Heimilisblaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 5
HEIMILISBL AÐIÐ
21
Sa=ii^Efa=T=^=T=gT^s^Efs&T=A=T=i=T=.’E^Ef=Ef=:Ei3i:
1
I
1
£fEi=i=h=i=íí51
Prœðurnir.
Eftir
Rider Haggard.
II. KAP.
D^á!)
[Frh.]
Andrew d’Arcy.
Godvin dreymdi að hann væri dáinn. Hon-
um fanst jörðin hverfa undan fótum sér, sem
glóandi kúla. Hann var borinn gegnum myrkr-
iö á börum úr ibenviði. Við börur hans stóðu
tveir Ijósklæddir varðmenn, sem hann hélt að
væru verndarenglar er hann hefði hlotið til fylgd-
ar i fæðingunni. Þegar staðar var numið, kom
einn þeirra er viðstaddir voru og spurði varð-
mennina, er sátu við höfuð hans og fætur:
„Hefir sál þessi syndgað?“ Og engillinn við
höfuð hans svaraði: „Já. hún hefir syndgað.“
„Hlaut hann fyrirgefningu synda sinna áður
en hann dó?“ spurði sama röddin.
„Hann dó án syndafyrirgefningar," svaraði
engillinn, „en með blóðugt sverð á lofti stríð-
andi fyrir Guðs málefni.“
„Fyrir Krists kross?“
„Nei, fyrir kvenmann.“
„0 veslings sál, dáin án syndafyrirgefningar
í stríði fyrir kvenmannsást. Hvernig getur hún
vænst náðar?“ kveinaði hin sorgþrungna rödd
þar til hún dó út í fjarska.
Nú kom faðir hans; hershöfðinginn sem fall-
ið hafði á Sýrlandi. Hann þekti hann þó að
hann hefði aldrei séð hann, því andlitið var hið
sama og á likneskinu í Stangate-klaustri. Hann
bar blóðroðinn kross á herklæðum sínum, og
höfuðkúpan, skjaldarmerki d’ Arcy-ættarinnar,
var mörkuð á skjöld hans, en í hendinni bar
hann blikandi sverð.
„Er þetta sál sonarmíns?“ spurði hann hvít-
klæddu varðmennina, „og hvernig dó hann?“
Engillinn til fóta svaraði: „Hann dó með
sverð í hönd verjandi golt málefni.“
„Barðist hann fyrir kross Krists?“
„Nei, hann var að verja kvenmann.“
„Barðist fyrir kvenmannsást! Hann, sem
átti að falla í hinu helga stríði. Ó, veslings
sonur!“ endurtók rödd hans uris hún dó út.
Nú birtist alt í einu ljós í myrkrinu og engl-
arnir báðir stóðu upp og heilsuðu með hinum
eldlegu spjótum sínum.
„Hvernig dó þetta guðs harn?“ spurði rödd
úr ljósinu i lágum en hátíðlegum róm.
„Við sverðið" svöruðu englarnir.
„Fyrir sverði óvinarins í hinu helga stríði?“
Englarnir sátu hnípnir og þöguiir.
„Hvað hefir himininn við hann að gera fyrst
hann barðist ekki fyrir himininn?“ spurði rödd-
in aftur.
„Vægið honum því hann var ungur og ó-
reyndur, en hraustur og hugdjarfur“ bað varð-
maðurinn. „Sendið hann aftur til jarðarinnar,
svo hann geti bætt fyrir syndir sínar og orðið
vor i framtíðinrii.“
„Það skal ske,“ sagði röddin. „Riddari!
haltu áfram að lifa, en lifðu sem riddari Drott-
ins viljir þú erfa Guðs ríki.“
„A hann þá að hrinda konunni frá sér“
spurði englllinn.
„Um það er ekkert sagt“ svaraði röddin úr
ljósinu.
Svo hvarf sýnin með öllu.
*
* *
Godvin lá Iengi í dvala. Loks vaknaði hann
við ástúðlegar, velþektar raddir og þegar hann
lauk upp augunum sá hann hið blíða and-
lit Rósamundu er grúfði sig yfir hann. Hann
stundi upp nokkrum spurningum, en þeim var
lítil úrlausn veitt. Honum var borinn matur
og síðan sagt að sofa.
Þannig liðu nokkrir dagar, hann vaknaði og
sofnaði, sofnaði og vaknaði á víxl, án þess að
vita af sér í raun og veru; loks vaknaði hann
einn morgun til fullrar meðvitundar, og sá að
hann var í herbergi því á Steaple-höll sem þeir
bræður höfðu sofið í síðan þeir voru börn og
frændi þeirra hafði tekið þá til sín. Á rúminu
andspænis honum sat Wulf með handlegg og
fótíreifum, dálítið fölari en jafn góðlegur og á-
hyggjulaus og endrarnær.
„Dreymir mig ennþá, bróðir, eða ert þú þetta
sjálfur?“
Ánægjubros lék um varir Wulfs er hann sá
að bróðirinn var raknaður við.