Heimilisblaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 2
18
HEIMILISBLAÐIÐ
Ötbreiðsla sjúkdóma af völdum óþrifa.
Eftir Búa.
3. Að sópa gÓlfin.
Það er ergilegt mjög hve oss Islendingum
er enn f>á sorglega ábótavant í að þrífa til í
kringum okkur, hafa hýbýlin hrein og þægileg,
og ganga snoturlega um þau. Hún er því mið-
ur langt frá því að bera vott um snyrtimensku
umgengnin á sumum sveitabæjunum íslenzku,
og ergilegast þó, að einskonar miðstöð óþrifn-
aðar skuli vera i baðstofum! Baðstofan, eins
og hún nú er eigi óvíða, er átakanlegt tákn
hnignunar þeirrar í líkamsment, sem landsmenn
hafa smámsaman sokkið í frá tið forfeðranna.
Einkennilegur er sá feluleikur, sem menn eiga
í við sjúkdómsorsakir. Menn eyðileggja oft í
einskonar skeytingaleysis vimu heilsu sjálfra sín
og sinna, stundum gera menn það allsgáðir,
stundum af vanþekkingu o. s. frv. Svo fara
menn að hugsa um orsökina til sjúkdómsins,
hvaðan komin sé, leita út frá sér í allar áttir,
en finna eigi, skilja ekkert í uppkomu sjúkdóms-
ins; auðvitað getur verið erfitt að finna hana.
I þeirri leit ber að hafa hugfast: „Maður, líttu
þér nær, liggur í götunni steinn“.
Hér skal drepið á eina orsök sjúkdóma, sem
mennirnir eru meira eða minna valdir að sjálf-
ir, er með öðrum orðum eru og sjúkdómsor-
sakir flestar sjálfráð mönnum.
Mjög víða hér á landi eru gólfin sópuð í
stað þess að þvo þau; þessi ósiður hefir gert
margan heilsulausan, mörgum stytt stundir á
besta aldri, fyrir örlög fram.
Hvernig stendur á þvi?
I hvert skifti sem gólf íveruherbergja eru
sópuð, þyrlast ógrynnin öll af ryki upp i and-
rúmsloftið; að skömmum tíma liðnum fellur
mikið af því niður aftur, en sumt berst um í
loftinu og öndum vér að oss óþverranum, sem
á gólfinu var.
Ef breytt er svart klæði á rúm í herbergi'
sem sópað befir verið, má sjá að það verður
að lítilli stundu liðinni grátt af ryklagi, sem í
það hefir sest.
Andrúmslof iveruherbergja gjörspillist um
leið og þau eru sóupð, sem og allra herbergja-
sem menn ganga um. Andfæri vor, þ. e. nefið,
barkinn og lungun, fá i sig rykið og óþverr
ann, menn fá hæsi* og hósta; einnig verður
munnurinn þur og kverkarnar, augnalokin verða
rauð og sár, hlustirnar fyllast af ryki, sem sest
þar fast oft á tíðum, stíflar hlustina og veldur
heyrnardeyfð.
Þó að náttúran eða lífsafl vort kunni hér á
varnarráð nokkur, af því að svo viturlega og
haglega er um lmútana húið, að smáhár, ósýni-
leg berum augunr, eru ofantil í andfærum vor-
um, nefi og barka, sem hafa það verk með
höndum, að andæfa rykinu, vernda likamann
frá skaðsemi slík ófagnaðar, þá fer þó svo um
siðir, ef skaðsemin verkar oft, að þessir vernd-
arenglar okkar geta ekki rönd við reist.
Rykið kemst ofaní barkann, niður í lungun,
ertir þau, veldur hósta, lungnapípukvefi og vegna
þessa stöðuga ertings, hóstans, sem rykið veld-
ur, ofreynast Inngun, þenjast út, missa teigju-
aflið, verða eins og tegjuband, sem öll teigja
er úr, og ókleyft er að gefa hana aftur; þau
verða stór, útvíkkuð og standa á þambi, stund'
um verða þau hörð af rykinu. Sjúkdómur sem
rykið orsakar nefnist lungnaþemba; sjúklingar
komast varla lengd sina fyrir hósta og mæði.
Hér er því um sjúkdóm að ræða, sem mjög
er úthreiddur sérstaklega á eldra fólki, og oft
verður að heilsutjóni og siðan fjörtjóni, sem or-
sakast af óhreinlæti og skeytingaleysi. Konur,
sem mestmegnis eru bundnar við innanhússtörf,
og eldri menn sem meiri hafa innivist í bað-
stofuryki og eldhússvælu, fá oft þennan sjúkdóm,
svo og menn þeir, sem stunda starfa þann, sem
rvk er samfara, t. d. kolamokarar, steinsmiðir,
malarar og gegningamenn til sveita o. fl. Oft
eru áraskifti að heysóttinni (svo nefnist lungna-
þemba gegningarm. á vetrum), eftir því hvei-n-
ig hey verkast. Lungun rná verja gegn skað'
semi ryksins með ryksíu.**
* Hæsin og hóstinn er tilraun iíkamans, lífsaflinn
til að fjarl. skaðsemi þessa úr ömlunarfærunum.
** Áhald þetta munu allir læknar geta pantað; kost-
ar frá 2—12 kr. eftir gœðum.