg getið einnar þeirra. Auk þess hefir hann
niálað ýmsar aðrar myndir, þar á meðal rnynd
nf sjálfum sér, er hann málaði eftir spegli er
hann var staddur hjá einum vina sinna; er sú
niynd mörgum kunn.
Raftáel dó á 37. afmælisdegi sinum 6. apr.
1520 af ákafri hitasótt, og var hann alment
harmaður mjög. Lík hans var jarðsett i Pantheon.
Þó honum yrði ekki lengra lífs auðið eru
verk hans undra mörg. Þessa stuttu stund sem
hann dvaldi hér á jörðu, festi hann nokkuð af
sínum dýrðlega hugarheimi með litum á léreftið
°g það urðu sönn listaverk, sem veitt hafa ótal
niörgum gleði og hugsvölun urn liðnar aldir, og
°g munu gera slikt hið sama svo lengi sem
nokkur mannssál hefir opin augu fyrir hinu
fagra í listum og náttúrunni.
Þorst. Finnbogason.
ikuggsjá.
Með mjög einfaldri tilraun geta menn gengið
úr skugga um það að nýmjólk helst lengst ósúr
i sólarhita í rauðum flöskum. Láti maður ný-
mjólk í venjulega flösku, og gerilsneydda (past-
euriseraða) á aðra, og loks nýmjólk á rauða
flösku og láti þær standa 10 tíma í sólskini,
mun þá koma i ljós að eftir þann tima hefir
mjólkin aðeins haldist ósúr í rauðu flöskunni
Það eru fjólubláu geislar sólarljóssins er hleypa
mjólkina. Uppgötvun þessi er hollensk og eru
Hollendingar farnir að gera víðtækar ráðstafanir
til þess að nota þar rauðar flöskur á mjólkur-
sölustöðum.
„Móðurinn“ svonefndi, hefir ekki mikil á-
hrif á kvenþjóðina í Japan. Þar hefir kvenbún-
ingur ekkert breyst í 2500 ár. —
Það virðist renna miklu minna apablóð i
æðum Japana en vesturþjóðanna.
A götunum í japönskum bæjum eru smá-
eldavélar hafðar upphitaðar. Þar geta menn
fengið eldann miðdegisverð fyrir mjög lága
borgun.
Ein hefðarmeyjan í Vínarborg varð nýlega
að borga 100 kr. fyrir hundinn sinn og tveir
menn voru dæmdir í tíu daga einfalt fangelsi
hans vegna. Lögregluþjónn fann hundinn núm-
erislausan á götum borgarinnar og samkvæmt
lögunum var hann settur í hald og átti að
skjóta hann. Stúlkan reyndi hvað hún gat að
fá hundinn, en árangurslaust. Þá tók hún það
óyndisúrræði að fá tvo menn til þess að brjót-
ast inn þar, sem hundurinn var geymdur og
ná honum. — Þetta gekk alt vel. — En þetta
fengu manntetrin að launum. — Hún var
dæmd i allralægstu sekt, sakir þess kærleika,
sem hún hafði borið til dýrsins. —
jfmáYegis.
Maður nokkur spurði einu sinni Benjamín
Franklín hvernig á því stæði að með ríki-